Þetta er gamalt hné sem kannast vel við verki Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. janúar 2015 07:45 Arnór er hér með Tandra Má Konráðssyni á æfingu íslenska landsliðsins í vikunni. vísir/Pjetur Arnór Atlason hefur ekki áhyggjur þrátt fyrir að hafa verið með eymsli í vinstra hnénu í síðari æfingaleiknum gegn Þýskalandi sem fór fram á mánudagskvöldið. Hann segist vera ýmsu vanur. „Þetta er gamalt hné,“ sagði hann í léttum dúr við Fréttablaðið eftir æfingu landsliðsins í Laugardalshöllinni. „Það þarf smá meðhöndlun af og til. Ég hef farið í þrjár aðgerðir á þessu hné – síðast fyrir fimm árum. Ég kannast alveg við þessa verki og þetta var ekkert bráðatilfelli,“ segir hann og segist vanur því að spila þrátt fyrir að finna fyrir verkjum af og til. „Þetta krefst þess að ég þarf aðeins að stýra mér en það er ekkert nýtt.“ Eins og Arnór þekkir vel sjálfur er það algengt að handboltamenn detti úr leik skömmu fyrir stórmót en í vikunni bárust þau tíðindi að Morten Olsen, liðsfélagi hans hjá St. Raphael í Frakklandi, yrði ekki með eftir að hafa nefbrotnað á æfingu með danska landsliðinu. „Það eru afar leiðinleg tíðindi enda góður vinur minn. Þetta átti að vera mótið þar sem hann fengi loksins tækifæri með landsliðinu. En það eru aldrei allir með á stórmótum,“ segir Arnór, en þrátt fyrir allt er meiðslastaða íslenska liðsins góð. Engin alvarleg meiðsli eru ef áverkar Arons Pálmarssonar eru frátaldir. „Við erum mjög kátir með okkar hóp og hvernig undirbúningurinn hefur gengið hingað til.“ Arnór spilaði bæði sem skytta og leikstjórnandi með Íslandi gegn Þýskalandi og hann segist ánægður með það hlutverk. „Þannig hef ég spilað næstum allan minn feril. Ég hef fengið þau skilaboð að vera reiðubúinn að spila í báðum stöðum og mér líst vel á það, enda mun ég leggja mig allan fram á allan þann hátt sem þjálfarinn óskar eftir.“ Hann segir frábæra stemningu í hópnum fyrir HM í Katar. „Við erum nánast með sama kjarnann í hópnum og hefur verið síðan á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Við njótum þess að æfa og spila saman og erum allir með augun á sama markmiðinu,“ segir skyttan öfluga að lokum. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Aron: Var reiður en veit að þjóðin styður mig Aron Pálmarsson er allur að koma til eftir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur á milli jóla og nýárs. Hann tók fullan þátt í æfingu liðsins í gær og ræddi svo við fjölmiðla að henni lokinni. 8. janúar 2015 06:00 Aron Pálmarsson: Lítur allt út fyrir það að ég verði hundrað prósent á HM Aron Pálmarsson hitti fjölmiðlamenn í dag í fyrsta sinn eftir að hann varð fyrir líkamsárás í miðbænum milli jóla og nýárs. Aron er mjög bjartsýnn á það að verða með íslenska landsliðinu á HM í Katar. 7. janúar 2015 12:17 Tandri: Ekki bjartsýnn á að komast í hópinn „Þetta er búið að vera rosalega gaman. Hugur í hópnum og menn spenntir að takast á við þetta verkefni sem er framundan,“ segir Tandri Konráðsson en hann er nú í fyrsta skipti í æfingahópi landsliðsins fyrir stórmót. 8. janúar 2015 08:45 Síðasti séns gegn Svíum Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari mun skera æfingahópinn niður um þrjá menn eftir Svíaleikinn á föstudag. 7. janúar 2015 12:57 Verð ekki með jafnmikið hár og "Faxi“ þegar ég hætti Fjölskyldufaðirinn Björgvin Páll Gústavsson tekur ekki í mál að láta síðu, ljósu lokkana sína fjúka. 8. janúar 2015 06:30 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Sjá meira
Arnór Atlason hefur ekki áhyggjur þrátt fyrir að hafa verið með eymsli í vinstra hnénu í síðari æfingaleiknum gegn Þýskalandi sem fór fram á mánudagskvöldið. Hann segist vera ýmsu vanur. „Þetta er gamalt hné,“ sagði hann í léttum dúr við Fréttablaðið eftir æfingu landsliðsins í Laugardalshöllinni. „Það þarf smá meðhöndlun af og til. Ég hef farið í þrjár aðgerðir á þessu hné – síðast fyrir fimm árum. Ég kannast alveg við þessa verki og þetta var ekkert bráðatilfelli,“ segir hann og segist vanur því að spila þrátt fyrir að finna fyrir verkjum af og til. „Þetta krefst þess að ég þarf aðeins að stýra mér en það er ekkert nýtt.“ Eins og Arnór þekkir vel sjálfur er það algengt að handboltamenn detti úr leik skömmu fyrir stórmót en í vikunni bárust þau tíðindi að Morten Olsen, liðsfélagi hans hjá St. Raphael í Frakklandi, yrði ekki með eftir að hafa nefbrotnað á æfingu með danska landsliðinu. „Það eru afar leiðinleg tíðindi enda góður vinur minn. Þetta átti að vera mótið þar sem hann fengi loksins tækifæri með landsliðinu. En það eru aldrei allir með á stórmótum,“ segir Arnór, en þrátt fyrir allt er meiðslastaða íslenska liðsins góð. Engin alvarleg meiðsli eru ef áverkar Arons Pálmarssonar eru frátaldir. „Við erum mjög kátir með okkar hóp og hvernig undirbúningurinn hefur gengið hingað til.“ Arnór spilaði bæði sem skytta og leikstjórnandi með Íslandi gegn Þýskalandi og hann segist ánægður með það hlutverk. „Þannig hef ég spilað næstum allan minn feril. Ég hef fengið þau skilaboð að vera reiðubúinn að spila í báðum stöðum og mér líst vel á það, enda mun ég leggja mig allan fram á allan þann hátt sem þjálfarinn óskar eftir.“ Hann segir frábæra stemningu í hópnum fyrir HM í Katar. „Við erum nánast með sama kjarnann í hópnum og hefur verið síðan á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Við njótum þess að æfa og spila saman og erum allir með augun á sama markmiðinu,“ segir skyttan öfluga að lokum.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Aron: Var reiður en veit að þjóðin styður mig Aron Pálmarsson er allur að koma til eftir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur á milli jóla og nýárs. Hann tók fullan þátt í æfingu liðsins í gær og ræddi svo við fjölmiðla að henni lokinni. 8. janúar 2015 06:00 Aron Pálmarsson: Lítur allt út fyrir það að ég verði hundrað prósent á HM Aron Pálmarsson hitti fjölmiðlamenn í dag í fyrsta sinn eftir að hann varð fyrir líkamsárás í miðbænum milli jóla og nýárs. Aron er mjög bjartsýnn á það að verða með íslenska landsliðinu á HM í Katar. 7. janúar 2015 12:17 Tandri: Ekki bjartsýnn á að komast í hópinn „Þetta er búið að vera rosalega gaman. Hugur í hópnum og menn spenntir að takast á við þetta verkefni sem er framundan,“ segir Tandri Konráðsson en hann er nú í fyrsta skipti í æfingahópi landsliðsins fyrir stórmót. 8. janúar 2015 08:45 Síðasti séns gegn Svíum Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari mun skera æfingahópinn niður um þrjá menn eftir Svíaleikinn á föstudag. 7. janúar 2015 12:57 Verð ekki með jafnmikið hár og "Faxi“ þegar ég hætti Fjölskyldufaðirinn Björgvin Páll Gústavsson tekur ekki í mál að láta síðu, ljósu lokkana sína fjúka. 8. janúar 2015 06:30 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Sjá meira
Aron: Var reiður en veit að þjóðin styður mig Aron Pálmarsson er allur að koma til eftir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur á milli jóla og nýárs. Hann tók fullan þátt í æfingu liðsins í gær og ræddi svo við fjölmiðla að henni lokinni. 8. janúar 2015 06:00
Aron Pálmarsson: Lítur allt út fyrir það að ég verði hundrað prósent á HM Aron Pálmarsson hitti fjölmiðlamenn í dag í fyrsta sinn eftir að hann varð fyrir líkamsárás í miðbænum milli jóla og nýárs. Aron er mjög bjartsýnn á það að verða með íslenska landsliðinu á HM í Katar. 7. janúar 2015 12:17
Tandri: Ekki bjartsýnn á að komast í hópinn „Þetta er búið að vera rosalega gaman. Hugur í hópnum og menn spenntir að takast á við þetta verkefni sem er framundan,“ segir Tandri Konráðsson en hann er nú í fyrsta skipti í æfingahópi landsliðsins fyrir stórmót. 8. janúar 2015 08:45
Síðasti séns gegn Svíum Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari mun skera æfingahópinn niður um þrjá menn eftir Svíaleikinn á föstudag. 7. janúar 2015 12:57
Verð ekki með jafnmikið hár og "Faxi“ þegar ég hætti Fjölskyldufaðirinn Björgvin Páll Gústavsson tekur ekki í mál að láta síðu, ljósu lokkana sína fjúka. 8. janúar 2015 06:30