Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu – fyrir hvern? Svandís Svavarsdóttir skrifar 7. febrúar 2015 08:30 Einkavæðing heilbrigðiskerfisins hefur verið sérstakt áhugamál hægrimanna um langt skeið, að minnsta kosti frá tímum Margrétar Thatcher og annarra forgöngumanna nýfrjálshyggjunnar. Það kom því ekki sérstaklega á óvart að sjá að í yfirlýsingu milli ríkisstjórnarinnar og Læknafélags Íslands vegna nýfenginna kjarasamninga hafði verið laumað inn setningu um aukna einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu, sem nú þegar er einkarekið að nokkru leyti. Einkavæðingin kallast reyndar „fjölbreytt rekstrarform“ í þessari yfirlýsingu en það er sama hugtak og iðulega er notað þegar kynna á einkavæðinguna til leiks undir rós. En til hvers og fyrir hvern er verið að leggja til aukna einkavæðingu í heilbriðgiskerfinu? Hver ætli hagnist á því?Dýrara fyrir skattgreiðendur Undanfarnir áratugir hafa veitt okkur mikla reynslu af einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu þar sem ýmislegt fróðlegt hefur komið í ljós. Við vitum til dæmis að Bandaríkin eru með langdýrasta heilbrigðiskerfi í heimi, en þar er kerfið í heild sinni einkavætt eins og kunnugt er. Kostaðurinn skýrist að miklu leyti af því að óhemju miklum fjármunum er varið í yfirbyggingu á sjúkrahúsum og sjúkratryggingarfélögum, auk þess sem tvíverknaður er mikill og hagkvæmni lítil. Svipaða sögu er að segja af einkavæðingu sem ráðist hefur verið í í öðrum löndum: einkavædd heilbrigðisþjónusta er almennt séð dýrari, þótt einstaka sjúkrahús sem sinni fyrst og fremst heilbrigðustu sjúklingunum geti að sjálfsögðu verið ódýrari en sum opinber sjúkrahús. Það er því ljóst að enginn ávinningur er af einkavæðingu fyrir íslenska skattgreiðendur – þvert á móti bendir flest til þess að einkavætt heilbrigðiskerfi sé dýrara en opinbert.Verri þjónusta fyrir sjúklinga Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu þjónar heldur ekki markmiðum um bætta þjónustu fyrir sjúklinga – notendur þjónustunnar. Í þeim löndum þar sem opinber heilbrigðisþjónusta hefur verið einkavædd er gengur aðferðafræðin iðulega út á að einkavæða „hagkvæmustu“ einingarnar og skilja hið opinbera eftir með erfiðustu og viðkvæmustu þjónustuna. Í einkavæddu þjónustunni er svo allt gert til þess að draga úr kostnaði og fara framhjá þeim reglum og viðmiðum sem hið opinbera setur um hvaða þjónustu beri að veita og með hvaða hætti. Á það hefur margoft verið bent að engin leið er til að skilgreina nákvæmlega í samningum hins opinbera við einkafyrirtæki hvernig þjónustu veri að veita og því koma reglulega upp hneykslismál þar sem hinar einkavæddu stofnanir hafa með einum eða öðrum hætti komist upp með að veita miklu verri þjónustu en sú sem veitt var af hinu opinbera áður.Meiri ójöfnuður hjá starfsfólki Því er stundum haldið fram að laun séu hærri í einkavæddum heilbrigðiskerfum en opinberum. Í þessari fullyrðingu er ákveðið sannleikskorn að því leyti að laun stjórnenda og allskonar millistjórnenda – sem iðulega fjölgar við einkavæðingu – eru miklum mun hærri í einkavæddum heilbrigðisstofnunum en opinberum. Hinir fjölmörgu stjórnendur í einkavæddum heilbrigðiskerfum keyra iðulega um á rándýrum sportbílum og lúxusjeppum, sem fjármagnaðir eru með skattfé eða gjöldum á sjúklinga. Almennt starfsfólk – hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, ræstitæknar, og svo framvegis – þurfa hins vegar jafnan að sætta sig við talsvert lægri laun og – sem oft gleymist – skerðingar á réttindum og starfsöryggi.… en eigendur græða Af ofansögðu er ljóst að einkavæðing í heilbrigðiskerfinu er hvorki til hagsbóta fyrir skattgreiðendur, sjúklinga né almennt starfsfólk í heilbrigðiskerfinu. Hverjir eru það þá sem eru að þrýsta á um aukna einkavæðingu? Einn er sá hópur sem augljóslega telur sig geta hagnast á einkavæðingu heilbrigðisþjónustunnar, en það eru væntanlegir eigendur. Eðli málsins samkvæmt gera eigendur sér vonir um að geta tekið hagnað út úr þeim heilbrigðisstofnunum sem þeir myndu eignast við einkavæðingu, og raunar eru víða til svimandi tölur um hagnað einkavæddra heilbrigðisstofnana og ótrúlegar arðgreiðslur til eigenda. Mörg dæmi hafa litið dagsins ljós, t.d. frá Svíþjóð, þar sem opinbert fé sem varið hefur verið til einkavæddra heilbrigðisstofnana hefur að stórum hluta farið í arðgreiðslur til eigenda. Stóru spurningarnar sem við Íslendingar þurfum að svara eru því þessar: Er rétt að heilbrigðiskerfið sé leið til að græða -- sé leið til að hagnast? Er verjandi að gera sjúkdóma og veikindi að féþúfu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Einkavæðing heilbrigðiskerfisins hefur verið sérstakt áhugamál hægrimanna um langt skeið, að minnsta kosti frá tímum Margrétar Thatcher og annarra forgöngumanna nýfrjálshyggjunnar. Það kom því ekki sérstaklega á óvart að sjá að í yfirlýsingu milli ríkisstjórnarinnar og Læknafélags Íslands vegna nýfenginna kjarasamninga hafði verið laumað inn setningu um aukna einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu, sem nú þegar er einkarekið að nokkru leyti. Einkavæðingin kallast reyndar „fjölbreytt rekstrarform“ í þessari yfirlýsingu en það er sama hugtak og iðulega er notað þegar kynna á einkavæðinguna til leiks undir rós. En til hvers og fyrir hvern er verið að leggja til aukna einkavæðingu í heilbriðgiskerfinu? Hver ætli hagnist á því?Dýrara fyrir skattgreiðendur Undanfarnir áratugir hafa veitt okkur mikla reynslu af einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu þar sem ýmislegt fróðlegt hefur komið í ljós. Við vitum til dæmis að Bandaríkin eru með langdýrasta heilbrigðiskerfi í heimi, en þar er kerfið í heild sinni einkavætt eins og kunnugt er. Kostaðurinn skýrist að miklu leyti af því að óhemju miklum fjármunum er varið í yfirbyggingu á sjúkrahúsum og sjúkratryggingarfélögum, auk þess sem tvíverknaður er mikill og hagkvæmni lítil. Svipaða sögu er að segja af einkavæðingu sem ráðist hefur verið í í öðrum löndum: einkavædd heilbrigðisþjónusta er almennt séð dýrari, þótt einstaka sjúkrahús sem sinni fyrst og fremst heilbrigðustu sjúklingunum geti að sjálfsögðu verið ódýrari en sum opinber sjúkrahús. Það er því ljóst að enginn ávinningur er af einkavæðingu fyrir íslenska skattgreiðendur – þvert á móti bendir flest til þess að einkavætt heilbrigðiskerfi sé dýrara en opinbert.Verri þjónusta fyrir sjúklinga Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu þjónar heldur ekki markmiðum um bætta þjónustu fyrir sjúklinga – notendur þjónustunnar. Í þeim löndum þar sem opinber heilbrigðisþjónusta hefur verið einkavædd er gengur aðferðafræðin iðulega út á að einkavæða „hagkvæmustu“ einingarnar og skilja hið opinbera eftir með erfiðustu og viðkvæmustu þjónustuna. Í einkavæddu þjónustunni er svo allt gert til þess að draga úr kostnaði og fara framhjá þeim reglum og viðmiðum sem hið opinbera setur um hvaða þjónustu beri að veita og með hvaða hætti. Á það hefur margoft verið bent að engin leið er til að skilgreina nákvæmlega í samningum hins opinbera við einkafyrirtæki hvernig þjónustu veri að veita og því koma reglulega upp hneykslismál þar sem hinar einkavæddu stofnanir hafa með einum eða öðrum hætti komist upp með að veita miklu verri þjónustu en sú sem veitt var af hinu opinbera áður.Meiri ójöfnuður hjá starfsfólki Því er stundum haldið fram að laun séu hærri í einkavæddum heilbrigðiskerfum en opinberum. Í þessari fullyrðingu er ákveðið sannleikskorn að því leyti að laun stjórnenda og allskonar millistjórnenda – sem iðulega fjölgar við einkavæðingu – eru miklum mun hærri í einkavæddum heilbrigðisstofnunum en opinberum. Hinir fjölmörgu stjórnendur í einkavæddum heilbrigðiskerfum keyra iðulega um á rándýrum sportbílum og lúxusjeppum, sem fjármagnaðir eru með skattfé eða gjöldum á sjúklinga. Almennt starfsfólk – hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, ræstitæknar, og svo framvegis – þurfa hins vegar jafnan að sætta sig við talsvert lægri laun og – sem oft gleymist – skerðingar á réttindum og starfsöryggi.… en eigendur græða Af ofansögðu er ljóst að einkavæðing í heilbrigðiskerfinu er hvorki til hagsbóta fyrir skattgreiðendur, sjúklinga né almennt starfsfólk í heilbrigðiskerfinu. Hverjir eru það þá sem eru að þrýsta á um aukna einkavæðingu? Einn er sá hópur sem augljóslega telur sig geta hagnast á einkavæðingu heilbrigðisþjónustunnar, en það eru væntanlegir eigendur. Eðli málsins samkvæmt gera eigendur sér vonir um að geta tekið hagnað út úr þeim heilbrigðisstofnunum sem þeir myndu eignast við einkavæðingu, og raunar eru víða til svimandi tölur um hagnað einkavæddra heilbrigðisstofnana og ótrúlegar arðgreiðslur til eigenda. Mörg dæmi hafa litið dagsins ljós, t.d. frá Svíþjóð, þar sem opinbert fé sem varið hefur verið til einkavæddra heilbrigðisstofnana hefur að stórum hluta farið í arðgreiðslur til eigenda. Stóru spurningarnar sem við Íslendingar þurfum að svara eru því þessar: Er rétt að heilbrigðiskerfið sé leið til að græða -- sé leið til að hagnast? Er verjandi að gera sjúkdóma og veikindi að féþúfu?
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun