Það er allt að fara til fjandans á þessu blessaða skeri! Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 30. desember 2015 08:00 Hugarfar heillar þjóðar er skemmtilegt fyrirbæri. Við þekkjum vel hvernig við alhæfum um heilu og hálfu þjóðirnar. Í viðskiptum mínum við Finna hef ég t.d. oft heyrt að finnska þjóðin sé svartsýn og skeptísk í hugarfari, hugsi sitt en segi fátt. Eg veit hins vegar vel að Finnar eru afar skemmtilegir og nauðalíkir okkur Íslendingum. Þegar við erum sjálf að tala saman um umræðuna hér á landi þá kvörtum við yfir neikvæðni og bölsýni en erum samt síbrosandi hvert til annars, heilsandi hægri vinstri til nágranna, kunningja, vina og jafnvel til ókunnugra þar sem við spígsporum um borg og bý að kaupa flugelda og gerum okkur klár fyrir gamlárskvöld. Í heitu pottunum lendum við á spjalli sem gjarnan byrjar með góðlátlegum umræðum um veðrið og færum okkur með einhverjum náttúrulegum hætti yfir í bölsýnisspjall um tíðina og pólitíkina sem endar yfirleitt með setningum eins og „það er allt að fara til fjandans á þessu blessaða skeri“. Í heita pottinum í minni hverfislaug lenti ég í spjalli sem endranær og nú fékk ég samúð frá pottalingum. Það er nú meira hvað þið unga fólkið eruð dugleg að reyna að breyta þessu landi, var sagt við mig. Ég lyftist öll upp enda afar gaman að vera kölluð unga fólkið þegar maður er að skríða inn á sextugsaldurinn. Ert þú ekki þarna konukonan? Sem er að stýra konum í atvinnulífinu. Já, mikill er máttur minn svara ég, en ég stýri nú ekki konum í atvinnulífinu þær stýra sér sjálfar en eftir útskýringar um hvert mitt hlutverk væri sem formaður FKA þá byrjaði spjallið um atvinnulífið af alvöru. Á einhvern undursamlegan hátt tókst okkur að ræða af mikilli ástríðu um ástandið í landinu árið 2015, verkföll, kjarasamninga, SALEK-hópinn, ferðaþjónustu, sjávarútveg, atvinnuástand, gjaldeyrishöftin og loftslagsbreytingar. Setningar eins og fussum svei yfir stjórnmálamönnum/konum og hvaða árátta þetta væri í konum þessa lands að vilja taka við stjórninni. Við ættum bara að vera dauðfegnar að þurfa ekki að vera að berjast í þessari leiðindapólitík. Eftir miklar umræður, útskýringar sem hljómuðu oft á tíðum eins og í amerískum dómssal. Umræðan var stórkostleg og það sem byrjaði sem tveggja manna spjall við unga konu var orðið að fullum potti af fólki sem hlustaði, fussaði og skellihló. Börnin heyrðu hlátrasköllum og komu hlaupandi. Hvað er að gerast afi? sagði einn snáði. Það er sosum ekki neitt, við erum bara að fara yfir árið 2015 og það er allt að fara til fjandans á þessu blessaða skeri, sagði maðurinn skælbrosandi. Samræðunum lauk með niðurstöðu um að það væri gott að búa á Íslandi við frið og nóg að bíta og brenna. Stjórnmálamenn væri barasta bestu skinn sem vildu vel og að það væri jú best að bæði kynin kæmu að stjórnum samfélagsins, fyrirtækja og fjölskyldunnar. Þetta sker er ekki að fara til fjandans heldur þvert á móti Hér býr góð og gestrisin þjóð, við góðan aðbúnað. Og ef allt fer til fjandans þá brosum við bara því við vitum að þetta reddast allt. Pottalingarnir úr Árbæjarlaug spá góðu ári 2016 við frið á vinnumarkaði, losun gjaldeyrishafta, kærleik til flóttamanna og almenna dásemd. Gleðilegt nýtt ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Hugarfar heillar þjóðar er skemmtilegt fyrirbæri. Við þekkjum vel hvernig við alhæfum um heilu og hálfu þjóðirnar. Í viðskiptum mínum við Finna hef ég t.d. oft heyrt að finnska þjóðin sé svartsýn og skeptísk í hugarfari, hugsi sitt en segi fátt. Eg veit hins vegar vel að Finnar eru afar skemmtilegir og nauðalíkir okkur Íslendingum. Þegar við erum sjálf að tala saman um umræðuna hér á landi þá kvörtum við yfir neikvæðni og bölsýni en erum samt síbrosandi hvert til annars, heilsandi hægri vinstri til nágranna, kunningja, vina og jafnvel til ókunnugra þar sem við spígsporum um borg og bý að kaupa flugelda og gerum okkur klár fyrir gamlárskvöld. Í heitu pottunum lendum við á spjalli sem gjarnan byrjar með góðlátlegum umræðum um veðrið og færum okkur með einhverjum náttúrulegum hætti yfir í bölsýnisspjall um tíðina og pólitíkina sem endar yfirleitt með setningum eins og „það er allt að fara til fjandans á þessu blessaða skeri“. Í heita pottinum í minni hverfislaug lenti ég í spjalli sem endranær og nú fékk ég samúð frá pottalingum. Það er nú meira hvað þið unga fólkið eruð dugleg að reyna að breyta þessu landi, var sagt við mig. Ég lyftist öll upp enda afar gaman að vera kölluð unga fólkið þegar maður er að skríða inn á sextugsaldurinn. Ert þú ekki þarna konukonan? Sem er að stýra konum í atvinnulífinu. Já, mikill er máttur minn svara ég, en ég stýri nú ekki konum í atvinnulífinu þær stýra sér sjálfar en eftir útskýringar um hvert mitt hlutverk væri sem formaður FKA þá byrjaði spjallið um atvinnulífið af alvöru. Á einhvern undursamlegan hátt tókst okkur að ræða af mikilli ástríðu um ástandið í landinu árið 2015, verkföll, kjarasamninga, SALEK-hópinn, ferðaþjónustu, sjávarútveg, atvinnuástand, gjaldeyrishöftin og loftslagsbreytingar. Setningar eins og fussum svei yfir stjórnmálamönnum/konum og hvaða árátta þetta væri í konum þessa lands að vilja taka við stjórninni. Við ættum bara að vera dauðfegnar að þurfa ekki að vera að berjast í þessari leiðindapólitík. Eftir miklar umræður, útskýringar sem hljómuðu oft á tíðum eins og í amerískum dómssal. Umræðan var stórkostleg og það sem byrjaði sem tveggja manna spjall við unga konu var orðið að fullum potti af fólki sem hlustaði, fussaði og skellihló. Börnin heyrðu hlátrasköllum og komu hlaupandi. Hvað er að gerast afi? sagði einn snáði. Það er sosum ekki neitt, við erum bara að fara yfir árið 2015 og það er allt að fara til fjandans á þessu blessaða skeri, sagði maðurinn skælbrosandi. Samræðunum lauk með niðurstöðu um að það væri gott að búa á Íslandi við frið og nóg að bíta og brenna. Stjórnmálamenn væri barasta bestu skinn sem vildu vel og að það væri jú best að bæði kynin kæmu að stjórnum samfélagsins, fyrirtækja og fjölskyldunnar. Þetta sker er ekki að fara til fjandans heldur þvert á móti Hér býr góð og gestrisin þjóð, við góðan aðbúnað. Og ef allt fer til fjandans þá brosum við bara því við vitum að þetta reddast allt. Pottalingarnir úr Árbæjarlaug spá góðu ári 2016 við frið á vinnumarkaði, losun gjaldeyrishafta, kærleik til flóttamanna og almenna dásemd. Gleðilegt nýtt ár.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun