Öfgar geta af sér öfgar Starri Reynisson skrifar 5. febrúar 2015 07:00 Hér á landi, líkt og í öðrum löndum í Evrópu, er hópur fólks sem er að berjast fyrir því að framin verði kerfisbundin mannréttindabrot og ákveðnum minnihlutahóp verði mismunað vegna þess hverrar trúar hann er. Eflaust er þetta upp til hópa ágætis fólk sem er einfaldlega mjög afvegaleitt og áttar sig sennilega ekki á því hversu viðbjóðslegar og hættulegar skoðanir þess eru. Auðvitað er þessu fólki frjálst að koma sínum skoðunum á framfæri, en óneitanlega væri heimurinn betri staður ef færri deildu þessum skoðunum. Sannleikurinn er einfaldlega sá að það er ekki hægt að setja alla múslima undir sama hatt og gera ráð fyrir því að þetta séu allt hryðjuverkamenn. Það að ætla að hafa sérstakt eftirlit með múslimum á þessum forsendum er álíka fáránlegt og að ætla að hafa sérstakt eftirlit með kaþólskum prestum á þeim forsendum að þeir séu allir barnaníðingar. Langflestir múslimar eru bara ósköp eðlilegt og gott fólk, öfgamennirnir eru aðeins hávær minnihluti og tala ekki fyrir alla múslima neitt frekar en t.d. Westboro Baptist Church talar fyrir alla sem eru kristnir, Ku Klux Klan talar fyrir alla hægrimenn, já eða bara forstöðumenn Facebook-síðunnar „Mótmælum mosku á Íslandi“ fyrir alla Íslendinga. Öfgar geta af sér öfgar, og það virkar í báðar áttir. Hryðjuverk á borð við árásina í París gera fátt annað en að gera öfgaþjóðernissinna enn öfgafyllri, og ummæli og aðgerðir þessara þjóðernissinna gera ekkert nema skvetta bensíni á eldinn hjá öfgatrúuðum múslimum. Þetta er þróun sem allt gott og vel meinandi fólk ætti að leggjast á eitt við að sporna gegn. Það er einfaldlega þannig að ef við viðurkennum að skoðanir sem byggjast á fordómum, mismunun og mannréttindabrotum eigi rétt á sér erum við um leið að segja að fordómar, mismunun og mannréttindabrot séu á einhvern hátt réttlætanlegir hlutir, sem þeir eru alls ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starri Reynisson Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Sjá meira
Hér á landi, líkt og í öðrum löndum í Evrópu, er hópur fólks sem er að berjast fyrir því að framin verði kerfisbundin mannréttindabrot og ákveðnum minnihlutahóp verði mismunað vegna þess hverrar trúar hann er. Eflaust er þetta upp til hópa ágætis fólk sem er einfaldlega mjög afvegaleitt og áttar sig sennilega ekki á því hversu viðbjóðslegar og hættulegar skoðanir þess eru. Auðvitað er þessu fólki frjálst að koma sínum skoðunum á framfæri, en óneitanlega væri heimurinn betri staður ef færri deildu þessum skoðunum. Sannleikurinn er einfaldlega sá að það er ekki hægt að setja alla múslima undir sama hatt og gera ráð fyrir því að þetta séu allt hryðjuverkamenn. Það að ætla að hafa sérstakt eftirlit með múslimum á þessum forsendum er álíka fáránlegt og að ætla að hafa sérstakt eftirlit með kaþólskum prestum á þeim forsendum að þeir séu allir barnaníðingar. Langflestir múslimar eru bara ósköp eðlilegt og gott fólk, öfgamennirnir eru aðeins hávær minnihluti og tala ekki fyrir alla múslima neitt frekar en t.d. Westboro Baptist Church talar fyrir alla sem eru kristnir, Ku Klux Klan talar fyrir alla hægrimenn, já eða bara forstöðumenn Facebook-síðunnar „Mótmælum mosku á Íslandi“ fyrir alla Íslendinga. Öfgar geta af sér öfgar, og það virkar í báðar áttir. Hryðjuverk á borð við árásina í París gera fátt annað en að gera öfgaþjóðernissinna enn öfgafyllri, og ummæli og aðgerðir þessara þjóðernissinna gera ekkert nema skvetta bensíni á eldinn hjá öfgatrúuðum múslimum. Þetta er þróun sem allt gott og vel meinandi fólk ætti að leggjast á eitt við að sporna gegn. Það er einfaldlega þannig að ef við viðurkennum að skoðanir sem byggjast á fordómum, mismunun og mannréttindabrotum eigi rétt á sér erum við um leið að segja að fordómar, mismunun og mannréttindabrot séu á einhvern hátt réttlætanlegir hlutir, sem þeir eru alls ekki.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar