Trump um Pútín: Engum hefur tekist að sanna að hann hafi drepið einhvern Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. desember 2015 21:58 Donald Trump ferðast nú landshorna á milli í kosningabaráttu sinni. vísir/Ap „Ef Pútín ber virðingu fyrir mér og ef Pútín kallar mig snilling þá þigg ég hrósið fyrir minn part, sem og fyrir hönd þjóðarinnar,“ segir auðkýfingurinn Donald Trump. Í árlegu sjónvarpsávarpi sínu á fimmtudag fór Vladimir Pútín Rússlandsforseti fögrum orðum um Trump sem sækist nú eftir útnefningu repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári. Þar hældi Pútín honum á hvert reipi, sagði hann bæði snjallan og hæfileikaríkan. „Það er ekki okkar að leggja mat á kosti hans, heldur bandarískra kjósenda,“ sagði Pútín við blaðamenn að lokinni sjónvarpsútsendingunni. „Hann er mjög áberandi persóna, hæfileikaríkur, tvímælalaust.“ Í samtali við ABC News í dag sagðist Trump vera þakklátur fyrir jafn hlý ummæli í sinn garð og tók upp hanskann fyrir hinn nýja bandamann sinn. Inntur eftir svörum um hvað honum þætti um orðróma þess efnis að Pútín hafi látið taka fjölda blaðamanna af lífi í valdatíð sinni sagðist Trump ekki hafa séð neinar sannanir þess efnis. „Engum hefur tekist að sanna að hann hafi drepið nokkurn mann,“ sagði Trump og bætti við. „Hann hefur alltaf neitað því. Þú ert saklaus uns sekt er sönnuð, að minnsta kosti hérlendis. Það hefur aldrei verið sannað að hann hafi drepið blaðamenn.“Talið er að um 36 blaðamenn hafi verið myrtir í Rússlandi frá árinu 1992. Frægasta dæmi þess er eflaust rannsóknarblaðamaðurinn Anna Politkovskaya, sem reyndist stjórn Pútíns óþægur ljár í þúfu, sem var myrt árið 2006. Morðingi hennar var dæmdur í lífstíðarfangelsi á síðasta ári. Sjá má viðtalið við Trump á ABC hér að neðan. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Donald Trump kallar yfir sig reiði Anonymous Bandaríski auðkýfingurinn kominn á lista með íslenskum stjórnvöldum og ISIS. 12. desember 2015 11:19 Repúblíkanar hlynntari loftárásum á Aladín en Demókratar Þrír af hverjum tíu kjósendum Repúblíkanaflokksins eru hlynntir því að gera loftárásir á Agrabah. 18. desember 2015 21:32 Bretar ætla ekki að banna Trump David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir ummæli Donald Trump vera "heimskuleg og röng“. 16. desember 2015 13:45 Bush atyrðir Trump í tilnefningarslag „Svívirðingar skila þér ekki í forsetaembættið,“ sagði Jeb Bush við Donald Trump í sjónvarpskappræðum í fyrrinótt. 17. desember 2015 07:00 Ted Cruz kjöldregur Trump Nú þegar sjö vikur eru til kosninga hefur Ted Cruz tíu prósentustiga forskot á mótframbjóðanda sinn auðkýfinginn Donald Trump í Iowa. 13. desember 2015 10:57 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Sjá meira
„Ef Pútín ber virðingu fyrir mér og ef Pútín kallar mig snilling þá þigg ég hrósið fyrir minn part, sem og fyrir hönd þjóðarinnar,“ segir auðkýfingurinn Donald Trump. Í árlegu sjónvarpsávarpi sínu á fimmtudag fór Vladimir Pútín Rússlandsforseti fögrum orðum um Trump sem sækist nú eftir útnefningu repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári. Þar hældi Pútín honum á hvert reipi, sagði hann bæði snjallan og hæfileikaríkan. „Það er ekki okkar að leggja mat á kosti hans, heldur bandarískra kjósenda,“ sagði Pútín við blaðamenn að lokinni sjónvarpsútsendingunni. „Hann er mjög áberandi persóna, hæfileikaríkur, tvímælalaust.“ Í samtali við ABC News í dag sagðist Trump vera þakklátur fyrir jafn hlý ummæli í sinn garð og tók upp hanskann fyrir hinn nýja bandamann sinn. Inntur eftir svörum um hvað honum þætti um orðróma þess efnis að Pútín hafi látið taka fjölda blaðamanna af lífi í valdatíð sinni sagðist Trump ekki hafa séð neinar sannanir þess efnis. „Engum hefur tekist að sanna að hann hafi drepið nokkurn mann,“ sagði Trump og bætti við. „Hann hefur alltaf neitað því. Þú ert saklaus uns sekt er sönnuð, að minnsta kosti hérlendis. Það hefur aldrei verið sannað að hann hafi drepið blaðamenn.“Talið er að um 36 blaðamenn hafi verið myrtir í Rússlandi frá árinu 1992. Frægasta dæmi þess er eflaust rannsóknarblaðamaðurinn Anna Politkovskaya, sem reyndist stjórn Pútíns óþægur ljár í þúfu, sem var myrt árið 2006. Morðingi hennar var dæmdur í lífstíðarfangelsi á síðasta ári. Sjá má viðtalið við Trump á ABC hér að neðan.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Donald Trump kallar yfir sig reiði Anonymous Bandaríski auðkýfingurinn kominn á lista með íslenskum stjórnvöldum og ISIS. 12. desember 2015 11:19 Repúblíkanar hlynntari loftárásum á Aladín en Demókratar Þrír af hverjum tíu kjósendum Repúblíkanaflokksins eru hlynntir því að gera loftárásir á Agrabah. 18. desember 2015 21:32 Bretar ætla ekki að banna Trump David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir ummæli Donald Trump vera "heimskuleg og röng“. 16. desember 2015 13:45 Bush atyrðir Trump í tilnefningarslag „Svívirðingar skila þér ekki í forsetaembættið,“ sagði Jeb Bush við Donald Trump í sjónvarpskappræðum í fyrrinótt. 17. desember 2015 07:00 Ted Cruz kjöldregur Trump Nú þegar sjö vikur eru til kosninga hefur Ted Cruz tíu prósentustiga forskot á mótframbjóðanda sinn auðkýfinginn Donald Trump í Iowa. 13. desember 2015 10:57 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Sjá meira
Donald Trump kallar yfir sig reiði Anonymous Bandaríski auðkýfingurinn kominn á lista með íslenskum stjórnvöldum og ISIS. 12. desember 2015 11:19
Repúblíkanar hlynntari loftárásum á Aladín en Demókratar Þrír af hverjum tíu kjósendum Repúblíkanaflokksins eru hlynntir því að gera loftárásir á Agrabah. 18. desember 2015 21:32
Bretar ætla ekki að banna Trump David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir ummæli Donald Trump vera "heimskuleg og röng“. 16. desember 2015 13:45
Bush atyrðir Trump í tilnefningarslag „Svívirðingar skila þér ekki í forsetaembættið,“ sagði Jeb Bush við Donald Trump í sjónvarpskappræðum í fyrrinótt. 17. desember 2015 07:00
Ted Cruz kjöldregur Trump Nú þegar sjö vikur eru til kosninga hefur Ted Cruz tíu prósentustiga forskot á mótframbjóðanda sinn auðkýfinginn Donald Trump í Iowa. 13. desember 2015 10:57