Fótbolti

Lars: Gerði mistök fyrir Tékklandsleikinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
vísir/getty
Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari í fótbolta, segir við Fréttablaðið í dag, að leikmenn hafi nálgast leikinn gegn Tékklandi í haust af of mikilli varkárni og segir að það sé að hluta til þjálfurunum að kenna.

„Þetta er ekki í fyrsta sinn sem það gerist hjá mér. Það gerðist í tapleiknum gegn Kýpur og þegar ég þjálfaði í Svíþjóð. Svo virðist sem eitthvað breytist í hugarfari leikmanna þegar vel gengur,“ segir Lagerbäck en Ísland vann fyrstu þrjá leiki sína í undankeppni EM 2016 samtals 8-0 áður en strákarnir töpuðu fyrir Tékklandi í Plzen, 2-1.

„Það vantaði grimmd í leikmenn. Þeir pössuðu sig of mikið á því að gera mistök og þegar það gerist þá dettur getustigið um nokkur prósentustig. Gegn jafn sterku liði og Tékklandi þurfa menn að þora og vera grimmir. Þetta er eitthvað sem við munum vinna í með leikmönnum og vonandi endurtekur þetta sig ekki,“ segir Lars Lagerbäck.


Tengdar fréttir

Sex nýliðar í landsliðshópnum

Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tilkynnti í dag hópinn sem fer til Bandaríkjanna og spilar tvo æfingaleiki gegn Kanada.

Hættulegt að setja óreynda menn inn í mikilvæga leiki

Nýtt starfsár hefst senn hjá landsliðsþjálfurunum Lars Lagerbäck og Heimi Hallgrímssyni en Ísland mætir Kanada í tveimur vináttulandsleikjum síðar í mánuðinum. Svíinn hlakkar til að kynnast nýjum mönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×