Arnór Þór Gunnarsson fékk þungt högg framan á hægra lærið í leiknum gegn Alsír í gær og var hann nokkra stund að hrista það af sér. Hann hefur þó ekki áhyggjur af því að það muni há honum í keppninni.
„Ég er svolítið stífur en ég held að Elli klári þetta alveg enda góður sjúkraþjálfari,“ segir hann og á þar við sjúkraþjálfarann Elís Þór Rafnsson. „Ég held að þetta verði allt í lagi.“
Arnór Þór byrjaði sem vítaskytta Íslands í leiknum gegn Alsír í gær og skoraði úr fyrsta vítinu sem strákarnir fengu í gær. Arnór dúndraði svo boltanum í slána í annarri tilraun og var það í takt við margt annað sem gerðist í leiknum í gær. Hann sagði þó að pirringurinn hafi ekki farið með menn.
„Maður hefur lent í svona stöðu áður og þá skiptir öllu máli að halda áfram. Við spiluðum svo dúndurhandbolta í seinni hálfleik og margir frábærir. Alexander og Guðjón voru frábærir í hraðaupphlaupunum og Aron Pálmarsson er bara eins og hann er,“ sagði hann og hristi hausinn brosandi.
„Það sem mestu máli skiptir er að við erum nú komnir með tvo punkta og getum haldið áfram út frá því.“
Arnór hefur ekki áhyggjur af lærinu
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



Ótrúleg markasúpa í Katalóníu
Fótbolti



„Eins gott að þeir fari að fokking semja“
Körfubolti

Inter í undanúrslit
Fótbolti


Aþena vann loksins leik
Körfubolti

Chelsea skrapaði botninn með Southampton
Enski boltinn