Árið 2014 er heitasta árið frá upphafi mælinga 1880 Guðsteinn Bjarnason skrifar 17. janúar 2015 00:01 Miklir hitar voru í Las Vegas í Bandaríkjunum þann 1. júlí í sumar, þar sem þessi kona hafði þann starfa að standa úti á götuhorni með auglýsingaskilti. Fréttablaðið/AP Árið 2014 var hlýjasta ár jarðar frá því mælingar hófust fyrir 135 árum. Meðalhitastigið, bæði á landi og sjó, var 0,69 gráðum yfir meðalhita tuttugustu aldarinnar. Níu af tíu heitustu árum þessa tímabils voru á þessari öld, samkvæmt því sem fram kemur í nýrri skýrslu bandarísku loftslagsmælingamiðstöðvarinnar NCDC, sem tilheyrir sjávar- og loftslagseftirliti Bandaríkjanna (NOAA). Nýjar mælingar bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA koma heim og saman við þetta, en áður höfðu bæði japanska veðurstofan og óháð stofnun við Kaliforníuháskóla í Berkeley einnig staðfest að 2014 væri hlýjasta ár jarðar frá því mælingar hófust. Við þetta bætist að desembermánuður síðasta árs sé sá hlýjasti frá því mælingar hófust.„Hnötturinn er hlýrri nú en hann hefur verið síðustu öldina og líklega í að minnsta kosti fimm þúsund ár,“ hefur AP-fréttastofan eftir loftslagsfræðingnum Jennifer Francis frá Rutgers-háskóla. „Minnstu efasemdir um að athafnir manna eigi þar hlut að máli eru að engu orðnar.“Meðalhiti jarðar á síðasta ári mældist 14,59 gráður, sem er eilítið hærra en árin 2010 og 2005 þegar meðalhitinn var 14,19 gráður. Þetta er sem sagt í þriðja sinn frá aldamótum sem hitamet er slegið, auk þess sem árið 2014 var 38. árið í röð sem árshitinn verður hærri en meðaltalshitinn til lengri tíma litið. Samkvæmt skýrslu NOAA má skýra hlýindin að mestu með því að hlýindi sjávar hafa verið óvenju mikil. Hlýindin hafa hins vegar einnig verið óvenju mikil á landi, því árið 2014 hafa hlýindi á landi verið einni gráðu meiri en meðaltal 20. aldarinnar.Óvenju mikil hlýindi mældust austast í Rússlandi, í vesturhluta Bandaríkjanna, víða í Suður-Ameríku og Evrópu, í Norður-Afríku og hluta Ástralíu. Á einstaka stað reyndust kuldar meiri en venjulega, einkum í miðjum og austanverðum Bandaríkjunum. Loftslagsmál Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fleiri fréttir Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Sjá meira
Árið 2014 var hlýjasta ár jarðar frá því mælingar hófust fyrir 135 árum. Meðalhitastigið, bæði á landi og sjó, var 0,69 gráðum yfir meðalhita tuttugustu aldarinnar. Níu af tíu heitustu árum þessa tímabils voru á þessari öld, samkvæmt því sem fram kemur í nýrri skýrslu bandarísku loftslagsmælingamiðstöðvarinnar NCDC, sem tilheyrir sjávar- og loftslagseftirliti Bandaríkjanna (NOAA). Nýjar mælingar bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA koma heim og saman við þetta, en áður höfðu bæði japanska veðurstofan og óháð stofnun við Kaliforníuháskóla í Berkeley einnig staðfest að 2014 væri hlýjasta ár jarðar frá því mælingar hófust. Við þetta bætist að desembermánuður síðasta árs sé sá hlýjasti frá því mælingar hófust.„Hnötturinn er hlýrri nú en hann hefur verið síðustu öldina og líklega í að minnsta kosti fimm þúsund ár,“ hefur AP-fréttastofan eftir loftslagsfræðingnum Jennifer Francis frá Rutgers-háskóla. „Minnstu efasemdir um að athafnir manna eigi þar hlut að máli eru að engu orðnar.“Meðalhiti jarðar á síðasta ári mældist 14,59 gráður, sem er eilítið hærra en árin 2010 og 2005 þegar meðalhitinn var 14,19 gráður. Þetta er sem sagt í þriðja sinn frá aldamótum sem hitamet er slegið, auk þess sem árið 2014 var 38. árið í röð sem árshitinn verður hærri en meðaltalshitinn til lengri tíma litið. Samkvæmt skýrslu NOAA má skýra hlýindin að mestu með því að hlýindi sjávar hafa verið óvenju mikil. Hlýindin hafa hins vegar einnig verið óvenju mikil á landi, því árið 2014 hafa hlýindi á landi verið einni gráðu meiri en meðaltal 20. aldarinnar.Óvenju mikil hlýindi mældust austast í Rússlandi, í vesturhluta Bandaríkjanna, víða í Suður-Ameríku og Evrópu, í Norður-Afríku og hluta Ástralíu. Á einstaka stað reyndust kuldar meiri en venjulega, einkum í miðjum og austanverðum Bandaríkjunum.
Loftslagsmál Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fleiri fréttir Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Sjá meira