21 gramm Ívar Halldórsson skrifar 31. desember 2015 15:50 Það gleður mig að lesa um vaxandi kirkjusókn nú yfir hátíðirnar. Það eru merki um að fólk skammist sín minna og minna fyrir sínar sannfæringar, trú og hefðir. Það eru merki um að fólk þori að synda á móti „tískustraumum“. Bubbi sagði á Þorláksmessutónleikum sínum um daginn að það sé ekki í tísku að trúa í dag. Hvernig getur viðurkenning á tilvist einhvers verið tískufyrirbrigði? Þetta er eins og að segja að það sé ekki í tísku að trúa á tilvist forsetans. Ef Guð er raunverulegur, breyta hvorki tískustraumar né hverfull smekkur fólks þeirri staðreynd. Vísindin ein megna ekki að svara öllum spurningum okkar. Þau geta t.d. ekki útskýrt hvernig efni þau, sem mótuðu okkur, komust til meðvitundar og sjálfsvitundar. Vísindin geta ekki útskýrt hvaða efnahvörf ættu að hafa myndað t.d. samvisku, gleði og ást, sem einkenna okkar mannlega eðli. Ef tilfinningar okkar og hugsun væru eingöngu afleiðingar tilviljunarkenndra efnahvarfa, væri í raun erfitt og jafnvel ósanngjarnt að halda fólki ábyrgu fyrir eigin gjörðum. Hinn virti Dr. Duncan MacDougall komst með sínum rannsóknum að því að þegar persóna deyr léttist hún um u.þ.b. 21 grömm og rekur hann þennan þyngdarmun til sálarinnar þegar hún yfirgefur líkamann. Mjög athyglisvert ef rétt er. Vísindin hafa nefnilega ekki getað sýnt okkur, útskýrt né rannsakað sálina sjálfa - aðeins áhrif hennar og afleiðingar. Þau hafa heldur ekki komist að því hvert sálin fer þegar við deyjum. Þótt mannslíkaminn samanstandi af frumefnum er okkar ósýnilega sál/persóna varla úr geimryki gerð - því þá gætum við væntanlega séð hana og þreifað á henni. Það er því í sjálfu sér ekkert óeðlilegt að trúa á það sem ósýnilegt er. Við virðumst hvort sem er gera það nú þegar. Er við horfum á stórkostlegan alheim sem fullur er af alls kyns undrum, sjáum við um leið ummerki um stórkostlegan arkitekt; arkitekt sem við getum þó ekki séð með berum augum frekar en okkar eigin sál. Vísindamenn hafa reyndar viðurkennt, að líkurnar á því að alheimurinn og lífið sem í honum býr sé tilviljun ein, séu svo gífurlega litlar, að frá sjónarhorni stærðfræðinnar eru þær hreinlega ómarktækar. Það er því í raun ekkert heimskulegra að trúa á tilvist Guðs, en að trúa á tilvist eigin sálar/persónu sem ekki er hægt að sjá með berum augum. En til að finna almáttugan Guð þurfum við að fara út fyrir kassann - leita út fyrir ramma vísindanna. Hvert skyldu grömmin okkar fara þegar við gefum upp öndina? Kannski eru þeir sem sækja kirkjur í dag á réttri leið með að finna svarið við þessari stóru spurningu. Gleðilegt kirkjuár! Ívar Halldórsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Það gleður mig að lesa um vaxandi kirkjusókn nú yfir hátíðirnar. Það eru merki um að fólk skammist sín minna og minna fyrir sínar sannfæringar, trú og hefðir. Það eru merki um að fólk þori að synda á móti „tískustraumum“. Bubbi sagði á Þorláksmessutónleikum sínum um daginn að það sé ekki í tísku að trúa í dag. Hvernig getur viðurkenning á tilvist einhvers verið tískufyrirbrigði? Þetta er eins og að segja að það sé ekki í tísku að trúa á tilvist forsetans. Ef Guð er raunverulegur, breyta hvorki tískustraumar né hverfull smekkur fólks þeirri staðreynd. Vísindin ein megna ekki að svara öllum spurningum okkar. Þau geta t.d. ekki útskýrt hvernig efni þau, sem mótuðu okkur, komust til meðvitundar og sjálfsvitundar. Vísindin geta ekki útskýrt hvaða efnahvörf ættu að hafa myndað t.d. samvisku, gleði og ást, sem einkenna okkar mannlega eðli. Ef tilfinningar okkar og hugsun væru eingöngu afleiðingar tilviljunarkenndra efnahvarfa, væri í raun erfitt og jafnvel ósanngjarnt að halda fólki ábyrgu fyrir eigin gjörðum. Hinn virti Dr. Duncan MacDougall komst með sínum rannsóknum að því að þegar persóna deyr léttist hún um u.þ.b. 21 grömm og rekur hann þennan þyngdarmun til sálarinnar þegar hún yfirgefur líkamann. Mjög athyglisvert ef rétt er. Vísindin hafa nefnilega ekki getað sýnt okkur, útskýrt né rannsakað sálina sjálfa - aðeins áhrif hennar og afleiðingar. Þau hafa heldur ekki komist að því hvert sálin fer þegar við deyjum. Þótt mannslíkaminn samanstandi af frumefnum er okkar ósýnilega sál/persóna varla úr geimryki gerð - því þá gætum við væntanlega séð hana og þreifað á henni. Það er því í sjálfu sér ekkert óeðlilegt að trúa á það sem ósýnilegt er. Við virðumst hvort sem er gera það nú þegar. Er við horfum á stórkostlegan alheim sem fullur er af alls kyns undrum, sjáum við um leið ummerki um stórkostlegan arkitekt; arkitekt sem við getum þó ekki séð með berum augum frekar en okkar eigin sál. Vísindamenn hafa reyndar viðurkennt, að líkurnar á því að alheimurinn og lífið sem í honum býr sé tilviljun ein, séu svo gífurlega litlar, að frá sjónarhorni stærðfræðinnar eru þær hreinlega ómarktækar. Það er því í raun ekkert heimskulegra að trúa á tilvist Guðs, en að trúa á tilvist eigin sálar/persónu sem ekki er hægt að sjá með berum augum. En til að finna almáttugan Guð þurfum við að fara út fyrir kassann - leita út fyrir ramma vísindanna. Hvert skyldu grömmin okkar fara þegar við gefum upp öndina? Kannski eru þeir sem sækja kirkjur í dag á réttri leið með að finna svarið við þessari stóru spurningu. Gleðilegt kirkjuár! Ívar Halldórsson
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar