Öldruðum refsað fyrir hjónaband og sambúð! Björgvin Guðmundsson skrifar 22. janúar 2015 07:00 Mikil viðbrögð voru við grein minni um skammarlega lágan lífeyri eldri borgara, sem birtist í Fréttablaðinu 8. þ.m. Ég fékk margar upphringingar út af greininni. Tekið var undir það að hækka þyrfti lífeyrinn ríflega svo unnt væri að lifa mannsæmandi lífi af honum en það væri ekki unnt í dag. Nokkrir bentu á, að þó lífeyrir einhleypinga frá TR væri lágur væri hann enn lægri hjá þeim, sem væru í hjónabandi eða í sambúð. (Í báðum tilvikum miðað við þá, sem einungis hafa tekjur frá TR.) Það er rétt. Þeir eldri borgarar sem eru í hjónabandi eða í sambúð fá lægri lífeyri en hinir, sem búa einir. Spurningin er sú, hvort það sé réttlátt. Ég tel svo ekki vera. Það er búið að afnema það, að tekjur maka skerði lífeyri aldraðra frá almannatryggingum. Það var mannréttindabrot, að svo skyldi gert. En er það ekki líka mannréttindabrot að skerða lífeyri þeirra eldri borgara, sem búa með öðrum? Ég tel svo vera. Það á að afnema þessar skerðingar bæði hjá öldruðum og öryrkjum. Þessi lífeyrir er svo lágur, að það er út í hött að skerða hann vegna hjónabands eða sambúðar.Afnám skerðingar tímabært Ef litið er á þær fjárhæðir, sem lífeyrisþegar fá frá TR í janúar 2015 kemur eftirfarandi í ljós: Lífeyrir aldraðra sem búa einir er 192 þús. kr. á mánuði eftir skatt. Lífeyrir þeirra sem búa með öðrum er 172 þús. kr. á mánuði eftir skatt (hefur hækkað í janúar). Þetta er skerðing, sem nemur 20 þús. kr. á mánuði. Það er óeðlileg skerðing. Það á ekki að refsa öldruðum fyrir að vera í hjónabandi eða í sambúð. Það eru mannréttindi, að eldri borgarar haldi sömu upphæð lífeyris frá TR hvort sem þeir búa einir eða með öðrum. Árum saman var það mannréttindabrot framið á eldri borgurum, að lífeyrir þeirra frá almannatryggingum var skertur vegna tekna maka. Það var afnumið 2008. Það er tími til kominn að afnema skerðingu lífeyris vegna búsetu með öðrum. Það er alltaf verið að fremja mannréttindabrot á öldruðum og öryrkjum. Þegar kjör lífeyrisþega voru skert 1. júlí 2009 vegna efnahagsáfalls þjóðarinnar tel ég, að mannréttindabrot hafi verið framið. Það er kveðið svo á í mannréttindasáttmálum, sem Ísland hefur samþykkt, að áður en kjör lífeyrisþega eru færð til baka vegna efnahagsáfalla skuli leitað annarra leiða. Það var ekki gert 2009.Ríkið skuldar lífeyrisþegum Ríkið skuldar lífeyrisþegum 12,6 milljarða kr. vegna kjaraskerðingarinnar frá 2009. Og ríkið skuldar öldruðum og öryrkjum 17 milljarða vegna kjaragliðnunar krepputímans. Lífeyrisþegar hafa ekki efni á því að lána ríkinu þessar upphæðir lengur. Þeir þurfa að fá þær greiddar strax. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Mikil viðbrögð voru við grein minni um skammarlega lágan lífeyri eldri borgara, sem birtist í Fréttablaðinu 8. þ.m. Ég fékk margar upphringingar út af greininni. Tekið var undir það að hækka þyrfti lífeyrinn ríflega svo unnt væri að lifa mannsæmandi lífi af honum en það væri ekki unnt í dag. Nokkrir bentu á, að þó lífeyrir einhleypinga frá TR væri lágur væri hann enn lægri hjá þeim, sem væru í hjónabandi eða í sambúð. (Í báðum tilvikum miðað við þá, sem einungis hafa tekjur frá TR.) Það er rétt. Þeir eldri borgarar sem eru í hjónabandi eða í sambúð fá lægri lífeyri en hinir, sem búa einir. Spurningin er sú, hvort það sé réttlátt. Ég tel svo ekki vera. Það er búið að afnema það, að tekjur maka skerði lífeyri aldraðra frá almannatryggingum. Það var mannréttindabrot, að svo skyldi gert. En er það ekki líka mannréttindabrot að skerða lífeyri þeirra eldri borgara, sem búa með öðrum? Ég tel svo vera. Það á að afnema þessar skerðingar bæði hjá öldruðum og öryrkjum. Þessi lífeyrir er svo lágur, að það er út í hött að skerða hann vegna hjónabands eða sambúðar.Afnám skerðingar tímabært Ef litið er á þær fjárhæðir, sem lífeyrisþegar fá frá TR í janúar 2015 kemur eftirfarandi í ljós: Lífeyrir aldraðra sem búa einir er 192 þús. kr. á mánuði eftir skatt. Lífeyrir þeirra sem búa með öðrum er 172 þús. kr. á mánuði eftir skatt (hefur hækkað í janúar). Þetta er skerðing, sem nemur 20 þús. kr. á mánuði. Það er óeðlileg skerðing. Það á ekki að refsa öldruðum fyrir að vera í hjónabandi eða í sambúð. Það eru mannréttindi, að eldri borgarar haldi sömu upphæð lífeyris frá TR hvort sem þeir búa einir eða með öðrum. Árum saman var það mannréttindabrot framið á eldri borgurum, að lífeyrir þeirra frá almannatryggingum var skertur vegna tekna maka. Það var afnumið 2008. Það er tími til kominn að afnema skerðingu lífeyris vegna búsetu með öðrum. Það er alltaf verið að fremja mannréttindabrot á öldruðum og öryrkjum. Þegar kjör lífeyrisþega voru skert 1. júlí 2009 vegna efnahagsáfalls þjóðarinnar tel ég, að mannréttindabrot hafi verið framið. Það er kveðið svo á í mannréttindasáttmálum, sem Ísland hefur samþykkt, að áður en kjör lífeyrisþega eru færð til baka vegna efnahagsáfalla skuli leitað annarra leiða. Það var ekki gert 2009.Ríkið skuldar lífeyrisþegum Ríkið skuldar lífeyrisþegum 12,6 milljarða kr. vegna kjaraskerðingarinnar frá 2009. Og ríkið skuldar öldruðum og öryrkjum 17 milljarða vegna kjaragliðnunar krepputímans. Lífeyrisþegar hafa ekki efni á því að lána ríkinu þessar upphæðir lengur. Þeir þurfa að fá þær greiddar strax.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun