Kynna nýjar tillögur að breytingum á Seðlabanka fyrir næstu mánaðamót Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. febrúar 2015 11:30 Már Guðmundsson seðlabankastjóri hefur sagt að óvíst sé hvort hann muni sækja um stöðu seðlabankastjóra að nýju, verði starfið auglýst. Vísir/Daníel Nefnd sem vinnur að breytingum á stjórnskipulagi Seðlabanka Íslands áformar að skila Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, tillögunum áður en febrúar er á enda. Í þingmálaskrá kemur fram að Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hyggst leggja fram frumvarp um málið á Alþingi ekki síðar en 26. mars. Þráinn Eggertsson, hagfræðingur og formaður nefndarinnar, segir að nefndin sé ekki komin að endanlegri niðurstöðu. Hugmyndir verði kynntar fulltrúum stjórnmálaflokkanna og aðila atvinnulífsins áður en þær verði kynntar formlega. Þegar ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna tók við völdum árið 2009 voru gerðar breytingar á lögum um Seðlabankann. Seðlabankastjórum var fækkað úr þremur í einn. Peningastefnunefnd var stofnuð sem hefur það hlutverk að taka ákvörðun um vexti bankans. Í maí í fyrra skipaði Bjarni Benediktsson nefnd sérfræðinga um heildarendurskoðun laga um Seðlabanka Íslands. Í nefndina voru skipuð, auk Þráins, þau Ólöf Nordal lögfræðingur sem nú er innanríkisráðherra og Friðrik Már Baldursson, prófessor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík. Upphaflega var áætlað að nefndin skilaði frumvarpi til nýrra laga fyrir síðustu áramót, en það varð ekki að veruleika. Þegar Bjarni skipaði nefndina sagði hann hugsanlegt að fjölga seðlabankastjórum aftur úr einum í þrjá. Í skýrslu sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, frá því 19. desember síðastliðinn, kemur fram að það sé mikilvægt að varðveita sjálfstæði og trúverðugleika Seðlabankans. „Ný löggjöf um heildarskipulag Seðlabankans ætti að byggja á þeim umbótum sem voru gerðar árið 2009, með peningastefnunefnd og gegnsæjum og áreiðanlegum ákvörðunum. Fjárhagslega traustur, sjálfstæður og áreiðanlegur seðlabanki gerir stefnumótun betri. Það leiðir til efnahagslegs stöðugleika og vaxtar,“ segir í skýrslunni. Þráinn Eggertsson segir að enda þótt nefndin hafi lagt mikla vinnu í mótun tillagna þá sé enn eftir að velja á milli valkosta sem séu fyrir hendi. Hann segir að nefndin hafi talað við starfsmenn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem komu í desember. Það verði rætt við þá aftur í febrúar og grein gerð fyrir hugmyndum nefndarinnar. Þá starfar nefndin einnig með nefnd þingmanna sem skipuð er einum þingmanni úr hverjum þingflokki. „Þeir eru samstarfsaðilar og svo hefur verið samstarf við seðlabankann sjálfan,“ segir Þráinn. Már Guðmundsson var endurskipaður seðlabankastjóri þann 15. ágúst síðastliðinn. Í skipunarbréfi sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sendi Má í maí kom fram að tillögur nefndar um endurskoðun á lögum um bankann gætu leitt til breytinga á stjórnskipulagi sem myndu hafa áhrif á störf Más hjá bankanum. Már brást við þessum orðum með því að upplýsa að hann hafi í nokkur ár haft hug á að skoða möguleikann á að hverfa á ný til starfa erlendis. „Ég taldi ekki heppilegt að gera það nú í ljósi ástandsins og verkefnastöðunnar í Seðlabankanum auk fjölskylduaðstæðna. Þetta mun breytast á næstu misserum. Það er því óvíst að ég myndi sækjast eftir endurráðningu komi til slíks ferlis vegna breytinga á lögum um Seðlabanka Íslands á næstu misserum,“ sagði Már. Alþingi Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Nefnd sem vinnur að breytingum á stjórnskipulagi Seðlabanka Íslands áformar að skila Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, tillögunum áður en febrúar er á enda. Í þingmálaskrá kemur fram að Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hyggst leggja fram frumvarp um málið á Alþingi ekki síðar en 26. mars. Þráinn Eggertsson, hagfræðingur og formaður nefndarinnar, segir að nefndin sé ekki komin að endanlegri niðurstöðu. Hugmyndir verði kynntar fulltrúum stjórnmálaflokkanna og aðila atvinnulífsins áður en þær verði kynntar formlega. Þegar ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna tók við völdum árið 2009 voru gerðar breytingar á lögum um Seðlabankann. Seðlabankastjórum var fækkað úr þremur í einn. Peningastefnunefnd var stofnuð sem hefur það hlutverk að taka ákvörðun um vexti bankans. Í maí í fyrra skipaði Bjarni Benediktsson nefnd sérfræðinga um heildarendurskoðun laga um Seðlabanka Íslands. Í nefndina voru skipuð, auk Þráins, þau Ólöf Nordal lögfræðingur sem nú er innanríkisráðherra og Friðrik Már Baldursson, prófessor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík. Upphaflega var áætlað að nefndin skilaði frumvarpi til nýrra laga fyrir síðustu áramót, en það varð ekki að veruleika. Þegar Bjarni skipaði nefndina sagði hann hugsanlegt að fjölga seðlabankastjórum aftur úr einum í þrjá. Í skýrslu sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, frá því 19. desember síðastliðinn, kemur fram að það sé mikilvægt að varðveita sjálfstæði og trúverðugleika Seðlabankans. „Ný löggjöf um heildarskipulag Seðlabankans ætti að byggja á þeim umbótum sem voru gerðar árið 2009, með peningastefnunefnd og gegnsæjum og áreiðanlegum ákvörðunum. Fjárhagslega traustur, sjálfstæður og áreiðanlegur seðlabanki gerir stefnumótun betri. Það leiðir til efnahagslegs stöðugleika og vaxtar,“ segir í skýrslunni. Þráinn Eggertsson segir að enda þótt nefndin hafi lagt mikla vinnu í mótun tillagna þá sé enn eftir að velja á milli valkosta sem séu fyrir hendi. Hann segir að nefndin hafi talað við starfsmenn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem komu í desember. Það verði rætt við þá aftur í febrúar og grein gerð fyrir hugmyndum nefndarinnar. Þá starfar nefndin einnig með nefnd þingmanna sem skipuð er einum þingmanni úr hverjum þingflokki. „Þeir eru samstarfsaðilar og svo hefur verið samstarf við seðlabankann sjálfan,“ segir Þráinn. Már Guðmundsson var endurskipaður seðlabankastjóri þann 15. ágúst síðastliðinn. Í skipunarbréfi sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sendi Má í maí kom fram að tillögur nefndar um endurskoðun á lögum um bankann gætu leitt til breytinga á stjórnskipulagi sem myndu hafa áhrif á störf Más hjá bankanum. Már brást við þessum orðum með því að upplýsa að hann hafi í nokkur ár haft hug á að skoða möguleikann á að hverfa á ný til starfa erlendis. „Ég taldi ekki heppilegt að gera það nú í ljósi ástandsins og verkefnastöðunnar í Seðlabankanum auk fjölskylduaðstæðna. Þetta mun breytast á næstu misserum. Það er því óvíst að ég myndi sækjast eftir endurráðningu komi til slíks ferlis vegna breytinga á lögum um Seðlabanka Íslands á næstu misserum,“ sagði Már.
Alþingi Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira