Er lágt olíuverð bara gott? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 5. febrúar 2015 07:00 Ein mesta efnahagsinnspýting í langan tíma fyrir Íslendinga á sér nú stað með stórfelldri lækkun olíuverðs. Íslenska þjóðin kaupir um 500 milljónir lítra af olíu árlega til að keyra samfélagið til sjávar og sveita. Ef heimsmarkaðsverð á lítra lækkar um 50 kr. þá sparar þjóðarbúið um 25 milljarða árlega. Þetta er alvöru sparnaður fyrir íbúana sem dreifist um allt samfélagið, m.ö.o. þá vaxa og dafna milljarðarnir í hagkerfinu okkar í stað þess að leka beint til olíuframleiðsluríkja. Þessi áhrif olíukostnaðar á þjóðarbúið sýna okkur hversu jákvæð áhrif minni olíunotkun hefur á ríki eins og Ísland, sem ekki framleiðir olíu. Minni olíunotkun skilar hins vegar mun öruggari og fyrirsjáanlegri sparnaði en vonir um lágt olíuverð til langframa. Þess vegna er mikilvægt að sofna ekki á verðinum nú heldur halda áfram í þá átt að gera Ísland óháðara olíu. Lágt olíuverð slævir og nú þegar eru t.d. komnar vísbendingar um að eyðslugildi nýrra bifreiða í Bandaríkjunum sé í fyrsta skipti í mörg ár að stíga upp á við. Það er mjög varhugaverð þróun ef við förum að nota meiri olíu á hvern ekinn kílómetra í skjóli lágs olíuverðs. Einnig eru fiskimjölsverksmiðjur farnar að hóta því að skipta yfir í olíu sem tímabundið gæti farið örlítið undir raforkuverð. Erum við sátt við að sameiginleg auðlind sé brædd með olíu í stað innlendrar raforku vegna lágs olíuverðs sem því miður getur aðeins verið tímabundið ástand? Olíuverð mun hækka vegna þeirrar einföldu staðreyndar að olían mun klárast þar sem hún er ekki endanleg auðlind. Olía er sem sagt ósjálfbær en að auki er hún mengandi, gjaldeyriseyðandi og orkuöryggistruflandi. Hvernig getur verð á vöru sem mun klárast, líklega vel innan hundrað ára, lækkað yfirleitt? Mannkynið hefur því miður aldrei átt auðvelt með að verðleggja endanlegar auðlindir og yfirleitt valið þá leið að senda raunkostnaðinn að mestu yfir á næstu kynslóðir. Ef ég segði þér, lesandi góður, að pottþétt væri að sauðfé, sem tegund, myndi deyja út vegna riðu á næsta ári, hvernig myndir þú verðmeta lambalærið í kistunni þinni þá?Lífeyrissjóður Flestir hafa skilning á mikilvægi þess að leggja fyrir í lífeyrissjóð. Ástæðan er einföld, við þurfum vinnu og laun til að mæta útgjöldum hins daglega lífs. Þegar við eldumst og verðum að hætta að vinna þá hverfa launin en ekki útgjöldin. Þess vegna leggjum við fyrir til að tryggja lífeyri sem mætir útgjöldum efri ára. Hvers vegna hugsum við ekki eins um olíu sem verður búin eða á óviðráðanlegu verði eftir einhverja áratugi? Væri ekki ráð að leggja fyrir og nota þá peninga til að skapa framtíð eftir olíu eins og við vinnum markvisst að því að skapa framtíð eftir vinnu? Er það algerlega fáránleg hugmynd að leggja eina krónu á hvern lítra af olíu sem nota mætti til að styðja við framleiðslu og uppbyggingu innviða fyrir innlenda nýorku sem taka mun við af olíunni fyrr en síðar? Ein króna á lítra gefur um 500 milljónir á ári ef hún leggst á alla olíu. Þessa peninga mætti líka nota til að milda framtíðarhækkanir á olíu til að draga úr áhrifum á verðlag o.fl. En líklega er til of mikils mælst að hækka olíuverð um krónu fyrir bjartari framtíð og langbest að láta komandi kynslóðir bara taka skellinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ein mesta efnahagsinnspýting í langan tíma fyrir Íslendinga á sér nú stað með stórfelldri lækkun olíuverðs. Íslenska þjóðin kaupir um 500 milljónir lítra af olíu árlega til að keyra samfélagið til sjávar og sveita. Ef heimsmarkaðsverð á lítra lækkar um 50 kr. þá sparar þjóðarbúið um 25 milljarða árlega. Þetta er alvöru sparnaður fyrir íbúana sem dreifist um allt samfélagið, m.ö.o. þá vaxa og dafna milljarðarnir í hagkerfinu okkar í stað þess að leka beint til olíuframleiðsluríkja. Þessi áhrif olíukostnaðar á þjóðarbúið sýna okkur hversu jákvæð áhrif minni olíunotkun hefur á ríki eins og Ísland, sem ekki framleiðir olíu. Minni olíunotkun skilar hins vegar mun öruggari og fyrirsjáanlegri sparnaði en vonir um lágt olíuverð til langframa. Þess vegna er mikilvægt að sofna ekki á verðinum nú heldur halda áfram í þá átt að gera Ísland óháðara olíu. Lágt olíuverð slævir og nú þegar eru t.d. komnar vísbendingar um að eyðslugildi nýrra bifreiða í Bandaríkjunum sé í fyrsta skipti í mörg ár að stíga upp á við. Það er mjög varhugaverð þróun ef við förum að nota meiri olíu á hvern ekinn kílómetra í skjóli lágs olíuverðs. Einnig eru fiskimjölsverksmiðjur farnar að hóta því að skipta yfir í olíu sem tímabundið gæti farið örlítið undir raforkuverð. Erum við sátt við að sameiginleg auðlind sé brædd með olíu í stað innlendrar raforku vegna lágs olíuverðs sem því miður getur aðeins verið tímabundið ástand? Olíuverð mun hækka vegna þeirrar einföldu staðreyndar að olían mun klárast þar sem hún er ekki endanleg auðlind. Olía er sem sagt ósjálfbær en að auki er hún mengandi, gjaldeyriseyðandi og orkuöryggistruflandi. Hvernig getur verð á vöru sem mun klárast, líklega vel innan hundrað ára, lækkað yfirleitt? Mannkynið hefur því miður aldrei átt auðvelt með að verðleggja endanlegar auðlindir og yfirleitt valið þá leið að senda raunkostnaðinn að mestu yfir á næstu kynslóðir. Ef ég segði þér, lesandi góður, að pottþétt væri að sauðfé, sem tegund, myndi deyja út vegna riðu á næsta ári, hvernig myndir þú verðmeta lambalærið í kistunni þinni þá?Lífeyrissjóður Flestir hafa skilning á mikilvægi þess að leggja fyrir í lífeyrissjóð. Ástæðan er einföld, við þurfum vinnu og laun til að mæta útgjöldum hins daglega lífs. Þegar við eldumst og verðum að hætta að vinna þá hverfa launin en ekki útgjöldin. Þess vegna leggjum við fyrir til að tryggja lífeyri sem mætir útgjöldum efri ára. Hvers vegna hugsum við ekki eins um olíu sem verður búin eða á óviðráðanlegu verði eftir einhverja áratugi? Væri ekki ráð að leggja fyrir og nota þá peninga til að skapa framtíð eftir olíu eins og við vinnum markvisst að því að skapa framtíð eftir vinnu? Er það algerlega fáránleg hugmynd að leggja eina krónu á hvern lítra af olíu sem nota mætti til að styðja við framleiðslu og uppbyggingu innviða fyrir innlenda nýorku sem taka mun við af olíunni fyrr en síðar? Ein króna á lítra gefur um 500 milljónir á ári ef hún leggst á alla olíu. Þessa peninga mætti líka nota til að milda framtíðarhækkanir á olíu til að draga úr áhrifum á verðlag o.fl. En líklega er til of mikils mælst að hækka olíuverð um krónu fyrir bjartari framtíð og langbest að láta komandi kynslóðir bara taka skellinn.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun