Ólafur: Þurfti að tjasla andlitinu aftur saman Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. desember 2015 16:30 Vísir/Getty Ólafur Kristjánsson, fyrrum þjálfari Nordsjælland, segir að hann hafi lítið getað gert við ákvörðun nýrra eigenda félagsins sem ákváðu að skipta um þjálfara í síðustu viku. Það hafi ekki tengst árangri liðsins inni á vellinum. Ólafur var í viðtali í Akraborginni á X-inu í dag þar sem hann fór yfir viðskilnaðinn við Nordsjælland sem boðaði til blaðamannafundar með skömmum fyrirvara í síðustu viku. Á honum voru nýir eigendur kynntir til sögunnar, sem og nýr þjálfari. Sá heitir Kasper Hjulmand og var við stjórnvölinn hjá Nordsjælland áður en Ólafur tók við árið 2014. „Þetta er ekki það versta sem kemur fyrir fólk í lífinu og í raun get ég ekkert gert við þessu. Þetta var ákvörðun nýrra eigenda og maður verður að taka því. Nú er þessum kafla í lífi mínu lokið og maður horfir fram á veginn,“ sagði Ólafur í viðtalinu sem má heyra hér efst í fréttinni.Yngra lið og lægri launakostnaður Ólafur tók við Nordsjæland um mitt ár 2014 og undir hans stjórn endaði liðið í sjötta sæti. Nýtt tímabil hófst í haust en Nordsjælland tapaði síðustu þremur leikjum sínum fyrir vetrarfrí og er sem stendur í áttunda sæti. Ólafur bendir þó að það þurfi að skoða árangur liðsins í ákveðnu samhengi. „Það sem gleymist alltaf og ég vil halda til haga er að það var farið í ákveðnar breytingar þegar tók við starfinu árið 2014. Þá voru þær forsendur með ráðningunni að leikmannahópurinn yrði yngdur og launakostnaður minnkaður. Það þurfti því að taka aðeins til eftir þjálfarann sem var á undan og hafði náð frábærum árangri.“Sjá einnig: Ólafur hættir hjá Nordsjælland „Liðið endaði í sjötta sæti á síðasta tímabili sem var sami árangur og árið á undan. Við spiluðum nú gegn Bröndby í síðasta leik okkar fyrir vetrarfrí en vorum þá með hóp sem er árinu yngri að meðaltali en fyrir ári síðan.“ „Okkur hafði tekist ágætlega að yngja liðið og hreinsa til í leikmannahópnum. Þetta tímabil í úrvalsdeildinni var þar að auki nokkuð „gratís“ að því leyti að það er bara eitt lið sem fellur úr henni [vegna fjölgunar] og allar líkur á því að það verði Hobro.“ „Það var því hægt að leyfa sér að fara í ákveðna uppbyggingu. Árangurinn á vellinum upp og niður en sú ákvörðun að skipta um þjálfara var eingöngu vegna aðkomu nýrra eigenda að félaginu. Þeir komu inn með nýjan þjálfara.“Vísir/GettyFer sáttur að sofa á kvöldin Ólafur bætir við að sami hópur fjárfesta hafi reynt að kaupa fyrst Randers en án árangurs. Þá hafi einnig staðið til að skipta um þjálfara og því hafi ákvörðunin nú ekki komið á óvart. Hann segir að það hafi hins vegar komið flatt upp á hann þegar í ljós kom að Nordsjælland hafi verið selt til nýrra eigenda - og Hjulmand aftur ráðinn í starfið hans. „Þegar ég heyrði svo hver kæmi inn sem nýr þjálfari þurfti ég að tjasla andlitinu aftur saman. Það kom mér á óvart að hann [Kasper Hjulmand] hafi verið að koma inn, verulega óvart.“ „En mín samviska er góð og ég fer sáttur að sofa á kvöldin. Ef ég segi eitthvað núna þá gæti það hljómað biturt. En þetta er svipað eins og að ég myndi banka upp á hjá Breiðabliki og segja að ég væri með fjárfesta sem myndu taka félagi yfir. Svo myndi ég setjast í stólinn. Mín samviska myndi ekki leyfa mér það.“Vísir/GettySkoða mín mál í janúar Hann segist hafa bætt sig sem þjálfari á þeim tíma sem hann starfaði hjá Nordsjælland enda allt annað umhverfi og stærri áskoranir en að starfa sem þjálfari á Íslandi. „Hvað framhaldið varðar þá kemur það í ljós. Ég held mínum plönum og skoða mín mál í janúar,“ segir Ólafur sem bætir því við að það þýði ekkert að velta því fyrir sér hvort hann muni taka að sér þjálfarastarf á Íslandi í bráð - enda öll lið hér á landi nú þegar með þjálfara. „En ég held að það sé líka ágætt þegar maður fær tækifæri á því að setjast aðeins niður, anda og hugsa til baka. Að nýta tímann til að gera hluti sem þjálfurum gefst öllu jöfnu ekki tækifæri á að gera og koma svo ferskur inn þegar nýtt tækifæri býðst,“ segir Ólafur. Hann viðurkennir að það sé ýmislegt sem hann hefði viljað gera öðruvísi þegar hann lítur til baka yfir tíma sinn hjá Nordsjælland. „En það eru hlutirnir sem fara í reynslubankann og nýtast manni svo í framtíðinni.“ Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira
Ólafur Kristjánsson, fyrrum þjálfari Nordsjælland, segir að hann hafi lítið getað gert við ákvörðun nýrra eigenda félagsins sem ákváðu að skipta um þjálfara í síðustu viku. Það hafi ekki tengst árangri liðsins inni á vellinum. Ólafur var í viðtali í Akraborginni á X-inu í dag þar sem hann fór yfir viðskilnaðinn við Nordsjælland sem boðaði til blaðamannafundar með skömmum fyrirvara í síðustu viku. Á honum voru nýir eigendur kynntir til sögunnar, sem og nýr þjálfari. Sá heitir Kasper Hjulmand og var við stjórnvölinn hjá Nordsjælland áður en Ólafur tók við árið 2014. „Þetta er ekki það versta sem kemur fyrir fólk í lífinu og í raun get ég ekkert gert við þessu. Þetta var ákvörðun nýrra eigenda og maður verður að taka því. Nú er þessum kafla í lífi mínu lokið og maður horfir fram á veginn,“ sagði Ólafur í viðtalinu sem má heyra hér efst í fréttinni.Yngra lið og lægri launakostnaður Ólafur tók við Nordsjæland um mitt ár 2014 og undir hans stjórn endaði liðið í sjötta sæti. Nýtt tímabil hófst í haust en Nordsjælland tapaði síðustu þremur leikjum sínum fyrir vetrarfrí og er sem stendur í áttunda sæti. Ólafur bendir þó að það þurfi að skoða árangur liðsins í ákveðnu samhengi. „Það sem gleymist alltaf og ég vil halda til haga er að það var farið í ákveðnar breytingar þegar tók við starfinu árið 2014. Þá voru þær forsendur með ráðningunni að leikmannahópurinn yrði yngdur og launakostnaður minnkaður. Það þurfti því að taka aðeins til eftir þjálfarann sem var á undan og hafði náð frábærum árangri.“Sjá einnig: Ólafur hættir hjá Nordsjælland „Liðið endaði í sjötta sæti á síðasta tímabili sem var sami árangur og árið á undan. Við spiluðum nú gegn Bröndby í síðasta leik okkar fyrir vetrarfrí en vorum þá með hóp sem er árinu yngri að meðaltali en fyrir ári síðan.“ „Okkur hafði tekist ágætlega að yngja liðið og hreinsa til í leikmannahópnum. Þetta tímabil í úrvalsdeildinni var þar að auki nokkuð „gratís“ að því leyti að það er bara eitt lið sem fellur úr henni [vegna fjölgunar] og allar líkur á því að það verði Hobro.“ „Það var því hægt að leyfa sér að fara í ákveðna uppbyggingu. Árangurinn á vellinum upp og niður en sú ákvörðun að skipta um þjálfara var eingöngu vegna aðkomu nýrra eigenda að félaginu. Þeir komu inn með nýjan þjálfara.“Vísir/GettyFer sáttur að sofa á kvöldin Ólafur bætir við að sami hópur fjárfesta hafi reynt að kaupa fyrst Randers en án árangurs. Þá hafi einnig staðið til að skipta um þjálfara og því hafi ákvörðunin nú ekki komið á óvart. Hann segir að það hafi hins vegar komið flatt upp á hann þegar í ljós kom að Nordsjælland hafi verið selt til nýrra eigenda - og Hjulmand aftur ráðinn í starfið hans. „Þegar ég heyrði svo hver kæmi inn sem nýr þjálfari þurfti ég að tjasla andlitinu aftur saman. Það kom mér á óvart að hann [Kasper Hjulmand] hafi verið að koma inn, verulega óvart.“ „En mín samviska er góð og ég fer sáttur að sofa á kvöldin. Ef ég segi eitthvað núna þá gæti það hljómað biturt. En þetta er svipað eins og að ég myndi banka upp á hjá Breiðabliki og segja að ég væri með fjárfesta sem myndu taka félagi yfir. Svo myndi ég setjast í stólinn. Mín samviska myndi ekki leyfa mér það.“Vísir/GettySkoða mín mál í janúar Hann segist hafa bætt sig sem þjálfari á þeim tíma sem hann starfaði hjá Nordsjælland enda allt annað umhverfi og stærri áskoranir en að starfa sem þjálfari á Íslandi. „Hvað framhaldið varðar þá kemur það í ljós. Ég held mínum plönum og skoða mín mál í janúar,“ segir Ólafur sem bætir því við að það þýði ekkert að velta því fyrir sér hvort hann muni taka að sér þjálfarastarf á Íslandi í bráð - enda öll lið hér á landi nú þegar með þjálfara. „En ég held að það sé líka ágætt þegar maður fær tækifæri á því að setjast aðeins niður, anda og hugsa til baka. Að nýta tímann til að gera hluti sem þjálfurum gefst öllu jöfnu ekki tækifæri á að gera og koma svo ferskur inn þegar nýtt tækifæri býðst,“ segir Ólafur. Hann viðurkennir að það sé ýmislegt sem hann hefði viljað gera öðruvísi þegar hann lítur til baka yfir tíma sinn hjá Nordsjælland. „En það eru hlutirnir sem fara í reynslubankann og nýtast manni svo í framtíðinni.“ Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira