Ísland og þróunarmarkmið SÞ Auður Guðjónsdóttir skrifar 6. febrúar 2015 10:00 Eins og ýmsum er kunnugt samþykkti Alþingi árið 2014 þingsályktun um aðgerðir í þágu lækninga á mænuskaða. Ályktunin tekur til ýmissa veigamikilla atriða sem gagnast geta veröldinni svo sem eins og Norðurlandasamstarfi um mænuskaða sem nú þegar er komið í farveg. Eitt þeirra atriða sem ályktunin kveður á um er að íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir því að einu af þeim þróunarmarkmiðum sem Sameinuðu þjóðirnar setja á þessu ári verði beint að framförum í lækningu sjúkdóma og skaða í taugakerfinu. Vegna þessa hefur utanríkisráðuneytið bætt taugakerfinu við sem einni af þeim fimm tillögum sem Ísland leggur fram til þróunarmarkmiða áranna 2015 til 2030 og sent til aðalritara Sameinuðu þjóðanna. Þar var framtakinu vel tekið og Íslandi þakkað sérstaklega fyrir frumkvæði sitt í þágu mænuskaðans/taugakerfisins. Í skýrslu aðalritarans sem kom út í desember síðastliðnum kom í ljós að hann mælir með að taugakerfinu verði gert hátt undir höfði þegar aðildarríki Sameinuðu þjóðanna samþykkja sautján ný þróunarmarkmið í september næstkomandi. Það skiptir miklu máli að fá „aukinn skilning á virkni taugakerfisins“ samþykkt sem þróunarmarkmið hjá Sameinuðu þjóðunum. Vandinn er afar stór því hundruð milljóna manna um víða veröld þjást vegna sjúkdóma og skaða í taugakerfinu svo sem MS, MND, Parkinson, flogaveiki, Alzheimer, CP-heilalömunar, geðsjúkdóma, æxlamyndunar og skaða sem hlýst vegna slysa svo sem heila- og mænuskaða. Afar erfiðlega hefur gengið að finna lækningu í taugakerfinu og er ein aðalástæðan sú að læknavísindin hafa ekki fullan skilning á virkni þess. Þess vegna þarf alþjóðlegt taugavísindasvið mjög á athygli og aðstoð að halda frá alþjóðasamfélaginu. Ályktun fylgt eftir Nú þegar eru umræður hafnar í aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna um hver skuli verða næstu þróunarmarkmið. Þar halda á málum utanríkisráðherra Íslands og ráðuneyti hans ásamt sendiráði Íslands í New York. Ekki er að efa að róður fulltrúa Íslands við að fá taugakerfið samþykkt sem þróunarmarkmið mun verða afar þungur og mikinn pólitískan þrýsting þarf að setja í málið til að fá það samþykkt. Stjórn Mænuskaðastofnunar Íslands biður því ráðherra og þingmenn um að fylgja vel eftir eigin ályktun og kynna málið þar sem því verður viðkomið svo sem fyrir Norðurlandaþinginu, Evrópuráðsþinginu, alþjóðaþingmannasambandinu, Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni WHO og leita eftir stuðningsyfirlýsingu frá þessum samtökum um að tillagan „aukinn skilningur á virkni taugakerfisins“ verði gerð að þróunarmarkmiði hjá SÞ í haust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Guðjónsdóttir Mest lesið Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Sjá meira
Eins og ýmsum er kunnugt samþykkti Alþingi árið 2014 þingsályktun um aðgerðir í þágu lækninga á mænuskaða. Ályktunin tekur til ýmissa veigamikilla atriða sem gagnast geta veröldinni svo sem eins og Norðurlandasamstarfi um mænuskaða sem nú þegar er komið í farveg. Eitt þeirra atriða sem ályktunin kveður á um er að íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir því að einu af þeim þróunarmarkmiðum sem Sameinuðu þjóðirnar setja á þessu ári verði beint að framförum í lækningu sjúkdóma og skaða í taugakerfinu. Vegna þessa hefur utanríkisráðuneytið bætt taugakerfinu við sem einni af þeim fimm tillögum sem Ísland leggur fram til þróunarmarkmiða áranna 2015 til 2030 og sent til aðalritara Sameinuðu þjóðanna. Þar var framtakinu vel tekið og Íslandi þakkað sérstaklega fyrir frumkvæði sitt í þágu mænuskaðans/taugakerfisins. Í skýrslu aðalritarans sem kom út í desember síðastliðnum kom í ljós að hann mælir með að taugakerfinu verði gert hátt undir höfði þegar aðildarríki Sameinuðu þjóðanna samþykkja sautján ný þróunarmarkmið í september næstkomandi. Það skiptir miklu máli að fá „aukinn skilning á virkni taugakerfisins“ samþykkt sem þróunarmarkmið hjá Sameinuðu þjóðunum. Vandinn er afar stór því hundruð milljóna manna um víða veröld þjást vegna sjúkdóma og skaða í taugakerfinu svo sem MS, MND, Parkinson, flogaveiki, Alzheimer, CP-heilalömunar, geðsjúkdóma, æxlamyndunar og skaða sem hlýst vegna slysa svo sem heila- og mænuskaða. Afar erfiðlega hefur gengið að finna lækningu í taugakerfinu og er ein aðalástæðan sú að læknavísindin hafa ekki fullan skilning á virkni þess. Þess vegna þarf alþjóðlegt taugavísindasvið mjög á athygli og aðstoð að halda frá alþjóðasamfélaginu. Ályktun fylgt eftir Nú þegar eru umræður hafnar í aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna um hver skuli verða næstu þróunarmarkmið. Þar halda á málum utanríkisráðherra Íslands og ráðuneyti hans ásamt sendiráði Íslands í New York. Ekki er að efa að róður fulltrúa Íslands við að fá taugakerfið samþykkt sem þróunarmarkmið mun verða afar þungur og mikinn pólitískan þrýsting þarf að setja í málið til að fá það samþykkt. Stjórn Mænuskaðastofnunar Íslands biður því ráðherra og þingmenn um að fylgja vel eftir eigin ályktun og kynna málið þar sem því verður viðkomið svo sem fyrir Norðurlandaþinginu, Evrópuráðsþinginu, alþjóðaþingmannasambandinu, Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni WHO og leita eftir stuðningsyfirlýsingu frá þessum samtökum um að tillagan „aukinn skilningur á virkni taugakerfisins“ verði gerð að þróunarmarkmiði hjá SÞ í haust.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun