Gerum Barnasáttmálann að lögum Elín Hirst og Annicka Engblom og Annette Lind skrifa 22. janúar 2015 07:00 Nýverið var því fagnað á Norðurlöndum og víðar um heim að 25 ár eru liðin frá því að samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna, eða Barnasáttmálinn eins og hann er oftast nefndur í daglegu tali, var undirritaður 20. nóvember árið 1989. Vegna þessara merku tímamóta gefst kjörið tækifæri til að ígrunda hvernig við tryggjum sem best að börn og ungmenni í nútíma samfélagi geti látið til sín taka og haft áhrif á það umhverfi sem þau búa við. Liður í því er að tryggja að Barnasáttmálanum verði veitt formlegt lagagildi í öllum Norðurlandaríkjunum en Danmörk og Svíþjóð eru einar Norðurlandaþjóða sem eiga enn eftir að lögfesta sáttmálann. Velferð barna baráttumál Norðurlönd eru af mörgum talin fyrirmynd innan alþjóðasamfélagsins í mörgum skilningi, þar á meðal á sviði málefna barna og ungmenna. Samt sem áður sýna rannsóknir að tvö af hverjum tíu börnum á Norðurlöndum finna til vanlíðanar. Við viljum því gera enn betur í að hlúa að börnum og ungmennum. Eitt það mikilvægasta við að tryggja velferð og vernd barna og ungmenna er að hlusta á raddir þeirra og fræða þau um réttindi sín. Skýrslur Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna sýna glögglega að börn sem þekkja rétt sinn eru mun atorkumeiri en ella og geta sett hnefann í borðið ef þau eru beitt ofbeldi, misþyrmingum eða alvarlegri vanrækslu. Þau bregðast betur við aðstæðum sínum og leita ásjár fullorðinna ef þau verða fyrir yfirgangi, misnotkun eða öðrum alvarlegum vanda. Ráðamenn, ríkisstjórnir og þjóðþing á Norðurlöndum verða einnig að íhuga alvarlega hvaða aðgerðir eru vænlegar til að virkja betur lýðræðishefðir okkar gagnvart ungu fólki og hvetja það til þátttöku. Það er mikið áhyggjuefni að kosningaþátttaka ungs fólks á Norðurlöndunum hefur dregist saman á síðustu árum og jafnframt skrá færri ungmenni sig í stjórnmálaflokka en áður. Það er okkar skoðun að ef ungmennum gefst kostur á að hafa áhrif á eigið samfélag, ef á þau er hlustað og þau fá að njóta hæfileika sinna næst miklu betri árangur en ella. Lögfesti sáttmálann sem fyrst Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna, sem nýverið fagnaði aldarfjórðungsafmæli sínu, markaði mikil tímamót í baráttunni fyrir réttindum barna. Sáttmálinn felur í sér alþjóðlega viðurkenningu á því að börn séu sjálfstæðir einstaklingar með fullgild réttindi, óháð réttindum fullorðinna. Hann hefur að geyma ýmis grundvallarréttindi og tryggir öllum börnum upp að 18 ára aldri sérstaka vernd og umönnun. Sömuleiðis endurspeglar sáttmálinn nýja sýn á hlutverk og stöðu barna og þar er tekið fram að öll börn eigi rétt á því að vera fullgildir þátttakendur í samfélaginu. Finnar voru fyrstir til að lögfesta Barnasáttmálann, hann hefur einnig verið lögfestur í Noregi og á Íslandi. Danir og Svíar eiga eftir að lögfesta sáttmálann, eins og áður segir, og við viljum beita okkur fyrir því sem þingmenn og fulltrúar í Norðurlandaráði að þessi lönd geri það sem fyrst til þess að hægt sé að beita ákvæðum Barnasáttmálans fyrir dómstólum og settum lögum og réttindum barna þannig gefið aukið vægi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Nýverið var því fagnað á Norðurlöndum og víðar um heim að 25 ár eru liðin frá því að samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna, eða Barnasáttmálinn eins og hann er oftast nefndur í daglegu tali, var undirritaður 20. nóvember árið 1989. Vegna þessara merku tímamóta gefst kjörið tækifæri til að ígrunda hvernig við tryggjum sem best að börn og ungmenni í nútíma samfélagi geti látið til sín taka og haft áhrif á það umhverfi sem þau búa við. Liður í því er að tryggja að Barnasáttmálanum verði veitt formlegt lagagildi í öllum Norðurlandaríkjunum en Danmörk og Svíþjóð eru einar Norðurlandaþjóða sem eiga enn eftir að lögfesta sáttmálann. Velferð barna baráttumál Norðurlönd eru af mörgum talin fyrirmynd innan alþjóðasamfélagsins í mörgum skilningi, þar á meðal á sviði málefna barna og ungmenna. Samt sem áður sýna rannsóknir að tvö af hverjum tíu börnum á Norðurlöndum finna til vanlíðanar. Við viljum því gera enn betur í að hlúa að börnum og ungmennum. Eitt það mikilvægasta við að tryggja velferð og vernd barna og ungmenna er að hlusta á raddir þeirra og fræða þau um réttindi sín. Skýrslur Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna sýna glögglega að börn sem þekkja rétt sinn eru mun atorkumeiri en ella og geta sett hnefann í borðið ef þau eru beitt ofbeldi, misþyrmingum eða alvarlegri vanrækslu. Þau bregðast betur við aðstæðum sínum og leita ásjár fullorðinna ef þau verða fyrir yfirgangi, misnotkun eða öðrum alvarlegum vanda. Ráðamenn, ríkisstjórnir og þjóðþing á Norðurlöndum verða einnig að íhuga alvarlega hvaða aðgerðir eru vænlegar til að virkja betur lýðræðishefðir okkar gagnvart ungu fólki og hvetja það til þátttöku. Það er mikið áhyggjuefni að kosningaþátttaka ungs fólks á Norðurlöndunum hefur dregist saman á síðustu árum og jafnframt skrá færri ungmenni sig í stjórnmálaflokka en áður. Það er okkar skoðun að ef ungmennum gefst kostur á að hafa áhrif á eigið samfélag, ef á þau er hlustað og þau fá að njóta hæfileika sinna næst miklu betri árangur en ella. Lögfesti sáttmálann sem fyrst Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna, sem nýverið fagnaði aldarfjórðungsafmæli sínu, markaði mikil tímamót í baráttunni fyrir réttindum barna. Sáttmálinn felur í sér alþjóðlega viðurkenningu á því að börn séu sjálfstæðir einstaklingar með fullgild réttindi, óháð réttindum fullorðinna. Hann hefur að geyma ýmis grundvallarréttindi og tryggir öllum börnum upp að 18 ára aldri sérstaka vernd og umönnun. Sömuleiðis endurspeglar sáttmálinn nýja sýn á hlutverk og stöðu barna og þar er tekið fram að öll börn eigi rétt á því að vera fullgildir þátttakendur í samfélaginu. Finnar voru fyrstir til að lögfesta Barnasáttmálann, hann hefur einnig verið lögfestur í Noregi og á Íslandi. Danir og Svíar eiga eftir að lögfesta sáttmálann, eins og áður segir, og við viljum beita okkur fyrir því sem þingmenn og fulltrúar í Norðurlandaráði að þessi lönd geri það sem fyrst til þess að hægt sé að beita ákvæðum Barnasáttmálans fyrir dómstólum og settum lögum og réttindum barna þannig gefið aukið vægi.
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar