Grikkir standa frammi fyrir erfiðum viðræðum guðsteinn bjarnason skrifar 5. febrúar 2015 07:15 Alexis Tsipras fékk góðar móttökur hjá Jean Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. fréttablaðið/EPA Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði í gær of snemmt að velta fyrir sér samningum við Grikkland, þar sem nýja stjórnin þar í landi hefur ekki enn gert neina grein fyrir því hvernig fara eigi að því að létta skuldabyrðinni af Grikklandi. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, sagði ljóst að samningaviðræður um grísku skuldirnar yrðu erfiðar. Grikkland þyrfti að leggja þar sitt af mörkum.Angela MerkelÞessi orð féllu í gær eftir að Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, hafði gengið á fund Jean Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Tsipras hitti einnig fleiri ráðamenn í Brussel, en bæði Tsipras og Janis Varúfakis, fjármálaráðherra stjórnar hans, hafa undanfarna daga ferðast til margra helstu höfuðborga Evrópuríkja til að ræða við ráðamenn um breytingar á skuldaskilmálum. „Við erum að bíða eftir áþreifanlegum tillögum, og þá getum við spjallað betur saman,“ sagði Merkel. Ekki er reiknað með að hún hitti Tsipras fyrr en 12. febrúar, á næsta leiðtogafundi Evrópusambandsins. „Við erum ekki komnir strax með samning, en við erum á góðri leið með að finna raunhæft samkomulag,“ sagði Tsipras hins vegar eftir fund sinn með Juncker. „Ég er mjög bjartsýnn á að við séum á góðri leið eftir þessar viðræður.“ Eitt af því sem fyrri stjórnvöld í Grikklandi hafa verið gagnrýnd fyrir er að ráðast ekki gegn þeirri landlægu spillingu og kerfismisnotkun sem keyrði landið í strand efnahagslega. Í viðtali við þýska fjölmiðilinn Zeit Online segir Varúfakis fjármálaráðherra að í þessu sé nýja gríska stjórnin frábrugðin fyrri stjórnvöldum: „Við erum kannski óreyndir, en við erum ekki partur af kerfinu,“ svarar Varúfakis. „Og við fáum ráðgjöf.“ Hann gaf líka afdráttarlaust loforð í þessu viðtali: „Grikkland mun, að frádregnum vaxtagjöldum, aldrei nokkurn tímann aftur verða með halla á fjárlögum. Aldrei, aldrei aldrei!“ Svo kom hann með eina tillögu um það, hvernig hægt væri að lækka greiðslubyrði skuldanna án þess að lækka skuldirnar sjálfar: „Vaxtagreiðslur verði tengdar við hagvöxtinn.“ Grikkland Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði í gær of snemmt að velta fyrir sér samningum við Grikkland, þar sem nýja stjórnin þar í landi hefur ekki enn gert neina grein fyrir því hvernig fara eigi að því að létta skuldabyrðinni af Grikklandi. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, sagði ljóst að samningaviðræður um grísku skuldirnar yrðu erfiðar. Grikkland þyrfti að leggja þar sitt af mörkum.Angela MerkelÞessi orð féllu í gær eftir að Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, hafði gengið á fund Jean Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Tsipras hitti einnig fleiri ráðamenn í Brussel, en bæði Tsipras og Janis Varúfakis, fjármálaráðherra stjórnar hans, hafa undanfarna daga ferðast til margra helstu höfuðborga Evrópuríkja til að ræða við ráðamenn um breytingar á skuldaskilmálum. „Við erum að bíða eftir áþreifanlegum tillögum, og þá getum við spjallað betur saman,“ sagði Merkel. Ekki er reiknað með að hún hitti Tsipras fyrr en 12. febrúar, á næsta leiðtogafundi Evrópusambandsins. „Við erum ekki komnir strax með samning, en við erum á góðri leið með að finna raunhæft samkomulag,“ sagði Tsipras hins vegar eftir fund sinn með Juncker. „Ég er mjög bjartsýnn á að við séum á góðri leið eftir þessar viðræður.“ Eitt af því sem fyrri stjórnvöld í Grikklandi hafa verið gagnrýnd fyrir er að ráðast ekki gegn þeirri landlægu spillingu og kerfismisnotkun sem keyrði landið í strand efnahagslega. Í viðtali við þýska fjölmiðilinn Zeit Online segir Varúfakis fjármálaráðherra að í þessu sé nýja gríska stjórnin frábrugðin fyrri stjórnvöldum: „Við erum kannski óreyndir, en við erum ekki partur af kerfinu,“ svarar Varúfakis. „Og við fáum ráðgjöf.“ Hann gaf líka afdráttarlaust loforð í þessu viðtali: „Grikkland mun, að frádregnum vaxtagjöldum, aldrei nokkurn tímann aftur verða með halla á fjárlögum. Aldrei, aldrei aldrei!“ Svo kom hann með eina tillögu um það, hvernig hægt væri að lækka greiðslubyrði skuldanna án þess að lækka skuldirnar sjálfar: „Vaxtagreiðslur verði tengdar við hagvöxtinn.“
Grikkland Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent