„Spurning hvernig við komum í veg fyrir að sjóhúsin splundrist yfir allan bæinn“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 30. desember 2015 08:39 vísir/Auðbergur Gíslason Björgunarsveitarmenn á Eskifirði standa nú í ströngu við að koma í veg fyrir frekari skemmdir í bænum. Þegar hafa þakplötur losnað og er drasl og rusl fjúkandi um bæinn. Áhyggjur þeirra nú snúast fyrst og fremst um gömlu sjóhúsin, sem þykja aðalsmerki bæjarins. Að minnsta kosti tvö þeirra eru ónýt. „Smábátahöfnin hérna að stórum hluta var í vandræðum áðan en það hefur tekist að koma böndum á það. Það losnuðu upp flotbryggjur þannig að bátar voru komnir í hættu. Núna höfum við mestar áhyggjur af gömlu sjóhúsunum hér í miðjum bænum og útbænum,“ segir Þórlindur Magnússon hjá björgunarsveitinni Brimrún á Eskifirði. „Við erum að missa nokkur þeirra endanlega held ég. Það eru gamlar bryggjur þarna og tvö hús held ég sem við getum nú þegar afskrifað. Það er bara spurning hvernig við eigum að koma í veg fyrir að sjóhúsin splundrist hér yfir allan bæinn, og það eru fleiri hús illa farin.“ Veðrið er vitlaust á Austurlandi en einna verst á Eskifirði. Búist er við að það nái hámarki á milli klukkan átta og tíu í dag. „Þetta er búið að vera ansi slæmt síðustu tvo, þrjá klukkutímana. Við erum að vonast til að þetta sé að einhverju leyti að lagast. Það er að lækka sjávarhæð og vindinn hefur lægt aðeins í augnablikinu, en það er nú ekki endilega víst að það sé komið til að vera,“ segir Þórlindur. Þá segir hann engan hafa sakað í óveðrinu, enda haldi fólk sig heima við. „Fólk veit að mestu hvernig á að bregðast við svona löguðu, enda á enginn erindi út svosem.“Liðsauki sendur til Eskifjarðar Í tilkynningu frá Landsbjörg kemur fram að verið sé að senda liðsauka frá Reyðarfirði til Eskifjarðar. Annars staðar á Austfjörðum hefur ástandið ekki verið eins slæmt . Björgunarsveitin Ársól á Reyðarfirði er nú við störf í álveri Alcoa Fjarðaáls þar sem þakplötur losnuðu af skrifstofubyggingu á svæðinu. Dagmar Ýrr Stefánsdóttir upplýsingafulltrúi álversins segir að vel hafi gengið að hefta fokið. Fólk á vöktum í verinu mætir hvorki til vinnu né fer af vakt sinni sökum veðursins og verður athugað með vaktaskipti klukkan tíu að sögn Dagmarar. Á Fáskrúðsfirði fuku fiskkör og trampólín, þakkantur losnaði af bæ í Þistilfirði og á Vopnafirði voru niðurföll hreinsuð þar sem flæddi inn í kjallara húss. Á áttunda tug björgunarmanna hafa tekið þátt í aðgerðum næturinnar á Austurlandi eða staðið vaktina í húsi tilbúnir til að takast á við afleiðingar veðursins, að því er segir í tilkynningunni. Tengdar fréttir Vitlaust veður á Austurlandi: Þök farin að fjúka og smábátahöfnin að liðast í sundur Ástandið verst á Eskifirði. 30. desember 2015 07:24 Fastur í skothúsi yfir nótt vegna krapaflóða í Jökuldal Krapaflóð féll á bæinn Aðalból í Hrafnkelsdal í gærkvöldi. Sex hús voru rýmd á Eskifirði í gær vegna hættu á krapaflóði. 29. desember 2015 07:00 Sex hús rýmd á Eskifirði Miklir vatnavextir hafa verið á Austurlandi í kvöld. Lögregla óttast flóð í Grjótá. 28. desember 2015 21:22 Lægðin að ná hámarki Lægðin sem gengur nú yfir landið er að ná hámarki og er búist við að veðrið verði verst austast á landinu á milli klukkan átta og tíu. 30. desember 2015 07:28 Unnið að því að koma farveginum í rétt horf áður en óveðrið skellur á Átján Eskfirðingar úr sex húsum sem rýmd voru í gærkvöldi vegna skriðuhættu, fengu að snúa aftur til síns heima í morgunsárið. 29. desember 2015 13:40 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Björgunarsveitarmenn á Eskifirði standa nú í ströngu við að koma í veg fyrir frekari skemmdir í bænum. Þegar hafa þakplötur losnað og er drasl og rusl fjúkandi um bæinn. Áhyggjur þeirra nú snúast fyrst og fremst um gömlu sjóhúsin, sem þykja aðalsmerki bæjarins. Að minnsta kosti tvö þeirra eru ónýt. „Smábátahöfnin hérna að stórum hluta var í vandræðum áðan en það hefur tekist að koma böndum á það. Það losnuðu upp flotbryggjur þannig að bátar voru komnir í hættu. Núna höfum við mestar áhyggjur af gömlu sjóhúsunum hér í miðjum bænum og útbænum,“ segir Þórlindur Magnússon hjá björgunarsveitinni Brimrún á Eskifirði. „Við erum að missa nokkur þeirra endanlega held ég. Það eru gamlar bryggjur þarna og tvö hús held ég sem við getum nú þegar afskrifað. Það er bara spurning hvernig við eigum að koma í veg fyrir að sjóhúsin splundrist hér yfir allan bæinn, og það eru fleiri hús illa farin.“ Veðrið er vitlaust á Austurlandi en einna verst á Eskifirði. Búist er við að það nái hámarki á milli klukkan átta og tíu í dag. „Þetta er búið að vera ansi slæmt síðustu tvo, þrjá klukkutímana. Við erum að vonast til að þetta sé að einhverju leyti að lagast. Það er að lækka sjávarhæð og vindinn hefur lægt aðeins í augnablikinu, en það er nú ekki endilega víst að það sé komið til að vera,“ segir Þórlindur. Þá segir hann engan hafa sakað í óveðrinu, enda haldi fólk sig heima við. „Fólk veit að mestu hvernig á að bregðast við svona löguðu, enda á enginn erindi út svosem.“Liðsauki sendur til Eskifjarðar Í tilkynningu frá Landsbjörg kemur fram að verið sé að senda liðsauka frá Reyðarfirði til Eskifjarðar. Annars staðar á Austfjörðum hefur ástandið ekki verið eins slæmt . Björgunarsveitin Ársól á Reyðarfirði er nú við störf í álveri Alcoa Fjarðaáls þar sem þakplötur losnuðu af skrifstofubyggingu á svæðinu. Dagmar Ýrr Stefánsdóttir upplýsingafulltrúi álversins segir að vel hafi gengið að hefta fokið. Fólk á vöktum í verinu mætir hvorki til vinnu né fer af vakt sinni sökum veðursins og verður athugað með vaktaskipti klukkan tíu að sögn Dagmarar. Á Fáskrúðsfirði fuku fiskkör og trampólín, þakkantur losnaði af bæ í Þistilfirði og á Vopnafirði voru niðurföll hreinsuð þar sem flæddi inn í kjallara húss. Á áttunda tug björgunarmanna hafa tekið þátt í aðgerðum næturinnar á Austurlandi eða staðið vaktina í húsi tilbúnir til að takast á við afleiðingar veðursins, að því er segir í tilkynningunni.
Tengdar fréttir Vitlaust veður á Austurlandi: Þök farin að fjúka og smábátahöfnin að liðast í sundur Ástandið verst á Eskifirði. 30. desember 2015 07:24 Fastur í skothúsi yfir nótt vegna krapaflóða í Jökuldal Krapaflóð féll á bæinn Aðalból í Hrafnkelsdal í gærkvöldi. Sex hús voru rýmd á Eskifirði í gær vegna hættu á krapaflóði. 29. desember 2015 07:00 Sex hús rýmd á Eskifirði Miklir vatnavextir hafa verið á Austurlandi í kvöld. Lögregla óttast flóð í Grjótá. 28. desember 2015 21:22 Lægðin að ná hámarki Lægðin sem gengur nú yfir landið er að ná hámarki og er búist við að veðrið verði verst austast á landinu á milli klukkan átta og tíu. 30. desember 2015 07:28 Unnið að því að koma farveginum í rétt horf áður en óveðrið skellur á Átján Eskfirðingar úr sex húsum sem rýmd voru í gærkvöldi vegna skriðuhættu, fengu að snúa aftur til síns heima í morgunsárið. 29. desember 2015 13:40 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Vitlaust veður á Austurlandi: Þök farin að fjúka og smábátahöfnin að liðast í sundur Ástandið verst á Eskifirði. 30. desember 2015 07:24
Fastur í skothúsi yfir nótt vegna krapaflóða í Jökuldal Krapaflóð féll á bæinn Aðalból í Hrafnkelsdal í gærkvöldi. Sex hús voru rýmd á Eskifirði í gær vegna hættu á krapaflóði. 29. desember 2015 07:00
Sex hús rýmd á Eskifirði Miklir vatnavextir hafa verið á Austurlandi í kvöld. Lögregla óttast flóð í Grjótá. 28. desember 2015 21:22
Lægðin að ná hámarki Lægðin sem gengur nú yfir landið er að ná hámarki og er búist við að veðrið verði verst austast á landinu á milli klukkan átta og tíu. 30. desember 2015 07:28
Unnið að því að koma farveginum í rétt horf áður en óveðrið skellur á Átján Eskfirðingar úr sex húsum sem rýmd voru í gærkvöldi vegna skriðuhættu, fengu að snúa aftur til síns heima í morgunsárið. 29. desember 2015 13:40