Sepp Blatter og Michel Platini dæmdir í átta ára bann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2015 09:00 Sepp Blatter og Michel Platini. Vísir/Getty Sepp Blatter, forseti FIFA, og Michel Platini, forseti UEFA, hafa báðir verið dæmdir í átta ára bann frá knattspyrnu en siðanefnd Alþjóðaknattspyrnusambandsins hefur lokið rannsókn á mútumáli tengdum þeim báðum. Sepp Blatter hefur verið forseti FIFA frá árinu 1998 og var endurkjörinn í maí en var búinn að tilkynna það að hann muni hætta í febrúar á næsta ári. Það benti allt til þess að hinn sextugi Michel Platini yrði framtíðarleiðtogi fótboltans og hafði sjálfur stefnt á það að taka við forsetastólnum af Blatter. Platini var þrisvar sinnum valinn besti knattspyrnumaður Evrópu á sínum tíma og var fyrirliði Evrópumeistaraliðs Frakka frá 1984. Hann hefur verið forseti UEFA frá árinu 2007. Þeir félagar eru dæmdir fyrir það að Blatter greiddi Platini 1,3 milljón punda eingreiðslu árið 2011 rétt áður en Blatter var endurkjörinn sem forseti FIFA í þriðja sinn. Báðir héldu því fram að Blatter hafi þarna verið að efna samkomulag þeirra félaganna frá 1998 og greiða fyrir vinnu Michel Platini frá 1998 til 2002 þegar Frakkinn starfaði sem tæknilegur ráðgjafi Sepp Blatter. Samningurinn var hvergi til skriflegur en Blatter og Platini nefndu báðir munnlegt samkomulag þeirra í milli. Slíkur samningur er tekinn gildur í Sviss en siðanefndin tók þessa málsvörn Blatter og Platini ekki gilda. Blatter og Platini eru meðal annars dæmdir fyrir hagsmunarárekstur, falskt bókhald og ósamvinnuþýði á meðan rannsókninni stóð. FIFA Fótbolti Tengdar fréttir FBI skoðar þátt Blatter í ISL-skandalnum Eitt stærsta hneykslismálið hjá FIFA síðustu árin tengist markaðsfyrirtækinu ISL sem fékk öll sjónvarpsréttindi vegna HM. 7. desember 2015 10:15 Risatap á rekstri FIFA Árið 2015 hefur verið ein sorgarsaga fyrir Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, og það mun enda á neikvæðum nótum. 3. desember 2015 09:15 Platini ætlar að hunsa siðanefnd FIFA Svo gæti farið að Michel Platini verði dæmdur í lífstíðarbann á föstudaginn. 16. desember 2015 16:45 Blatter neitaði sök Sepp Blatter varðist ásökunum um spillingu fyrir siðanefnd FIFA í gær. 18. desember 2015 11:00 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Sjá meira
Sepp Blatter, forseti FIFA, og Michel Platini, forseti UEFA, hafa báðir verið dæmdir í átta ára bann frá knattspyrnu en siðanefnd Alþjóðaknattspyrnusambandsins hefur lokið rannsókn á mútumáli tengdum þeim báðum. Sepp Blatter hefur verið forseti FIFA frá árinu 1998 og var endurkjörinn í maí en var búinn að tilkynna það að hann muni hætta í febrúar á næsta ári. Það benti allt til þess að hinn sextugi Michel Platini yrði framtíðarleiðtogi fótboltans og hafði sjálfur stefnt á það að taka við forsetastólnum af Blatter. Platini var þrisvar sinnum valinn besti knattspyrnumaður Evrópu á sínum tíma og var fyrirliði Evrópumeistaraliðs Frakka frá 1984. Hann hefur verið forseti UEFA frá árinu 2007. Þeir félagar eru dæmdir fyrir það að Blatter greiddi Platini 1,3 milljón punda eingreiðslu árið 2011 rétt áður en Blatter var endurkjörinn sem forseti FIFA í þriðja sinn. Báðir héldu því fram að Blatter hafi þarna verið að efna samkomulag þeirra félaganna frá 1998 og greiða fyrir vinnu Michel Platini frá 1998 til 2002 þegar Frakkinn starfaði sem tæknilegur ráðgjafi Sepp Blatter. Samningurinn var hvergi til skriflegur en Blatter og Platini nefndu báðir munnlegt samkomulag þeirra í milli. Slíkur samningur er tekinn gildur í Sviss en siðanefndin tók þessa málsvörn Blatter og Platini ekki gilda. Blatter og Platini eru meðal annars dæmdir fyrir hagsmunarárekstur, falskt bókhald og ósamvinnuþýði á meðan rannsókninni stóð.
FIFA Fótbolti Tengdar fréttir FBI skoðar þátt Blatter í ISL-skandalnum Eitt stærsta hneykslismálið hjá FIFA síðustu árin tengist markaðsfyrirtækinu ISL sem fékk öll sjónvarpsréttindi vegna HM. 7. desember 2015 10:15 Risatap á rekstri FIFA Árið 2015 hefur verið ein sorgarsaga fyrir Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, og það mun enda á neikvæðum nótum. 3. desember 2015 09:15 Platini ætlar að hunsa siðanefnd FIFA Svo gæti farið að Michel Platini verði dæmdur í lífstíðarbann á föstudaginn. 16. desember 2015 16:45 Blatter neitaði sök Sepp Blatter varðist ásökunum um spillingu fyrir siðanefnd FIFA í gær. 18. desember 2015 11:00 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Sjá meira
FBI skoðar þátt Blatter í ISL-skandalnum Eitt stærsta hneykslismálið hjá FIFA síðustu árin tengist markaðsfyrirtækinu ISL sem fékk öll sjónvarpsréttindi vegna HM. 7. desember 2015 10:15
Risatap á rekstri FIFA Árið 2015 hefur verið ein sorgarsaga fyrir Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, og það mun enda á neikvæðum nótum. 3. desember 2015 09:15
Platini ætlar að hunsa siðanefnd FIFA Svo gæti farið að Michel Platini verði dæmdur í lífstíðarbann á föstudaginn. 16. desember 2015 16:45
Blatter neitaði sök Sepp Blatter varðist ásökunum um spillingu fyrir siðanefnd FIFA í gær. 18. desember 2015 11:00