Kökumylsna handa öllum Sif Sigmarsdóttir skrifar 6. febrúar 2015 06:00 Það er gott að búa í Kópavogi, segir máltækið. Eða er það málsháttur? Orðatiltæki kannski? Allavega. Kópavogur. Kópavogur leysti á dögunum upp á sitt eindæmi eitt óleysanlegasta vandamál mannkynsins. Hvílík og önnur eins hugvitssemi hefur ekki sést í áraraðir, ef þá nokkurn tímann. Um er að ræða uppgötvun á borð við hjólið, eldinn, prentvélina og pensilín. Jóhannes Gutenberg, Alexander Fleming, Ármann Kr. Ólafsson. Ég vil kalla hana kökumylsnuaðferðina. Jófríður Hanna Sigfúsdóttir, launa- og rekstrarfulltrúi hjá Kópavogsbæ, kærði bæinn til kærunefndar jafnréttismála í fyrra fyrir að greiða karlmanni í sambærilegu starfi hærri laun. Kærunefndin komst að þeirri niðurstöðu að bærinn hefði brotið lög. Það er gott að búa í Kópavogi og þar er launamunur kynjanna ekki látinn viðgangast. Ármann Kr. bæjarstjóri brást hratt og vel við eins og frægt er orðið. Með gjörningi sem á einhvern óútskýranlegan hátt var í senn í anda móður Teresu og Maríu Antoinette var óréttlætinu útrýmt. „Kökumylsna handa öllum. Voila, hallelúja og bon appetit.“ Karlinn var lækkaður í launum.Hár í handarkrikum Fyrir tveimur vikum skrifaði ég grein sem birtist á þessum sömu síðum um launamun kynjanna. Í einfeldni minni stakk ég þar upp á að til að fagna 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna myndum við útrýma launamun kynjanna með því að hver einasta kona færi til yfirmanns síns og bæði um launahækkun. Ég tek þessa frómu ósk hér með til baka. Það er nefnilega til betri leið. Konur hafa barist fyrir jöfnum launum á við karla lengur en Kópavogur hefur verið í byggð. Þær hafa hent sér fyrir hesta og brennt brjóstahaldara. Þær hafa ræktað hárvöxt í handarkrikum, klætt sig eins og karlmenn og svo eins og druslur. En allt kemur fyrir ekki.Hundaskítur á húnum Manninum eru flestir vegir færir. Hann hefur gengið á tunglinu. Hann hefur ferðast hraðar en hljóðið. Hann hefur alið af sér Mozart, Marie Curie og Justin Bieber. Hann hefur beislað náttúruna og útrýmt drepsóttum. En hvers vegna hefur gengið svona illa að útrýma launamun kynjanna? Ástæðan er sú að við höfum ekki hugsað út fyrir kassann. Ekki eins og Ármann Kr. Ármann er kominn svo langt út fyrir kassann að fyrir honum er kassinn ekki annað en depill í fjarska. Kassinn er eins og Kópavogsbær séður úr geimnum. Í stað þess að ég biðji um launahækkun í tilraun minni til að vera metin til jafns við karlkyns kollega hefði ég greinilega heldur átt að biðja um launalækkun karlkyns kollegum til handa. Hæ, Guðmundur Andri. Hæ, Sigurjón M. Og hvers vegna að láta þar við sitja. Kökumylsnuaðferð Ármanns má beita á hina ýmsu þætti daglegs líf. Ertu með hausverk? Stingdu nál í lærið á þér og ég ábyrgist að þú hættir að finna fyrir honum. Ertu í vondu skapi? Klíndu hundaskít á hurðarhún nágranna þíns og þú getur yljað þér við þá vitneskju að bráðum verður einhver í jafn vondu skapi og þú. Og hví ekki að hugsa stórt? Til að lina hugarvíl þeirra sem eru með skalla, hvernig væri að raka hárið af öllum íbúum jarðar. Þjáistu af vöðvabólgu? Hugsaðu um verðbólgu. Er fólk súrt yfir tollaskertu ostaúrvalinu? Tökum aftur fyrir innflutning á nammi. Aldrei neitt í sjónvarpinu. Bönnum rafmagn. Já, það hlýtur að vera gott að búa í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Justin Bieber á Íslandi Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það er gott að búa í Kópavogi, segir máltækið. Eða er það málsháttur? Orðatiltæki kannski? Allavega. Kópavogur. Kópavogur leysti á dögunum upp á sitt eindæmi eitt óleysanlegasta vandamál mannkynsins. Hvílík og önnur eins hugvitssemi hefur ekki sést í áraraðir, ef þá nokkurn tímann. Um er að ræða uppgötvun á borð við hjólið, eldinn, prentvélina og pensilín. Jóhannes Gutenberg, Alexander Fleming, Ármann Kr. Ólafsson. Ég vil kalla hana kökumylsnuaðferðina. Jófríður Hanna Sigfúsdóttir, launa- og rekstrarfulltrúi hjá Kópavogsbæ, kærði bæinn til kærunefndar jafnréttismála í fyrra fyrir að greiða karlmanni í sambærilegu starfi hærri laun. Kærunefndin komst að þeirri niðurstöðu að bærinn hefði brotið lög. Það er gott að búa í Kópavogi og þar er launamunur kynjanna ekki látinn viðgangast. Ármann Kr. bæjarstjóri brást hratt og vel við eins og frægt er orðið. Með gjörningi sem á einhvern óútskýranlegan hátt var í senn í anda móður Teresu og Maríu Antoinette var óréttlætinu útrýmt. „Kökumylsna handa öllum. Voila, hallelúja og bon appetit.“ Karlinn var lækkaður í launum.Hár í handarkrikum Fyrir tveimur vikum skrifaði ég grein sem birtist á þessum sömu síðum um launamun kynjanna. Í einfeldni minni stakk ég þar upp á að til að fagna 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna myndum við útrýma launamun kynjanna með því að hver einasta kona færi til yfirmanns síns og bæði um launahækkun. Ég tek þessa frómu ósk hér með til baka. Það er nefnilega til betri leið. Konur hafa barist fyrir jöfnum launum á við karla lengur en Kópavogur hefur verið í byggð. Þær hafa hent sér fyrir hesta og brennt brjóstahaldara. Þær hafa ræktað hárvöxt í handarkrikum, klætt sig eins og karlmenn og svo eins og druslur. En allt kemur fyrir ekki.Hundaskítur á húnum Manninum eru flestir vegir færir. Hann hefur gengið á tunglinu. Hann hefur ferðast hraðar en hljóðið. Hann hefur alið af sér Mozart, Marie Curie og Justin Bieber. Hann hefur beislað náttúruna og útrýmt drepsóttum. En hvers vegna hefur gengið svona illa að útrýma launamun kynjanna? Ástæðan er sú að við höfum ekki hugsað út fyrir kassann. Ekki eins og Ármann Kr. Ármann er kominn svo langt út fyrir kassann að fyrir honum er kassinn ekki annað en depill í fjarska. Kassinn er eins og Kópavogsbær séður úr geimnum. Í stað þess að ég biðji um launahækkun í tilraun minni til að vera metin til jafns við karlkyns kollega hefði ég greinilega heldur átt að biðja um launalækkun karlkyns kollegum til handa. Hæ, Guðmundur Andri. Hæ, Sigurjón M. Og hvers vegna að láta þar við sitja. Kökumylsnuaðferð Ármanns má beita á hina ýmsu þætti daglegs líf. Ertu með hausverk? Stingdu nál í lærið á þér og ég ábyrgist að þú hættir að finna fyrir honum. Ertu í vondu skapi? Klíndu hundaskít á hurðarhún nágranna þíns og þú getur yljað þér við þá vitneskju að bráðum verður einhver í jafn vondu skapi og þú. Og hví ekki að hugsa stórt? Til að lina hugarvíl þeirra sem eru með skalla, hvernig væri að raka hárið af öllum íbúum jarðar. Þjáistu af vöðvabólgu? Hugsaðu um verðbólgu. Er fólk súrt yfir tollaskertu ostaúrvalinu? Tökum aftur fyrir innflutning á nammi. Aldrei neitt í sjónvarpinu. Bönnum rafmagn. Já, það hlýtur að vera gott að búa í Kópavogi.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun