Róbert: Ég er orðinn meira vinnudýr Henry Birgir Gunnarsson skrifar 10. janúar 2015 08:00 vísir/vilhelm „Ég hef ekki hugmynd um hvaða mót þetta er hjá mér,“ sagði brosmildur línumaður landsliðsins, Róbert Gunnarsson, en hann spilaði á sínu fyrsta stórmóti árið 2004. Þá fór EM fram í Slóveníu. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og í dag er Róbert einn af reyndari mönnum liðsins og veit vel hvernig slag hann er að fara út í. „Það er aðeins öðruvísi stemning fyrir þetta mót en oft áður. Aðeins lengra ferðalag en oftast og svo er gaman að fá að upplifa eitthvað annað en Evrópu. Við erum vanir alls konar umgjörð og ég er ekkert að velta mér upp úr því hvort það komi mikið af fólki á leikina eða ekki.“ Róbert segir það mikinn kost að vera á sama staðnum allt mótið og þurfa ekki að ferðast mikið. „Ég held að þetta verði mikil og skemmtileg upplifun.“Munar mikið um Óla Róbert og félagar á línunni hafa legið undir nokkurri gagnrýni enda hefur mörkum af línunni fækkað umtalsvert. Þau voru til að mynda ekki nema þrjú í leikjunum tveimur gegn Þjóðverjum hér heima.Eðlilega munar mikið um að Ólafur Stefánsson er hættur enda mataði hann línumennina stanslaust. Hvernig lítur Róbert á þetta? „Er þetta ekki bara af því ég er orðinn svona gamall? Viljið þið ekki fá það svar,“ segir Róbert og hlær áður en hann setur sig í alvarlegri stellingar. „Leikur liðsins hefur auðvitað breyst undanfarin ár og ég get kannski ekki tjáð mig mikið um þetta. Eflaust getum við Kári gert eitthvað betur til að fjölga mörkum af línunni og eflaust geta félagar okkar það líka,“ segir Róbert og viðurkennir fúslega að auðvitað hafi mikið breyst með brotthvarfi Ólafs Stefánssonar úr landsliðinu. „Það tekur tíma að finna nýja lífæð eftir að Óli hætti. Hann dró alltaf svakalega mikið til sín og bara það að hafa hann á parketinu skilaði miklu. Það gefur augaleið að öll lið myndu sakna manns eins og Óla þó svo að við séum vel staddir með Alexander og fleiri. Þetta eru samt öðruvísi leikmenn.“Hættur að hugsa um fyrirsagnir Línumaðurinn bendir einnig á að mikil meiðsli hafi verið í liðinu síðustu ár og Ísland sjaldan með sitt allra sterkasta lið á síðustu stórmótum. „Það hefur verið mikið rót á liðinu vegna meiðsla og þetta er í fyrsta skipti núna í langan tíma sem við erum allir saman. Ég vona að við finnum taktinn núna,“ segir Róbert en markaskorun skiptir þó ekki öllu máli hjá honum. „Að vinna leiki skiptir öllu. Ef við förum í gegnum mótið án þess að ég skori og við vinnum gullið þá verð ég eðlilega hæstánægður. Ég hef engar áhyggjur af þessu. Að vera línumaður snýst um meira en að skora og ég til að mynda hef breyst mikið í mínum leik.“ „Ég er orðinn meira vinnudýr fyrir strákana. Það veitir mér ánægju þó svo að sonur minn sé ekki ánægður þegar ég næ ekki að skora. Ég er kominn á þann aldur að ég er hættur að hugsa um að skora tíu mörk og stela fyrirsögnunum. Nú hugsa ég um að vinna leiki og ég reyni að leggja mitt af mörkum á allan þann hátt sem ég mögulega get,“ segir Róbert Gunnarsson. HM 2015 í Katar Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira
„Ég hef ekki hugmynd um hvaða mót þetta er hjá mér,“ sagði brosmildur línumaður landsliðsins, Róbert Gunnarsson, en hann spilaði á sínu fyrsta stórmóti árið 2004. Þá fór EM fram í Slóveníu. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og í dag er Róbert einn af reyndari mönnum liðsins og veit vel hvernig slag hann er að fara út í. „Það er aðeins öðruvísi stemning fyrir þetta mót en oft áður. Aðeins lengra ferðalag en oftast og svo er gaman að fá að upplifa eitthvað annað en Evrópu. Við erum vanir alls konar umgjörð og ég er ekkert að velta mér upp úr því hvort það komi mikið af fólki á leikina eða ekki.“ Róbert segir það mikinn kost að vera á sama staðnum allt mótið og þurfa ekki að ferðast mikið. „Ég held að þetta verði mikil og skemmtileg upplifun.“Munar mikið um Óla Róbert og félagar á línunni hafa legið undir nokkurri gagnrýni enda hefur mörkum af línunni fækkað umtalsvert. Þau voru til að mynda ekki nema þrjú í leikjunum tveimur gegn Þjóðverjum hér heima.Eðlilega munar mikið um að Ólafur Stefánsson er hættur enda mataði hann línumennina stanslaust. Hvernig lítur Róbert á þetta? „Er þetta ekki bara af því ég er orðinn svona gamall? Viljið þið ekki fá það svar,“ segir Róbert og hlær áður en hann setur sig í alvarlegri stellingar. „Leikur liðsins hefur auðvitað breyst undanfarin ár og ég get kannski ekki tjáð mig mikið um þetta. Eflaust getum við Kári gert eitthvað betur til að fjölga mörkum af línunni og eflaust geta félagar okkar það líka,“ segir Róbert og viðurkennir fúslega að auðvitað hafi mikið breyst með brotthvarfi Ólafs Stefánssonar úr landsliðinu. „Það tekur tíma að finna nýja lífæð eftir að Óli hætti. Hann dró alltaf svakalega mikið til sín og bara það að hafa hann á parketinu skilaði miklu. Það gefur augaleið að öll lið myndu sakna manns eins og Óla þó svo að við séum vel staddir með Alexander og fleiri. Þetta eru samt öðruvísi leikmenn.“Hættur að hugsa um fyrirsagnir Línumaðurinn bendir einnig á að mikil meiðsli hafi verið í liðinu síðustu ár og Ísland sjaldan með sitt allra sterkasta lið á síðustu stórmótum. „Það hefur verið mikið rót á liðinu vegna meiðsla og þetta er í fyrsta skipti núna í langan tíma sem við erum allir saman. Ég vona að við finnum taktinn núna,“ segir Róbert en markaskorun skiptir þó ekki öllu máli hjá honum. „Að vinna leiki skiptir öllu. Ef við förum í gegnum mótið án þess að ég skori og við vinnum gullið þá verð ég eðlilega hæstánægður. Ég hef engar áhyggjur af þessu. Að vera línumaður snýst um meira en að skora og ég til að mynda hef breyst mikið í mínum leik.“ „Ég er orðinn meira vinnudýr fyrir strákana. Það veitir mér ánægju þó svo að sonur minn sé ekki ánægður þegar ég næ ekki að skora. Ég er kominn á þann aldur að ég er hættur að hugsa um að skora tíu mörk og stela fyrirsögnunum. Nú hugsa ég um að vinna leiki og ég reyni að leggja mitt af mörkum á allan þann hátt sem ég mögulega get,“ segir Róbert Gunnarsson.
HM 2015 í Katar Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira