Vinna fyrir Shell en lækkun olíuverðs setur strik í reikninginn Haraldur Guðmundsson skrifar 7. janúar 2015 07:00 Polarsyssel er dýrasta skip Íslandssögunnar og er sérútbúið til að þjónusta olíuiðnaðinn. Mynd/Hayvard „Það sá náttúrulega enginn þessa verðlækkun fyrir en það sem hjálpar okkur er að við erum með ákveðna fasta samninga sem tryggja að við lifum þetta alveg af,“ segir Steingrímur Erlingsson, framkvæmdastjóri og stofnandi Fáfnis Offshore, um áhrif hratt lækkandi olíuverðs á rekstur fyrirtækisins. Fáfnir sérhæfir sig í þjónustu við olíuborpalla og öðrum verkefnum á norðlægum slóðum. Fyrsta skip fyrirtækisins, Polarsyssel, var sjósett í mars síðastliðnum en það kostaði um 330 milljónir norskra króna eða rúma sex milljarða króna á þáverandi gengi. Verð á Norðursjávarolíu (e. Brent Crude) hefur síðan þá fallið um tæp 52 prósent. Verðlækkunin hefur leitt til verkefnaskorts hjá mörgum fyrirtækjum sem þjónusta olíuiðnaðinn og neytt þau til að draga saman seglin. „Það er deginum ljósara að ef þorskverð myndi lækka um 50 prósent þá myndi það hafa áhrif og að sjálfsögðu finnum við fyrir því þegar verð á afurðinni sem allt snýst um hefur lækkað svona mikið. Þetta hefur fyrst og fremst þau áhrif á okkur að það eru mörg verkefni sett á bið því þau þykja kannski ekki arðvænleg. Þá er ekki verið að ráðast í það að bora eftir olíu hvort sem það heitir á Drekasvæðinu eða hvar í veröldinni sem það svo sem er,“ segir Steingrímur. Samningurinn á Svalbarða mikilvægur „Framboð á skipum er þar af leiðandi meira núna heldur en oft áður en að sama skapi eru ekki fleiri skip atvinnulaus núna í augnablikinu heldur en á sama tíma á þessum árstíma. Þetta er alltaf lélegasti tími ársins,“ segir Steingrímur og útskýrir hvernig vetrarveður og hækkandi ölduhæð setja strik í reikninginn. „Verðið eru aftur á móti lægra heldur en verið hefur. […] Það þarf þó ekki að fara lengra til baka en til ársins 2009 þegar heimurinn gekk í gegnum svipaða hluti. […] Það eru þó allir á því að það sé einungis spurning um hvenær þetta lagist því það er enginn að græða pening í dag og ekki einu sinni arabarnir þótt menn haldi öðru fram.“ Fáfnir gerði í fyrra tíu ára samning við norska ríkið um að sinna gæslustörfum á Svalbarða sem er sagður metinn á um sex milljarða króna. Fyrirtækið hefur einnig keypt annað og stærra skip, sem nú er í smíðum, og gerði í haust samning við Gazprom um að þjónusta olíuborpall rússneska stórfyrirtækisins í Pechora-hafi við norðvesturhluta Rússlands. „Það verkefni er búið að þessu sinni. Gazprom þarf ekki á okkur að halda núna því ísinn í Pechora-hafi er búinn að setja þennan borpall í vetrardvala.“ Áhöfn Polarsyssels sinnir þessa dagana birgðaflutningum fyrir Shell í Bretlandi og siglir skipinu á milli borgarinnar Aberdeen í Skotlandi og borpalls olíufélagsins í Norðursjó. „Við eigum eftir að vera þar í viku í viðbót. Hvert við förum eftir það er ekki vitað en ég get sagt þér það að 1. maí verðum við aftur komin á Svalbarða.“ Lífeyrissjóðir eiga mikið undir Í síðasta mánuði greindi Fréttablaðið frá því að framtakssjóðurinn Akur, sem er í eigu þrettán lífeyrissjóða, Íslandsbanka og VÍS, hefði keypt 30 prósenta hlut í Fáfni fyrir 1.260 milljónir króna. Fjárfestingarsjóðurinn Horn II er annar stærsti eigandi fyrirtækisins eftir hlutafjáraukningu sem farið var í síðasta sumar. Horn II er í eigu lífeyrissjóða, fjármálafyrirtækja og fagfjárfesta. Fjárfesting Horns fór í kaup á nýju skipi en aðkoma Akurs er ekki eyrnamerkt neinu ákveðnu verkefni. „Núna undanfarið hafa einhverjir verið að spyrja af hverju lífeyrissjóðirnir hafi verið að fjárfesta í þessu. Þær fjárfestingar voru gerðar þegar markaðurinn var nú kannski ekki alveg farinn eins og hann er núna en það sem er að gerast núna hefur allt gerst áður,“ segir Steingrímur og heldur áfram: „Það er deginum ljósara að við sem stofnuðum til þessarar útgerðar, allir sem hafa lagt pening í þetta, við vorum ekki að horfa á þetta til einnar nætur. Hugsjónin á bak við Fáfni Offshore er að þetta er langtímaverkefni þar sem við ætlum að koma okkur upp ákveðnum flota. […] Eitt er alveg ljóst. Það kaupir enginn svona bát, eða fer inn í svona bransa nema til langs tíma. Fáfnir er því kominn til að vera og við ætlum að koma okkur upp í ákveðna stærð og kynna þennan iðnað fyrir íslensku samfélagi og viðskiptalífi.“ Olíuleit á Drekasvæði Bensín og olía Tengdar fréttir Nýtt skip Fáfnis Offshore kostar á sjöunda milljarð Skipið verður tæpir 90 metrar á lengd, 19,6 metrar á breidd og getur náð 15 hnúta hraða. 15. apríl 2014 21:59 Polarsyssel í stað Týs við Svalbarða Skip Fáfnis Offshore, Polarsyssel, hefur nú leyst af varðskipið Tý í eftirlits- og björgunarstörfum við Svalbarða. 23. september 2014 11:45 Akur kaupir 30% hlut í Fáfni Offshore Framtakssjóðurinn Akur hefur keypt 30 prósenta hlut í Fáfni Offshore og er nú stærsti einstaki hluthafi fyrirtækisins. 8. desember 2014 07:00 Fáfnir Offshore hefur samið við Gazprom Fáfnir Offshore hefur gengið frá samningi við Gazprom, stærsta fyrirtæki Rússlands og stærsta jarðgasvinnslufyrirtæki heims. 22. nóvember 2014 07:00 Kaupir stórskip knúið rafhlöðum Fáfnir Offshore hefur undirritað smíðasamning um smíði þjónustuskips fyrir olíuiðnaðinn, en skipið er annað í röð skipa félagsins. Fjárfestingin er þegar 14 milljarðar en viljayfirlýsing er um smíði þriðja skipsins. Skipin eru tækniundur og knúin til jafns af olíu og rafmagni. 23. apríl 2014 14:33 Fáfnir með sex milljarða samning á Svalbarða Varðskipið Týr er komið til Svalbarða til eftirlits- og björgunarstarfa við eyjarnar. Tíu ára þjónustusamningur Fáfnis Offshore við sýslumann Svalbarða skilar sex milljarða króna gjaldeyristekjum í þjóðarbúið. 19. maí 2014 19:15 Solberg skoðaði dýrasta skip Íslendinga á Svalbarða Forsætisráðherra Noregs skoðaði í gær Polarsyssel, skip Fáfnis Offshore, sem sinnir nú eftirlits- og björgunarstörfum við Svalbarða. 4. nóvember 2014 10:22 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
„Það sá náttúrulega enginn þessa verðlækkun fyrir en það sem hjálpar okkur er að við erum með ákveðna fasta samninga sem tryggja að við lifum þetta alveg af,“ segir Steingrímur Erlingsson, framkvæmdastjóri og stofnandi Fáfnis Offshore, um áhrif hratt lækkandi olíuverðs á rekstur fyrirtækisins. Fáfnir sérhæfir sig í þjónustu við olíuborpalla og öðrum verkefnum á norðlægum slóðum. Fyrsta skip fyrirtækisins, Polarsyssel, var sjósett í mars síðastliðnum en það kostaði um 330 milljónir norskra króna eða rúma sex milljarða króna á þáverandi gengi. Verð á Norðursjávarolíu (e. Brent Crude) hefur síðan þá fallið um tæp 52 prósent. Verðlækkunin hefur leitt til verkefnaskorts hjá mörgum fyrirtækjum sem þjónusta olíuiðnaðinn og neytt þau til að draga saman seglin. „Það er deginum ljósara að ef þorskverð myndi lækka um 50 prósent þá myndi það hafa áhrif og að sjálfsögðu finnum við fyrir því þegar verð á afurðinni sem allt snýst um hefur lækkað svona mikið. Þetta hefur fyrst og fremst þau áhrif á okkur að það eru mörg verkefni sett á bið því þau þykja kannski ekki arðvænleg. Þá er ekki verið að ráðast í það að bora eftir olíu hvort sem það heitir á Drekasvæðinu eða hvar í veröldinni sem það svo sem er,“ segir Steingrímur. Samningurinn á Svalbarða mikilvægur „Framboð á skipum er þar af leiðandi meira núna heldur en oft áður en að sama skapi eru ekki fleiri skip atvinnulaus núna í augnablikinu heldur en á sama tíma á þessum árstíma. Þetta er alltaf lélegasti tími ársins,“ segir Steingrímur og útskýrir hvernig vetrarveður og hækkandi ölduhæð setja strik í reikninginn. „Verðið eru aftur á móti lægra heldur en verið hefur. […] Það þarf þó ekki að fara lengra til baka en til ársins 2009 þegar heimurinn gekk í gegnum svipaða hluti. […] Það eru þó allir á því að það sé einungis spurning um hvenær þetta lagist því það er enginn að græða pening í dag og ekki einu sinni arabarnir þótt menn haldi öðru fram.“ Fáfnir gerði í fyrra tíu ára samning við norska ríkið um að sinna gæslustörfum á Svalbarða sem er sagður metinn á um sex milljarða króna. Fyrirtækið hefur einnig keypt annað og stærra skip, sem nú er í smíðum, og gerði í haust samning við Gazprom um að þjónusta olíuborpall rússneska stórfyrirtækisins í Pechora-hafi við norðvesturhluta Rússlands. „Það verkefni er búið að þessu sinni. Gazprom þarf ekki á okkur að halda núna því ísinn í Pechora-hafi er búinn að setja þennan borpall í vetrardvala.“ Áhöfn Polarsyssels sinnir þessa dagana birgðaflutningum fyrir Shell í Bretlandi og siglir skipinu á milli borgarinnar Aberdeen í Skotlandi og borpalls olíufélagsins í Norðursjó. „Við eigum eftir að vera þar í viku í viðbót. Hvert við förum eftir það er ekki vitað en ég get sagt þér það að 1. maí verðum við aftur komin á Svalbarða.“ Lífeyrissjóðir eiga mikið undir Í síðasta mánuði greindi Fréttablaðið frá því að framtakssjóðurinn Akur, sem er í eigu þrettán lífeyrissjóða, Íslandsbanka og VÍS, hefði keypt 30 prósenta hlut í Fáfni fyrir 1.260 milljónir króna. Fjárfestingarsjóðurinn Horn II er annar stærsti eigandi fyrirtækisins eftir hlutafjáraukningu sem farið var í síðasta sumar. Horn II er í eigu lífeyrissjóða, fjármálafyrirtækja og fagfjárfesta. Fjárfesting Horns fór í kaup á nýju skipi en aðkoma Akurs er ekki eyrnamerkt neinu ákveðnu verkefni. „Núna undanfarið hafa einhverjir verið að spyrja af hverju lífeyrissjóðirnir hafi verið að fjárfesta í þessu. Þær fjárfestingar voru gerðar þegar markaðurinn var nú kannski ekki alveg farinn eins og hann er núna en það sem er að gerast núna hefur allt gerst áður,“ segir Steingrímur og heldur áfram: „Það er deginum ljósara að við sem stofnuðum til þessarar útgerðar, allir sem hafa lagt pening í þetta, við vorum ekki að horfa á þetta til einnar nætur. Hugsjónin á bak við Fáfni Offshore er að þetta er langtímaverkefni þar sem við ætlum að koma okkur upp ákveðnum flota. […] Eitt er alveg ljóst. Það kaupir enginn svona bát, eða fer inn í svona bransa nema til langs tíma. Fáfnir er því kominn til að vera og við ætlum að koma okkur upp í ákveðna stærð og kynna þennan iðnað fyrir íslensku samfélagi og viðskiptalífi.“
Olíuleit á Drekasvæði Bensín og olía Tengdar fréttir Nýtt skip Fáfnis Offshore kostar á sjöunda milljarð Skipið verður tæpir 90 metrar á lengd, 19,6 metrar á breidd og getur náð 15 hnúta hraða. 15. apríl 2014 21:59 Polarsyssel í stað Týs við Svalbarða Skip Fáfnis Offshore, Polarsyssel, hefur nú leyst af varðskipið Tý í eftirlits- og björgunarstörfum við Svalbarða. 23. september 2014 11:45 Akur kaupir 30% hlut í Fáfni Offshore Framtakssjóðurinn Akur hefur keypt 30 prósenta hlut í Fáfni Offshore og er nú stærsti einstaki hluthafi fyrirtækisins. 8. desember 2014 07:00 Fáfnir Offshore hefur samið við Gazprom Fáfnir Offshore hefur gengið frá samningi við Gazprom, stærsta fyrirtæki Rússlands og stærsta jarðgasvinnslufyrirtæki heims. 22. nóvember 2014 07:00 Kaupir stórskip knúið rafhlöðum Fáfnir Offshore hefur undirritað smíðasamning um smíði þjónustuskips fyrir olíuiðnaðinn, en skipið er annað í röð skipa félagsins. Fjárfestingin er þegar 14 milljarðar en viljayfirlýsing er um smíði þriðja skipsins. Skipin eru tækniundur og knúin til jafns af olíu og rafmagni. 23. apríl 2014 14:33 Fáfnir með sex milljarða samning á Svalbarða Varðskipið Týr er komið til Svalbarða til eftirlits- og björgunarstarfa við eyjarnar. Tíu ára þjónustusamningur Fáfnis Offshore við sýslumann Svalbarða skilar sex milljarða króna gjaldeyristekjum í þjóðarbúið. 19. maí 2014 19:15 Solberg skoðaði dýrasta skip Íslendinga á Svalbarða Forsætisráðherra Noregs skoðaði í gær Polarsyssel, skip Fáfnis Offshore, sem sinnir nú eftirlits- og björgunarstörfum við Svalbarða. 4. nóvember 2014 10:22 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Nýtt skip Fáfnis Offshore kostar á sjöunda milljarð Skipið verður tæpir 90 metrar á lengd, 19,6 metrar á breidd og getur náð 15 hnúta hraða. 15. apríl 2014 21:59
Polarsyssel í stað Týs við Svalbarða Skip Fáfnis Offshore, Polarsyssel, hefur nú leyst af varðskipið Tý í eftirlits- og björgunarstörfum við Svalbarða. 23. september 2014 11:45
Akur kaupir 30% hlut í Fáfni Offshore Framtakssjóðurinn Akur hefur keypt 30 prósenta hlut í Fáfni Offshore og er nú stærsti einstaki hluthafi fyrirtækisins. 8. desember 2014 07:00
Fáfnir Offshore hefur samið við Gazprom Fáfnir Offshore hefur gengið frá samningi við Gazprom, stærsta fyrirtæki Rússlands og stærsta jarðgasvinnslufyrirtæki heims. 22. nóvember 2014 07:00
Kaupir stórskip knúið rafhlöðum Fáfnir Offshore hefur undirritað smíðasamning um smíði þjónustuskips fyrir olíuiðnaðinn, en skipið er annað í röð skipa félagsins. Fjárfestingin er þegar 14 milljarðar en viljayfirlýsing er um smíði þriðja skipsins. Skipin eru tækniundur og knúin til jafns af olíu og rafmagni. 23. apríl 2014 14:33
Fáfnir með sex milljarða samning á Svalbarða Varðskipið Týr er komið til Svalbarða til eftirlits- og björgunarstarfa við eyjarnar. Tíu ára þjónustusamningur Fáfnis Offshore við sýslumann Svalbarða skilar sex milljarða króna gjaldeyristekjum í þjóðarbúið. 19. maí 2014 19:15
Solberg skoðaði dýrasta skip Íslendinga á Svalbarða Forsætisráðherra Noregs skoðaði í gær Polarsyssel, skip Fáfnis Offshore, sem sinnir nú eftirlits- og björgunarstörfum við Svalbarða. 4. nóvember 2014 10:22