Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu II: Hver er reynslan? Svandís Svavarsdóttir skrifar 11. febrúar 2015 12:00 Nýlega skrifaði ég grein um einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu þar sem ég rakti hinar ýmsu afleiðingar einkavæðingar fyrir skattgreiðendur, sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólk. Í stuttu máli má segja að einkavætt heilbrigðiskerfi sé dýrara, verra og ójafnara en opinbert heilbrigðiskerfi - og að einkavætt heilbrigðiskerfi hafi þann eina „kost“ að skapa gróða fyrir eigendur hina einkavæddu stofnana. Í ljósi þess að enn þráast sumir heitir hægrimenn við að reyna að réttlæta einkavæðingu heilbrigðisstofnana er ekki úr vegi að skoða aðeins betur eitt tiltekið dæmi um einkavæðingu á undanförnum árum - einkavæðinguna í Svíþjóð á undanförnum áratug eða svo, undir forystu sænska hægriflokksins sem þar var við völd þar til nýlega.Starfsfólki sagt upp Eitt af því fyrsta sem gerðist í Svíþjóð eftir að einkavæðingin fór á fullt var að einkareknar stofnanir ákváðu að „hagræða“ (les: skera niður) til að ná fram hámarks gróða fyrir eigendur sína, sem fólst fyrst og fremst í því að segja upp almennu starfsfólki í stórum stíl. Hluti af þessu starfsfólki var svo leigt aftur inn í einkavæddu heilbrigðisstofnanirnar í gegnum sérstök fyrirtæki sem sérhæfa sig í að leigja út starfsfólk til ýmissa verkefna. Þannig losnuðu einkavæddu stofnanirnar við að bera ábyrgð á starfsfólki sínu, sem missti mörg af þeim réttindum sem opinberir starfsmenn njóta. Nú var hægt að reka starfsfólk alveg eins og eigendum einkavæddu stofnananna hentaði án þess að verkalýðsfélögin fengju rönd við reist. Þessi þróun náði að vísu ekki til yfirmanna hinna einkavæddu stofnana, sem fjölgaði ört og hækkuðu um leið myndarlega í launum.Gróðinn sendur úr landi Einkavæddu stofnanirnar náðu vissulega umtalsverðum árangri í niðurskurði sínum, þótt hann hafi að vísu bitnað allverulega á þjónustunni sem veitt var. En hvert fór þá gróðinn af niðurskurðinum? Hvert fór mismunurinn á því að sem skattgreiðendur greiddu áður til heilbrigðisþjónustunnar og því sem þeir greiddu eftir einkavæðinguna? Hann fór að sjálfsögðu þráðbeint til eigenda þessara stofnana, sem fjárfest höfðu í einkavæddum heilbrigðisstofnunum í þeirri von að taka út úr rekstrinum myndarlegan arð. Allt var þetta í fyrirséð því það er auðvitað tilgangur og yfirlýst markmið einkafyrirtækja að skila hagnaði til eigenda sinna. Fljótlega kom þó í ljós dálítið sem ekki var jafn fyrirséð: Eigendur hinna nýju einkavæddu heilbrigðisstofnana létu sér ekki nægja að taka gróðann út úr rekstrinum, heldur komu þeir sér undan því að greiða skatta með því að senda hagnaðinn beint í skattaskjól. Til þessa voru notaðar aðferðir á borð við að láta fjárfestingafyrirtæki í skattaskjólum „lána“ dótturfyrirtækjum sínum í Svíþjóð á háum vöxtum til að hagnaðurinn yrði ekki skattskyldur í Svíþjóð. Með þessu móti tókst fimm stærstu einkavæddu velferðarfyrirtækjum Svíþjóðar að greiða aðeins rétt rúmlega 2% skatt af hagnaði sínum, eins og afhjúpað var í dagblaðinu Dagens Nyheter.Sænska einkavæðingin er víti til varnaðar Hægrimenn hafa gjarnan tekið Svíþjóð sem dæmi um sérlega vel heppnaða einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Þeir vilja jafnvel að við tökum okkur sænsku einkavæðinguna til fyrirmyndar. Þetta er undarlegt í ljósi þess hve misheppnuð sænska einkavæðingin var og er í raun og veru, en líka hjákátlegt í ljósi þess að sænska þjóðin kaus þessa stefnu burt með afgerandi hætti síðastliðið haust. Segja má að ekkert mál hafi skipað jafn stóran sess í sænsku kosningabaráttunni og einmitt gróðavæðing heilbrigðiskerfisins, og að það hafi í raun orðið sænsku hægristjórninni að falli. Nú bendir margt til þess að íslenska hægristjórnin ætli sér að lauma inn aukinni einkavæðingu án þess að fram fari opin og hreinskiptin umræða í samfélaginu.Það má ekki gerast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Nýlega skrifaði ég grein um einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu þar sem ég rakti hinar ýmsu afleiðingar einkavæðingar fyrir skattgreiðendur, sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólk. Í stuttu máli má segja að einkavætt heilbrigðiskerfi sé dýrara, verra og ójafnara en opinbert heilbrigðiskerfi - og að einkavætt heilbrigðiskerfi hafi þann eina „kost“ að skapa gróða fyrir eigendur hina einkavæddu stofnana. Í ljósi þess að enn þráast sumir heitir hægrimenn við að reyna að réttlæta einkavæðingu heilbrigðisstofnana er ekki úr vegi að skoða aðeins betur eitt tiltekið dæmi um einkavæðingu á undanförnum árum - einkavæðinguna í Svíþjóð á undanförnum áratug eða svo, undir forystu sænska hægriflokksins sem þar var við völd þar til nýlega.Starfsfólki sagt upp Eitt af því fyrsta sem gerðist í Svíþjóð eftir að einkavæðingin fór á fullt var að einkareknar stofnanir ákváðu að „hagræða“ (les: skera niður) til að ná fram hámarks gróða fyrir eigendur sína, sem fólst fyrst og fremst í því að segja upp almennu starfsfólki í stórum stíl. Hluti af þessu starfsfólki var svo leigt aftur inn í einkavæddu heilbrigðisstofnanirnar í gegnum sérstök fyrirtæki sem sérhæfa sig í að leigja út starfsfólk til ýmissa verkefna. Þannig losnuðu einkavæddu stofnanirnar við að bera ábyrgð á starfsfólki sínu, sem missti mörg af þeim réttindum sem opinberir starfsmenn njóta. Nú var hægt að reka starfsfólk alveg eins og eigendum einkavæddu stofnananna hentaði án þess að verkalýðsfélögin fengju rönd við reist. Þessi þróun náði að vísu ekki til yfirmanna hinna einkavæddu stofnana, sem fjölgaði ört og hækkuðu um leið myndarlega í launum.Gróðinn sendur úr landi Einkavæddu stofnanirnar náðu vissulega umtalsverðum árangri í niðurskurði sínum, þótt hann hafi að vísu bitnað allverulega á þjónustunni sem veitt var. En hvert fór þá gróðinn af niðurskurðinum? Hvert fór mismunurinn á því að sem skattgreiðendur greiddu áður til heilbrigðisþjónustunnar og því sem þeir greiddu eftir einkavæðinguna? Hann fór að sjálfsögðu þráðbeint til eigenda þessara stofnana, sem fjárfest höfðu í einkavæddum heilbrigðisstofnunum í þeirri von að taka út úr rekstrinum myndarlegan arð. Allt var þetta í fyrirséð því það er auðvitað tilgangur og yfirlýst markmið einkafyrirtækja að skila hagnaði til eigenda sinna. Fljótlega kom þó í ljós dálítið sem ekki var jafn fyrirséð: Eigendur hinna nýju einkavæddu heilbrigðisstofnana létu sér ekki nægja að taka gróðann út úr rekstrinum, heldur komu þeir sér undan því að greiða skatta með því að senda hagnaðinn beint í skattaskjól. Til þessa voru notaðar aðferðir á borð við að láta fjárfestingafyrirtæki í skattaskjólum „lána“ dótturfyrirtækjum sínum í Svíþjóð á háum vöxtum til að hagnaðurinn yrði ekki skattskyldur í Svíþjóð. Með þessu móti tókst fimm stærstu einkavæddu velferðarfyrirtækjum Svíþjóðar að greiða aðeins rétt rúmlega 2% skatt af hagnaði sínum, eins og afhjúpað var í dagblaðinu Dagens Nyheter.Sænska einkavæðingin er víti til varnaðar Hægrimenn hafa gjarnan tekið Svíþjóð sem dæmi um sérlega vel heppnaða einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Þeir vilja jafnvel að við tökum okkur sænsku einkavæðinguna til fyrirmyndar. Þetta er undarlegt í ljósi þess hve misheppnuð sænska einkavæðingin var og er í raun og veru, en líka hjákátlegt í ljósi þess að sænska þjóðin kaus þessa stefnu burt með afgerandi hætti síðastliðið haust. Segja má að ekkert mál hafi skipað jafn stóran sess í sænsku kosningabaráttunni og einmitt gróðavæðing heilbrigðiskerfisins, og að það hafi í raun orðið sænsku hægristjórninni að falli. Nú bendir margt til þess að íslenska hægristjórnin ætli sér að lauma inn aukinni einkavæðingu án þess að fram fari opin og hreinskiptin umræða í samfélaginu.Það má ekki gerast.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun