Hanna Birna Sigurður Oddsson skrifar 8. janúar 2015 07:00 Mér blöskrar, hvernig pönkast hefur verið á Hönnu Birnu. Fyrrverandi ráðherrar, sem sviku mikið af því sem þeir lofuðu áður en þeir urðu ráðherrar, kröfðust þess að hún segði af sér. Það er erfitt að rökstyðja með tilliti til þess að þær Jóhanna og Svandís sátu sem fastast eftir að þær fengu á sig dóm. Svo steinhalda fyrrverandi kjafti um vafasöm viðskipti stjórnenda ríkisfyrirtækja við tengda aðila. Brjóta samkeppnislög og selja ríkiseignir til að standa skil á sektum. Hanna Birna átti fundi með lögreglustjóra, sem yfirmaður hans. Þá var sagt, að hún skipti sér af og vildi stjórna rannsókn á eigin ráðuneyti. Lögreglustjórinn bar það allt til baka. Hún var í viðtölum á báðum sjónvarpsstöðvunum sama kvöldið. Spyrjendur þvældu sömu spurningum fram og til baka í þeirri von, að hún segði eitthvað, sem þeir gætu túlkað henni í óhag. Í fréttum RÚV eftir viðtalið var lesið úr bréfi umboðsmanns Alþingis þannig að allt, sem hún sagði í viðtalinu hljómaði sem lygi. Daginn efir var forsíðufyrirsögn „GRUNUR UM STÓRVÆGILEG MISTÖK OG AFBROT RÁÐHERRA“. Í blaðinu voru glefsur úr bréfi umboðsmanns og skrifað „Ráðherra á ekki að hafa afskipti af lögreglunni með þeim hætti sem allt bendir til að hún hafi gert.“ „…allt bendir til“ er sett sem varnagli og svo skrifað, eins og hún hafi brotið lög og skuli segja af sér. Ég sá sjónvarpsviðtölin og Fbl. las ég í háloftunum á leið til Frankfurt. Í tímalínu í Fbl. kom fram að: – 7. febrúar hóf lögregla rannsókn lekamálsins. – 18. mars og 3. maí átti Hanna Birna fund með lögreglustjóra. – 20. júní lauk rúmlega 5 mánaða rannsókn lögreglu. Hanna Birna spurði um gang málsins eftir 6 vikna rannsókn og svo aftur þremur mánuðum eftir að rannsókn hófst. Er eitthvað athugavert við að hún hafi spurt undirmann sinn um málið eftir stöðugt áreiti og truflun í starfi? Flestir atvinnurekendur hefðu rekið meir á eftir starfsmönnum sínum og líklegast rekið fyrir að drolla svona í vinnunni. Umboðsmaður hafði eftir lögreglustjóra: „Og ég kom því á framfæri við ríkissaksóknara að hún hefði sagt í þessu samtali við mig, að þegar þessu máli yrði lokið þá væri alveg ljóst í hennar huga að það þyrfti að rannsaka rannsókn lögreglu og ríkissaksóknara.“ Er óeðlilegt að ráðherra vilji fyrirbyggja að aðrir geti lent í svipuðum aðstæðum og hún? Er það hægt án þess að rannsaka, hvers vegna rannsóknin tók svo langan tíma sem raun ber vitni? Hvar væri málið statt í dag hefði Hanna Birna sagt strax af sér? Hefði því þá nokkurn tíma lokið? Eftir að umboðsmaður Alþingis tók lögreglustjórann á eintal og birti það sem þeim fór á milli er komin ný staða. Orð gegn orði. Spurningin er hvort þeirra er trúverðugra, Hanna Birna eða lögreglustjórinn, sem er tvísaga.Sagði hann satt fyrir eða á fundinum með umboðsmanninum? Umboðsmaður skrifar í bréfi til Hönnu Birnu: „Ég tel ástæðu til að minna á, að það er ekki síst hlutverk eftirlitsaðila eins og umboðsmanns Alþingis að gæta að því að traust og trúnaður ríki um málefni stjórnsýslunnar og í samskiptum innan hennar og við borgarana.“ Mig minnir að fyrir nokkrum árum hafi Jóhanna og Steingrímur gengið þannig frá einhverjum gögnum að þau mættu ekki sjást fyrir en eftir 100 ár. Muni ég þetta rétt þá rýfur þessi gjörningur traust og trúnað stjórnsýslunnar við borgarana. Vænti ég þess að umboðsmaður, trúr hlutverki, sínu upplýsi, hvað þau vildu fela í langan mannsaldur. Mig minnir líka að hjá norrænu velferðarstjórninni skyldi allt vera kristaltært og uppi á borðinu. Það hlýtur að vera misminni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lekamálið Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Mér blöskrar, hvernig pönkast hefur verið á Hönnu Birnu. Fyrrverandi ráðherrar, sem sviku mikið af því sem þeir lofuðu áður en þeir urðu ráðherrar, kröfðust þess að hún segði af sér. Það er erfitt að rökstyðja með tilliti til þess að þær Jóhanna og Svandís sátu sem fastast eftir að þær fengu á sig dóm. Svo steinhalda fyrrverandi kjafti um vafasöm viðskipti stjórnenda ríkisfyrirtækja við tengda aðila. Brjóta samkeppnislög og selja ríkiseignir til að standa skil á sektum. Hanna Birna átti fundi með lögreglustjóra, sem yfirmaður hans. Þá var sagt, að hún skipti sér af og vildi stjórna rannsókn á eigin ráðuneyti. Lögreglustjórinn bar það allt til baka. Hún var í viðtölum á báðum sjónvarpsstöðvunum sama kvöldið. Spyrjendur þvældu sömu spurningum fram og til baka í þeirri von, að hún segði eitthvað, sem þeir gætu túlkað henni í óhag. Í fréttum RÚV eftir viðtalið var lesið úr bréfi umboðsmanns Alþingis þannig að allt, sem hún sagði í viðtalinu hljómaði sem lygi. Daginn efir var forsíðufyrirsögn „GRUNUR UM STÓRVÆGILEG MISTÖK OG AFBROT RÁÐHERRA“. Í blaðinu voru glefsur úr bréfi umboðsmanns og skrifað „Ráðherra á ekki að hafa afskipti af lögreglunni með þeim hætti sem allt bendir til að hún hafi gert.“ „…allt bendir til“ er sett sem varnagli og svo skrifað, eins og hún hafi brotið lög og skuli segja af sér. Ég sá sjónvarpsviðtölin og Fbl. las ég í háloftunum á leið til Frankfurt. Í tímalínu í Fbl. kom fram að: – 7. febrúar hóf lögregla rannsókn lekamálsins. – 18. mars og 3. maí átti Hanna Birna fund með lögreglustjóra. – 20. júní lauk rúmlega 5 mánaða rannsókn lögreglu. Hanna Birna spurði um gang málsins eftir 6 vikna rannsókn og svo aftur þremur mánuðum eftir að rannsókn hófst. Er eitthvað athugavert við að hún hafi spurt undirmann sinn um málið eftir stöðugt áreiti og truflun í starfi? Flestir atvinnurekendur hefðu rekið meir á eftir starfsmönnum sínum og líklegast rekið fyrir að drolla svona í vinnunni. Umboðsmaður hafði eftir lögreglustjóra: „Og ég kom því á framfæri við ríkissaksóknara að hún hefði sagt í þessu samtali við mig, að þegar þessu máli yrði lokið þá væri alveg ljóst í hennar huga að það þyrfti að rannsaka rannsókn lögreglu og ríkissaksóknara.“ Er óeðlilegt að ráðherra vilji fyrirbyggja að aðrir geti lent í svipuðum aðstæðum og hún? Er það hægt án þess að rannsaka, hvers vegna rannsóknin tók svo langan tíma sem raun ber vitni? Hvar væri málið statt í dag hefði Hanna Birna sagt strax af sér? Hefði því þá nokkurn tíma lokið? Eftir að umboðsmaður Alþingis tók lögreglustjórann á eintal og birti það sem þeim fór á milli er komin ný staða. Orð gegn orði. Spurningin er hvort þeirra er trúverðugra, Hanna Birna eða lögreglustjórinn, sem er tvísaga.Sagði hann satt fyrir eða á fundinum með umboðsmanninum? Umboðsmaður skrifar í bréfi til Hönnu Birnu: „Ég tel ástæðu til að minna á, að það er ekki síst hlutverk eftirlitsaðila eins og umboðsmanns Alþingis að gæta að því að traust og trúnaður ríki um málefni stjórnsýslunnar og í samskiptum innan hennar og við borgarana.“ Mig minnir að fyrir nokkrum árum hafi Jóhanna og Steingrímur gengið þannig frá einhverjum gögnum að þau mættu ekki sjást fyrir en eftir 100 ár. Muni ég þetta rétt þá rýfur þessi gjörningur traust og trúnað stjórnsýslunnar við borgarana. Vænti ég þess að umboðsmaður, trúr hlutverki, sínu upplýsi, hvað þau vildu fela í langan mannsaldur. Mig minnir líka að hjá norrænu velferðarstjórninni skyldi allt vera kristaltært og uppi á borðinu. Það hlýtur að vera misminni.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun