Engar undanþágur, eða fyrirsjáanlegar undanþágur? Stjórnarmaðurinn skrifar 4. febrúar 2015 07:00 Pétur Blöndal sagðist á dögunum þeirrar skoðunar að varhugavert væri að veita undanþágur frá gjaldeyrishöftunum. Stjórnarmaðurinn hefur fengið að reyna gjaldeyrishöftin á eigin skinni. Hans reynsla er sú að höftin hafi minni áhrif á daglegan rekstur íslenskra fyrirtækja en gjarnan er látið að liggja. Staðreyndin er nefnilega sú að þótt höftin leggi bann við t.d. kaupum á erlendum verðbréfum, og lánum milli innlendra og erlendra aðila, þá er í þeim að finna undanþágur fyrir þjónustu- og vörukaup. Þetta veldur því að mörg innlend fyrirtæki reka sig sáralítið á gjaldeyrishöftin í daglegu amstri þótt vissulega sé skriffinnskan í meira lagi. Annað gildir um erlenda fjárfesta. Fólk sem stundar viðskipti sækir í umhverfi sem það skilur og treystir. Skaðsemi haftanna er því fólgin í því að erlendir aðilar eru skiljanlega tregir til að eyða tíma og peningum í að kynna sér þau og því virka þau fælandi á erlenda fjárfestingu. Ef valið stendur milli þess að fjárfesta á Íslandi, eða í landi þar sem frjálst flæði fjármagns er tryggt, hvers vegna ætti fólk að öllu jöfnu að velja haftalandið Ísland? Á meðan verður íslenskt þjóðarbú af mikilvægum gjaldeyri. En víkjum aftur að orðum Péturs Blöndal í kjölfar fregna af því að Prómens íhugaði nú að flytja höfuðstöðvar sínar úr landi eftir að hafa fengið synjun á undanþáguumsókn. Stjórnarmaðurinn er ósammála Pétri og telur svigrúm til að veita undanþágur nauðsynlegt ef fyrir liggja gildar ástæður. Í þeim efnum er mikilvægast að sambærileg mál hljóti sambærilega úrlausn. Nokkrum dögum áður en út kvisaðist að umsókn Prómens hefði verið synjað, voru fréttir um þátttöku Eimskips í svokölluðu Joint Venture-félagi í Hamburg – en til þess hefur væntanlega þurft undanþágu frá Seðlabankanum. Stjórnarmaðurinn þekkir ekki forsendur að baki undanþágu til Eimskips, ekki frekar en hann þekkir til smáatriða í umsókn Prómens. Mergurinn málsins er hins vegar sá að engin leið er að bera málin saman enda liggja forsendur ekki fyrir opinberlega. Á meðan málum er svo háttað er alltaf hætta á kerfislægu vantrausti. Hvað mælir annars því í mót að ákvarðanir um undanþágur frá gjaldeyrishöftum séu birtar opinberlega rétt eins og margar aðrar stjórnvaldsákvarðanir, dómar eða úrskurðir? Gjaldeyrishöftin eru „nauðsynleg óþægindi“ ef svo má að orði komast. Hins vegar er engin ástæða til að auka á flækjustigið og ógagnsæið að óþörfu.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Sjá meira
Pétur Blöndal sagðist á dögunum þeirrar skoðunar að varhugavert væri að veita undanþágur frá gjaldeyrishöftunum. Stjórnarmaðurinn hefur fengið að reyna gjaldeyrishöftin á eigin skinni. Hans reynsla er sú að höftin hafi minni áhrif á daglegan rekstur íslenskra fyrirtækja en gjarnan er látið að liggja. Staðreyndin er nefnilega sú að þótt höftin leggi bann við t.d. kaupum á erlendum verðbréfum, og lánum milli innlendra og erlendra aðila, þá er í þeim að finna undanþágur fyrir þjónustu- og vörukaup. Þetta veldur því að mörg innlend fyrirtæki reka sig sáralítið á gjaldeyrishöftin í daglegu amstri þótt vissulega sé skriffinnskan í meira lagi. Annað gildir um erlenda fjárfesta. Fólk sem stundar viðskipti sækir í umhverfi sem það skilur og treystir. Skaðsemi haftanna er því fólgin í því að erlendir aðilar eru skiljanlega tregir til að eyða tíma og peningum í að kynna sér þau og því virka þau fælandi á erlenda fjárfestingu. Ef valið stendur milli þess að fjárfesta á Íslandi, eða í landi þar sem frjálst flæði fjármagns er tryggt, hvers vegna ætti fólk að öllu jöfnu að velja haftalandið Ísland? Á meðan verður íslenskt þjóðarbú af mikilvægum gjaldeyri. En víkjum aftur að orðum Péturs Blöndal í kjölfar fregna af því að Prómens íhugaði nú að flytja höfuðstöðvar sínar úr landi eftir að hafa fengið synjun á undanþáguumsókn. Stjórnarmaðurinn er ósammála Pétri og telur svigrúm til að veita undanþágur nauðsynlegt ef fyrir liggja gildar ástæður. Í þeim efnum er mikilvægast að sambærileg mál hljóti sambærilega úrlausn. Nokkrum dögum áður en út kvisaðist að umsókn Prómens hefði verið synjað, voru fréttir um þátttöku Eimskips í svokölluðu Joint Venture-félagi í Hamburg – en til þess hefur væntanlega þurft undanþágu frá Seðlabankanum. Stjórnarmaðurinn þekkir ekki forsendur að baki undanþágu til Eimskips, ekki frekar en hann þekkir til smáatriða í umsókn Prómens. Mergurinn málsins er hins vegar sá að engin leið er að bera málin saman enda liggja forsendur ekki fyrir opinberlega. Á meðan málum er svo háttað er alltaf hætta á kerfislægu vantrausti. Hvað mælir annars því í mót að ákvarðanir um undanþágur frá gjaldeyrishöftum séu birtar opinberlega rétt eins og margar aðrar stjórnvaldsákvarðanir, dómar eða úrskurðir? Gjaldeyrishöftin eru „nauðsynleg óþægindi“ ef svo má að orði komast. Hins vegar er engin ástæða til að auka á flækjustigið og ógagnsæið að óþörfu.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Sjá meira