Erum við tilbúin fyrir næstu iðnbyltingu? Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 5. mars 2015 07:00 Áratuga hefð er fyrir því að halda Iðnþing einu sinni á ári. Þá kemur fólk í íslenskum iðnaði saman og fer yfir þau málefni sem efst eru á baugi. Iðnþing 2015 fer fram á Hótel Nordica í dag og hefst kl. 14. Þar munu leiðtogar fyrirtækja, sérfræðingar og ráðherrar ræða saman um þær stefnuáherslur sem Samtök iðnaðarins hafa sett á oddinn, það er menntun, nýsköpun og framleiðni. Menntun er lykillinn að velmegun allra þjóða. Samtök iðnaðarins vilja efla menntun fyrir atvinnulífið. Til þess að hér megi áfram dafna öflugt atvinnulíf verðum við að fjölga iðn-, verk- og tæknimenntuðu fólki. Það er skortur á fagmenntuðu fólki á Íslandi, ekki bara í iðnaði heldur einnig í mörgum öðrum greinum svo sem ferðaþjónustu og sjávarútvegi. Undanfarin ár hefur tekist að vekja áhuga ungs fólks á tækifærum innan verk- og tæknigreina á háskólastigi. Þann vöxt þarf að tryggja áfram. Nýsköpun er forsenda framþróunar og framleiðniaukningar. Við viljum styrkja og styðja við nýsköpun á öllum sviðum. Á Iðnþingi munum við ræða nauðsyn þess að skapa nýjar lausnir til að auka framleiðni á öllum sviðum iðnaðar, jafnt hjá sprotum sem rótgrónum fyrirtækjum. Nýsköpun og menntun eru grunnþættir sem stuðla að aukinni framleiðni. Við Íslendingar erum eftirbátar annarra þjóða þegar kemur að framleiðni. Með öðrum orðum eru afköst okkar lakari í samanburði við nágrannaþjóðir. Við megum ekki og eigum ekki að sætta okkur við það. Geta okkar til að auka hér hagvöxt liggur í aukinni framleiðni og betri nýtingu mannauðs. Það er samvinnuverkefni okkar allra að koma Íslandi í fremstu röð ríkja og skapa hér heilbrigt og öflugt atvinnulíf sem er ákjósanlegt fyrir fólk og fyrirtæki. Velkomin á iðnþing! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Mest lesið Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Áratuga hefð er fyrir því að halda Iðnþing einu sinni á ári. Þá kemur fólk í íslenskum iðnaði saman og fer yfir þau málefni sem efst eru á baugi. Iðnþing 2015 fer fram á Hótel Nordica í dag og hefst kl. 14. Þar munu leiðtogar fyrirtækja, sérfræðingar og ráðherrar ræða saman um þær stefnuáherslur sem Samtök iðnaðarins hafa sett á oddinn, það er menntun, nýsköpun og framleiðni. Menntun er lykillinn að velmegun allra þjóða. Samtök iðnaðarins vilja efla menntun fyrir atvinnulífið. Til þess að hér megi áfram dafna öflugt atvinnulíf verðum við að fjölga iðn-, verk- og tæknimenntuðu fólki. Það er skortur á fagmenntuðu fólki á Íslandi, ekki bara í iðnaði heldur einnig í mörgum öðrum greinum svo sem ferðaþjónustu og sjávarútvegi. Undanfarin ár hefur tekist að vekja áhuga ungs fólks á tækifærum innan verk- og tæknigreina á háskólastigi. Þann vöxt þarf að tryggja áfram. Nýsköpun er forsenda framþróunar og framleiðniaukningar. Við viljum styrkja og styðja við nýsköpun á öllum sviðum. Á Iðnþingi munum við ræða nauðsyn þess að skapa nýjar lausnir til að auka framleiðni á öllum sviðum iðnaðar, jafnt hjá sprotum sem rótgrónum fyrirtækjum. Nýsköpun og menntun eru grunnþættir sem stuðla að aukinni framleiðni. Við Íslendingar erum eftirbátar annarra þjóða þegar kemur að framleiðni. Með öðrum orðum eru afköst okkar lakari í samanburði við nágrannaþjóðir. Við megum ekki og eigum ekki að sætta okkur við það. Geta okkar til að auka hér hagvöxt liggur í aukinni framleiðni og betri nýtingu mannauðs. Það er samvinnuverkefni okkar allra að koma Íslandi í fremstu röð ríkja og skapa hér heilbrigt og öflugt atvinnulíf sem er ákjósanlegt fyrir fólk og fyrirtæki. Velkomin á iðnþing!
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun