Refirnir fjórir með reynsluna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2015 07:30 Guðjón Valur, Róbert, Snorri Steinn og Ásgeir Örn eru reynsluboltar. Vísir Það verða engir nýgræðingar sem berjast fyrir íslensku þjóðina á HM í Katar sem hefst með leik við Svía annað kvöld. Enginn nýliði er í íslenska hópnum og átta leikmenn eru með þessu móti meðtöldu komnir með tíu stórmót eða fleiri á ferilskrána sína. Það hefur verið skrifað um háan meðalaldur íslenska liðsins en á móti kemur að í liðinu eru leikmenn sem hafa oft gengið í gegnum stórmótafárið saman. Það kemur þeim því fátt á óvart á næstu vikum enda hafa þeir flestallir gengið í gegnum súrt og sætt á stórmótum íslenska landsliðsins undanfarin ár.Guðjón Valur Sigurðsson er á leiðinni á sitt átjánda stórmót.Vísir/StefánÞrír leikmenn íslenska hópsins detta í tuginn með þátttöku sinni í Katar en það eru skytturnar Arnór Atlason og Alexander Petersson og varnartröllið Sverre Jakobsson. Íslenska þjóðin er reyndar búin að bíða svolítið eftir tíunda stórmóti Alexanders sem hefur ekki verið með liðinu á stórmóti síðan á Ólympíuleikunum í London 2012. Það slær þó enginn við stórmótareynslu landsliðsfyrirliðans Guðjóns Vals Sigurðssonar sem er nú kominn á sitt átjánda stórmót á ferlinum. Guðjón Valur hefur bæði brotið hundrað leikja og fimm hundruð marka múrinn á stórmótum og er sá leikmaður sem hefur spilað samanlagt flesta leiki og skorað flest mörk á HM, EM eða Ólympíuleikum. Guðjón Valur var fyrst með á Evrópumótinu í Króatíu fyrir fimmtán árum og vantar nú aðeins þrjú mörk til að skora sitt sex hundraðasta mark fyrir Ísland á stórmóti.Róbert Gunnarsson 14. stórmótið 6 Evrópumót 5 heimsmeistaramót 3 ólympíuleikar 84 leikir, 207 mörkLínumaðurinn Róbert Gunnarsson er í öðru sæti á eftir Guðjóni Val en hann er á leiðinni á sitt fjórtánda stórmót. Róbert hefur verið með á öllum mótum íslenska liðsins síðan hann mætti á sitt fyrsta stórmót á EM í Slóveníu 2014. Fyrsta stórmót Snorra Steins Guðjónssonar var á HM í Portúgal árið áður en Snorri hefur misst af tveimur mótum síðan, HM í Túnis 2005 og EM í Serbíu 2012. Snorri Steinn er á leiðinni á sitt þrettánda stórmót alveg eins og Ásgeir Örn Hallgrímsson. Ásgeir var fyrst með á EM í Slóveníu 2004 og hefur verið með á öllum stórmótum síðan fyrir utan HM í Túnis 2005. Björgvin Páll Gústafsson, Aron Pálmarsson og Kári Kristjánsson eru á leiðinni á sitt áttunda, sjöunda og sjötta stórmót en þeir hafa ekki misst úr mót síðan þeir fengu fyrsta tækifærið, Björgvin Páll á ÓL í Peking 2008, Aron á EM í Austurríki 2010 og Kári á HM í Svíþjóð 2011. Hornamennirnir Stefán Rafn Sigurmannsson og Arnór Þór Gunnarsson eru báðir á leiðinni á sitt þriðja stórmót.Snorri Steinn Guðjónsson 13. stórmótið 5 Evrópumót 5 heimsmeistaramót 3 ólympíuleikar 76 leikir, 299 mörkÞrír „reynsluminnstu“ leikmennirnir eru Gunnar Steinn Jónsson, Bjarki Már Gunnarsson og Sigurbergur Sveinsson en þeir eiga allir bara eitt stórmót að baki. Gunnar Steinn og Bjarki Már stimpluðu sig inn á EM í Danmörku fyrir ári en Sigurbergur hefur ekki verið með á stórmóti síðan hann komst í HM-hópinn í Svíþjóð 2011. Íslenska landsliðið spilar sinn fyrsta leik á HM á móti Svíum annað kvöld en svo taka við leikir á móti Alsír (sunnudag), Frakklandi (þriðjudag), Tékklandi og Egyptalandi. Fréttablaðið er með sinn fulltrúa út í Katar og mun fjalla ítarlega um mótið næstu vikur. HM 2015 í Katar Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Enski boltinn Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira
Það verða engir nýgræðingar sem berjast fyrir íslensku þjóðina á HM í Katar sem hefst með leik við Svía annað kvöld. Enginn nýliði er í íslenska hópnum og átta leikmenn eru með þessu móti meðtöldu komnir með tíu stórmót eða fleiri á ferilskrána sína. Það hefur verið skrifað um háan meðalaldur íslenska liðsins en á móti kemur að í liðinu eru leikmenn sem hafa oft gengið í gegnum stórmótafárið saman. Það kemur þeim því fátt á óvart á næstu vikum enda hafa þeir flestallir gengið í gegnum súrt og sætt á stórmótum íslenska landsliðsins undanfarin ár.Guðjón Valur Sigurðsson er á leiðinni á sitt átjánda stórmót.Vísir/StefánÞrír leikmenn íslenska hópsins detta í tuginn með þátttöku sinni í Katar en það eru skytturnar Arnór Atlason og Alexander Petersson og varnartröllið Sverre Jakobsson. Íslenska þjóðin er reyndar búin að bíða svolítið eftir tíunda stórmóti Alexanders sem hefur ekki verið með liðinu á stórmóti síðan á Ólympíuleikunum í London 2012. Það slær þó enginn við stórmótareynslu landsliðsfyrirliðans Guðjóns Vals Sigurðssonar sem er nú kominn á sitt átjánda stórmót á ferlinum. Guðjón Valur hefur bæði brotið hundrað leikja og fimm hundruð marka múrinn á stórmótum og er sá leikmaður sem hefur spilað samanlagt flesta leiki og skorað flest mörk á HM, EM eða Ólympíuleikum. Guðjón Valur var fyrst með á Evrópumótinu í Króatíu fyrir fimmtán árum og vantar nú aðeins þrjú mörk til að skora sitt sex hundraðasta mark fyrir Ísland á stórmóti.Róbert Gunnarsson 14. stórmótið 6 Evrópumót 5 heimsmeistaramót 3 ólympíuleikar 84 leikir, 207 mörkLínumaðurinn Róbert Gunnarsson er í öðru sæti á eftir Guðjóni Val en hann er á leiðinni á sitt fjórtánda stórmót. Róbert hefur verið með á öllum mótum íslenska liðsins síðan hann mætti á sitt fyrsta stórmót á EM í Slóveníu 2014. Fyrsta stórmót Snorra Steins Guðjónssonar var á HM í Portúgal árið áður en Snorri hefur misst af tveimur mótum síðan, HM í Túnis 2005 og EM í Serbíu 2012. Snorri Steinn er á leiðinni á sitt þrettánda stórmót alveg eins og Ásgeir Örn Hallgrímsson. Ásgeir var fyrst með á EM í Slóveníu 2004 og hefur verið með á öllum stórmótum síðan fyrir utan HM í Túnis 2005. Björgvin Páll Gústafsson, Aron Pálmarsson og Kári Kristjánsson eru á leiðinni á sitt áttunda, sjöunda og sjötta stórmót en þeir hafa ekki misst úr mót síðan þeir fengu fyrsta tækifærið, Björgvin Páll á ÓL í Peking 2008, Aron á EM í Austurríki 2010 og Kári á HM í Svíþjóð 2011. Hornamennirnir Stefán Rafn Sigurmannsson og Arnór Þór Gunnarsson eru báðir á leiðinni á sitt þriðja stórmót.Snorri Steinn Guðjónsson 13. stórmótið 5 Evrópumót 5 heimsmeistaramót 3 ólympíuleikar 76 leikir, 299 mörkÞrír „reynsluminnstu“ leikmennirnir eru Gunnar Steinn Jónsson, Bjarki Már Gunnarsson og Sigurbergur Sveinsson en þeir eiga allir bara eitt stórmót að baki. Gunnar Steinn og Bjarki Már stimpluðu sig inn á EM í Danmörku fyrir ári en Sigurbergur hefur ekki verið með á stórmóti síðan hann komst í HM-hópinn í Svíþjóð 2011. Íslenska landsliðið spilar sinn fyrsta leik á HM á móti Svíum annað kvöld en svo taka við leikir á móti Alsír (sunnudag), Frakklandi (þriðjudag), Tékklandi og Egyptalandi. Fréttablaðið er með sinn fulltrúa út í Katar og mun fjalla ítarlega um mótið næstu vikur.
HM 2015 í Katar Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Enski boltinn Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira