Kökur og smjör Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar 4. mars 2015 07:00 Hér drýpur smjör af hverju strái – í bönkunum, hér býr fullt af fólki sem lifir á smálánum, hér rífast stjórnarflokkarnir um það hver eigi að ráða yfir fiskveiðiauðlindinni, sem okkur almenningi er talin trú um að sé í okkar eigu. Annað eins bull er varla til í íslensku samfélagi og er þó af nógu að taka. Hér bíða verktakar í röðum, eftir að geta grafið landið í sundur, lagt háspennulínur út um allt og hér er beðið eftir því að hægt sé að selja rafmagnið á undirverði til erlendra stórfyrirtækja, sem flytja svo allt sem þau framleiða úr landi. Hér nota stórfyrirtæki sér glufur í skattalöggjöf til þess að koma sér undan sköttum og það sama á við í grunnþjónustu, þar sem einkaaðilar hagnast um og eignast hundruð milljóna króna með því sem kallast „skattalegt hagræði“. Þetta minnir á nýlenduvæðingu Afríku á 19. og 20.öld þegar nýlenduveldin skiptu upp á milli sín álfunni og mergsugu hana inn að beini. Mörg af helstu vandamálum Afríku eru einmitt til komin vegna þessa. Og í umræðunni um heilbrigðiskerfið eru menn komnir svo langt að ræða sölu á ríkiseignum, þar með talið orkuauðlindum, Landsvirkjun og hlut í Landsbankanum til þess að byggja sjúkrahús. En réttlátara skattkerfi, þar sem þeir sem vaða í peningum láta meira af hendi rakna, það má ekki minnast á. Í frétt á RÚV frá því í febrúar segir: „Fátækt barna hefur aukist mest á Íslandi á árunum 2008 til 2012 af ríkjum OECD. Ísland er í neðsta sæti af fjörutíu og einu ríki og er næst á eftir Grikklandi. Mest fátækt er hjá börnum innflytjenda á Íslandi eða um 38 prósent…Fram kemur að fátækt barna á Íslandi jókst um rúm 20 prósentustig frá árinu 2008 til 2012 eða frá 11,2 prósentum í 31,6. Þetta þýðir að 17 þúsund fleiri börn hér á landi hafa fallið undir lágtekjumörkin frá 2008.“ Þetta er fengið úr nýrri skýrslu UNICEF, þar sem borin eru saman gögn frá yfir 40 ríkjum OECD og Evrópusambandsins. Hvað er til ráða? Jú, það þarf að skipta þessari margumtöluðu köku með réttlátari hætti. Nei, bíddu við, segja frjálshyggjumenn, það þarf að stækka kökuna! Þá fá allir nóg. Nei, segi ég, það er nefnilega þannig að sumir eru með svo stórar kökur að þeim dugar varla lífið til, til þess að troða þeim ofan í sig. Þá geta þeir bara leyft öðrum að njóta með sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Hér drýpur smjör af hverju strái – í bönkunum, hér býr fullt af fólki sem lifir á smálánum, hér rífast stjórnarflokkarnir um það hver eigi að ráða yfir fiskveiðiauðlindinni, sem okkur almenningi er talin trú um að sé í okkar eigu. Annað eins bull er varla til í íslensku samfélagi og er þó af nógu að taka. Hér bíða verktakar í röðum, eftir að geta grafið landið í sundur, lagt háspennulínur út um allt og hér er beðið eftir því að hægt sé að selja rafmagnið á undirverði til erlendra stórfyrirtækja, sem flytja svo allt sem þau framleiða úr landi. Hér nota stórfyrirtæki sér glufur í skattalöggjöf til þess að koma sér undan sköttum og það sama á við í grunnþjónustu, þar sem einkaaðilar hagnast um og eignast hundruð milljóna króna með því sem kallast „skattalegt hagræði“. Þetta minnir á nýlenduvæðingu Afríku á 19. og 20.öld þegar nýlenduveldin skiptu upp á milli sín álfunni og mergsugu hana inn að beini. Mörg af helstu vandamálum Afríku eru einmitt til komin vegna þessa. Og í umræðunni um heilbrigðiskerfið eru menn komnir svo langt að ræða sölu á ríkiseignum, þar með talið orkuauðlindum, Landsvirkjun og hlut í Landsbankanum til þess að byggja sjúkrahús. En réttlátara skattkerfi, þar sem þeir sem vaða í peningum láta meira af hendi rakna, það má ekki minnast á. Í frétt á RÚV frá því í febrúar segir: „Fátækt barna hefur aukist mest á Íslandi á árunum 2008 til 2012 af ríkjum OECD. Ísland er í neðsta sæti af fjörutíu og einu ríki og er næst á eftir Grikklandi. Mest fátækt er hjá börnum innflytjenda á Íslandi eða um 38 prósent…Fram kemur að fátækt barna á Íslandi jókst um rúm 20 prósentustig frá árinu 2008 til 2012 eða frá 11,2 prósentum í 31,6. Þetta þýðir að 17 þúsund fleiri börn hér á landi hafa fallið undir lágtekjumörkin frá 2008.“ Þetta er fengið úr nýrri skýrslu UNICEF, þar sem borin eru saman gögn frá yfir 40 ríkjum OECD og Evrópusambandsins. Hvað er til ráða? Jú, það þarf að skipta þessari margumtöluðu köku með réttlátari hætti. Nei, bíddu við, segja frjálshyggjumenn, það þarf að stækka kökuna! Þá fá allir nóg. Nei, segi ég, það er nefnilega þannig að sumir eru með svo stórar kökur að þeim dugar varla lífið til, til þess að troða þeim ofan í sig. Þá geta þeir bara leyft öðrum að njóta með sér.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun