Öldruðum refsað fyrir hjónaband og sambúð! Björgvin Guðmundsson skrifar 22. janúar 2015 07:00 Mikil viðbrögð voru við grein minni um skammarlega lágan lífeyri eldri borgara, sem birtist í Fréttablaðinu 8. þ.m. Ég fékk margar upphringingar út af greininni. Tekið var undir það að hækka þyrfti lífeyrinn ríflega svo unnt væri að lifa mannsæmandi lífi af honum en það væri ekki unnt í dag. Nokkrir bentu á, að þó lífeyrir einhleypinga frá TR væri lágur væri hann enn lægri hjá þeim, sem væru í hjónabandi eða í sambúð. (Í báðum tilvikum miðað við þá, sem einungis hafa tekjur frá TR.) Það er rétt. Þeir eldri borgarar sem eru í hjónabandi eða í sambúð fá lægri lífeyri en hinir, sem búa einir. Spurningin er sú, hvort það sé réttlátt. Ég tel svo ekki vera. Það er búið að afnema það, að tekjur maka skerði lífeyri aldraðra frá almannatryggingum. Það var mannréttindabrot, að svo skyldi gert. En er það ekki líka mannréttindabrot að skerða lífeyri þeirra eldri borgara, sem búa með öðrum? Ég tel svo vera. Það á að afnema þessar skerðingar bæði hjá öldruðum og öryrkjum. Þessi lífeyrir er svo lágur, að það er út í hött að skerða hann vegna hjónabands eða sambúðar.Afnám skerðingar tímabært Ef litið er á þær fjárhæðir, sem lífeyrisþegar fá frá TR í janúar 2015 kemur eftirfarandi í ljós: Lífeyrir aldraðra sem búa einir er 192 þús. kr. á mánuði eftir skatt. Lífeyrir þeirra sem búa með öðrum er 172 þús. kr. á mánuði eftir skatt (hefur hækkað í janúar). Þetta er skerðing, sem nemur 20 þús. kr. á mánuði. Það er óeðlileg skerðing. Það á ekki að refsa öldruðum fyrir að vera í hjónabandi eða í sambúð. Það eru mannréttindi, að eldri borgarar haldi sömu upphæð lífeyris frá TR hvort sem þeir búa einir eða með öðrum. Árum saman var það mannréttindabrot framið á eldri borgurum, að lífeyrir þeirra frá almannatryggingum var skertur vegna tekna maka. Það var afnumið 2008. Það er tími til kominn að afnema skerðingu lífeyris vegna búsetu með öðrum. Það er alltaf verið að fremja mannréttindabrot á öldruðum og öryrkjum. Þegar kjör lífeyrisþega voru skert 1. júlí 2009 vegna efnahagsáfalls þjóðarinnar tel ég, að mannréttindabrot hafi verið framið. Það er kveðið svo á í mannréttindasáttmálum, sem Ísland hefur samþykkt, að áður en kjör lífeyrisþega eru færð til baka vegna efnahagsáfalla skuli leitað annarra leiða. Það var ekki gert 2009.Ríkið skuldar lífeyrisþegum Ríkið skuldar lífeyrisþegum 12,6 milljarða kr. vegna kjaraskerðingarinnar frá 2009. Og ríkið skuldar öldruðum og öryrkjum 17 milljarða vegna kjaragliðnunar krepputímans. Lífeyrisþegar hafa ekki efni á því að lána ríkinu þessar upphæðir lengur. Þeir þurfa að fá þær greiddar strax. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Mikil viðbrögð voru við grein minni um skammarlega lágan lífeyri eldri borgara, sem birtist í Fréttablaðinu 8. þ.m. Ég fékk margar upphringingar út af greininni. Tekið var undir það að hækka þyrfti lífeyrinn ríflega svo unnt væri að lifa mannsæmandi lífi af honum en það væri ekki unnt í dag. Nokkrir bentu á, að þó lífeyrir einhleypinga frá TR væri lágur væri hann enn lægri hjá þeim, sem væru í hjónabandi eða í sambúð. (Í báðum tilvikum miðað við þá, sem einungis hafa tekjur frá TR.) Það er rétt. Þeir eldri borgarar sem eru í hjónabandi eða í sambúð fá lægri lífeyri en hinir, sem búa einir. Spurningin er sú, hvort það sé réttlátt. Ég tel svo ekki vera. Það er búið að afnema það, að tekjur maka skerði lífeyri aldraðra frá almannatryggingum. Það var mannréttindabrot, að svo skyldi gert. En er það ekki líka mannréttindabrot að skerða lífeyri þeirra eldri borgara, sem búa með öðrum? Ég tel svo vera. Það á að afnema þessar skerðingar bæði hjá öldruðum og öryrkjum. Þessi lífeyrir er svo lágur, að það er út í hött að skerða hann vegna hjónabands eða sambúðar.Afnám skerðingar tímabært Ef litið er á þær fjárhæðir, sem lífeyrisþegar fá frá TR í janúar 2015 kemur eftirfarandi í ljós: Lífeyrir aldraðra sem búa einir er 192 þús. kr. á mánuði eftir skatt. Lífeyrir þeirra sem búa með öðrum er 172 þús. kr. á mánuði eftir skatt (hefur hækkað í janúar). Þetta er skerðing, sem nemur 20 þús. kr. á mánuði. Það er óeðlileg skerðing. Það á ekki að refsa öldruðum fyrir að vera í hjónabandi eða í sambúð. Það eru mannréttindi, að eldri borgarar haldi sömu upphæð lífeyris frá TR hvort sem þeir búa einir eða með öðrum. Árum saman var það mannréttindabrot framið á eldri borgurum, að lífeyrir þeirra frá almannatryggingum var skertur vegna tekna maka. Það var afnumið 2008. Það er tími til kominn að afnema skerðingu lífeyris vegna búsetu með öðrum. Það er alltaf verið að fremja mannréttindabrot á öldruðum og öryrkjum. Þegar kjör lífeyrisþega voru skert 1. júlí 2009 vegna efnahagsáfalls þjóðarinnar tel ég, að mannréttindabrot hafi verið framið. Það er kveðið svo á í mannréttindasáttmálum, sem Ísland hefur samþykkt, að áður en kjör lífeyrisþega eru færð til baka vegna efnahagsáfalla skuli leitað annarra leiða. Það var ekki gert 2009.Ríkið skuldar lífeyrisþegum Ríkið skuldar lífeyrisþegum 12,6 milljarða kr. vegna kjaraskerðingarinnar frá 2009. Og ríkið skuldar öldruðum og öryrkjum 17 milljarða vegna kjaragliðnunar krepputímans. Lífeyrisþegar hafa ekki efni á því að lána ríkinu þessar upphæðir lengur. Þeir þurfa að fá þær greiddar strax.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun