Gæti endað illa að þurfa að mæta Egyptum í úrslitaleik Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 22. janúar 2015 08:00 Gunnar Magnússon, aðstoðarþjálfari íslenska liðsins. vísir/Eva Björk Ísland mætir Tékklandi á HM í handbolta í kvöld. Leikurinn hefur mikla þýðingu fyrir bæði lið en sér í lagi tékkneska liðið sem er úr leik með tapi. Strákarnir eru á góðu róli eftir jafntefli gegn Frökkum í gær og tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum keppninnar og halda möguleikum sínum opnum á öðru eða þriðja sæti riðilsins. Tékkar hafa ekki verið sannfærandi til þessa í keppninni en eins og Gunnar Magnússon, aðstoðarþjálfari landsliðsins, segir hefur liðið endurheimt stórskyttuna Filip Jicha, leikmann Kiel, úr veikindum. „Nú verður hann ferskur þegar Tékkar eiga fjórða leik og það veit ekki á gott fyrir okkur,“ sagði Gunnar við Fréttablaðið í gær. „Engu að síður hafa Tékkar ekki spilað neitt svakalega vel í keppninni og við mætum fullir sjálfstrausts til leiks. Við verðum líka að athuga að þetta er úrslitaleikur fyrir okkur því ekki viljum við mæta Egyptalandi í síðustu umferð þar sem allt er undir. Það gæti endað illa.“ Gunnar segir að Tékkar leiti mikið í skyttur sínar í sóknarleiknum og að það þurfi að stöðva, án þess þó að vera of berskjaldaðir fyrir línuspili Tékkanna. Frakkar leituðu grimmt inn á sinn línumann gegn Íslandi í fyrradag. „Tékkar hafa ekki verið að leita mikið inn á línuna en við megum ekki gleyma því að önnur lið leita að veikleikum okkar, rétt eins og við gerum í okkar undirbúningi. Við þurfum að finna jafnvægi í varnarleiknum en fyrst og fremst að einbeita okkur að því að spila vel sjálfir á alla kanta og mæta með fulla einbeitingu. Leikmenn þurfa að átta sig á því að Frakkaleikurinn er búinn og að nú taki annar mikilvægur leikur við,“ segir Gunnar.- esá HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Vissi ekki hversu mikil ábyrgð fylgdi markvarðarstöðunni Björgvin Páll Gústavsson gerði sér enga grein fyrir þeirri miklu ábyrgð sem markverðir bera þegar hann valdi þá stöðu átta ára gamall. 22. janúar 2015 06:00 Snorri Steinn: Helvíti lélegir þegar við slökum á Snorri Steinn Guðjónsson átti frábæran leik gegn Frökkum en varar við að menn gefi eftir gegn Tékkum í kvöld. 22. janúar 2015 09:00 Ásgeir Örn: Veit ekki hvernig gömlu mennirnir fara að þessu Strákarnir stefna að því að kaffæra Tékkana strax í byrjun leiks. 22. janúar 2015 11:30 Aron Kristjáns: Við vorum að spila betur saman Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins, var eins og leikmennirnir ánægður með leikinn gegn Frökkum. Það er oft erfitt að sjá á þjálfaranum hvort hann er kátur eða glaður því hann heldur ætíð ró sinni hvernig sem á gengur. 22. janúar 2015 13:00 Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Giftu sig á gamlársdag Handbolti Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira
Ísland mætir Tékklandi á HM í handbolta í kvöld. Leikurinn hefur mikla þýðingu fyrir bæði lið en sér í lagi tékkneska liðið sem er úr leik með tapi. Strákarnir eru á góðu róli eftir jafntefli gegn Frökkum í gær og tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum keppninnar og halda möguleikum sínum opnum á öðru eða þriðja sæti riðilsins. Tékkar hafa ekki verið sannfærandi til þessa í keppninni en eins og Gunnar Magnússon, aðstoðarþjálfari landsliðsins, segir hefur liðið endurheimt stórskyttuna Filip Jicha, leikmann Kiel, úr veikindum. „Nú verður hann ferskur þegar Tékkar eiga fjórða leik og það veit ekki á gott fyrir okkur,“ sagði Gunnar við Fréttablaðið í gær. „Engu að síður hafa Tékkar ekki spilað neitt svakalega vel í keppninni og við mætum fullir sjálfstrausts til leiks. Við verðum líka að athuga að þetta er úrslitaleikur fyrir okkur því ekki viljum við mæta Egyptalandi í síðustu umferð þar sem allt er undir. Það gæti endað illa.“ Gunnar segir að Tékkar leiti mikið í skyttur sínar í sóknarleiknum og að það þurfi að stöðva, án þess þó að vera of berskjaldaðir fyrir línuspili Tékkanna. Frakkar leituðu grimmt inn á sinn línumann gegn Íslandi í fyrradag. „Tékkar hafa ekki verið að leita mikið inn á línuna en við megum ekki gleyma því að önnur lið leita að veikleikum okkar, rétt eins og við gerum í okkar undirbúningi. Við þurfum að finna jafnvægi í varnarleiknum en fyrst og fremst að einbeita okkur að því að spila vel sjálfir á alla kanta og mæta með fulla einbeitingu. Leikmenn þurfa að átta sig á því að Frakkaleikurinn er búinn og að nú taki annar mikilvægur leikur við,“ segir Gunnar.- esá
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Vissi ekki hversu mikil ábyrgð fylgdi markvarðarstöðunni Björgvin Páll Gústavsson gerði sér enga grein fyrir þeirri miklu ábyrgð sem markverðir bera þegar hann valdi þá stöðu átta ára gamall. 22. janúar 2015 06:00 Snorri Steinn: Helvíti lélegir þegar við slökum á Snorri Steinn Guðjónsson átti frábæran leik gegn Frökkum en varar við að menn gefi eftir gegn Tékkum í kvöld. 22. janúar 2015 09:00 Ásgeir Örn: Veit ekki hvernig gömlu mennirnir fara að þessu Strákarnir stefna að því að kaffæra Tékkana strax í byrjun leiks. 22. janúar 2015 11:30 Aron Kristjáns: Við vorum að spila betur saman Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins, var eins og leikmennirnir ánægður með leikinn gegn Frökkum. Það er oft erfitt að sjá á þjálfaranum hvort hann er kátur eða glaður því hann heldur ætíð ró sinni hvernig sem á gengur. 22. janúar 2015 13:00 Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Giftu sig á gamlársdag Handbolti Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira
Vissi ekki hversu mikil ábyrgð fylgdi markvarðarstöðunni Björgvin Páll Gústavsson gerði sér enga grein fyrir þeirri miklu ábyrgð sem markverðir bera þegar hann valdi þá stöðu átta ára gamall. 22. janúar 2015 06:00
Snorri Steinn: Helvíti lélegir þegar við slökum á Snorri Steinn Guðjónsson átti frábæran leik gegn Frökkum en varar við að menn gefi eftir gegn Tékkum í kvöld. 22. janúar 2015 09:00
Ásgeir Örn: Veit ekki hvernig gömlu mennirnir fara að þessu Strákarnir stefna að því að kaffæra Tékkana strax í byrjun leiks. 22. janúar 2015 11:30
Aron Kristjáns: Við vorum að spila betur saman Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins, var eins og leikmennirnir ánægður með leikinn gegn Frökkum. Það er oft erfitt að sjá á þjálfaranum hvort hann er kátur eða glaður því hann heldur ætíð ró sinni hvernig sem á gengur. 22. janúar 2015 13:00