Af efa Árni Páll Árnason skrifar 7. mars 2015 07:00 Það er svo sem engin frétt, en ég velti því reglulega fyrir mér hvort aðild að ESB henti íslenskum hagsmunum. Ég skrifaði meðal annars um það álitamál greinabálk sem birtist í þessu blaði árið 2012. Niðurstaða mín þá var að Ísland ætti áfram að stefna að aðild að ESB og er sú afstaða mín óbreytt. Fréttir gærdagsins byggðu á mistúlkun á orðum mínum, en náðu samt sem áður að valda ástæðulausum vangaveltum um hvort Samfylkingin hefði breytt um stefnu. Því fer fjarri. Það ætti ekki að vekja með fólki ótta eða óvissu að stjórnmálafólk efist. Efinn er nauðsynlegur. Frekar ætti að varast þá sem efast aldrei og endurskoða aldrei viðhorf sín og stefnu. Blind trú á töfralausnir hefur ekki reynst Íslendingum vel. Aðild að ESB er ekki trúaratriði, heldur praktísk nauðsyn út frá köldu mati á íslenskum hagsmunum. Hagsmunir geta breyst frá einum tíma til annars og ESB er í stöðugri þróun og ekkert óeðlilegt að leggja reglulega mat á hana. Aðild að ESB er nefnilega ekki markmið í sjálfri sér, heldur leið til að tryggja betur kjör almennings og öflugra atvinnulíf. Evrópusamruninn hefur skapað Íslandi gríðarlegan ávinning frá því að við urðum aðilar að EES. En veikleikar krónunnar hafa kallað yfir okkur verra fjármálaáfall en ella og læst okkur í viðjum gjaldeyrishafta. Fólk flýr land í vaxandi mæli og þeir sem fóru strax eftir hrun koma ekki heim. Fyrirtækin flýja land og þekkingarfyrirtæki vaxa í útlöndum. ESB glímir nú við ýmis flókin úrlausnarefni í kjölfar fjármálakreppu. Það gerum við líka. Samfylkingin vill halda í ávinninginn af Evrópusamrunanum og treysta hann í sessi með aðild að ESB. Ég á ekki von á öðru en að Samfylkingin ítreki þá afstöðu sína á Landsfundi 20.-21. mars nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Það er svo sem engin frétt, en ég velti því reglulega fyrir mér hvort aðild að ESB henti íslenskum hagsmunum. Ég skrifaði meðal annars um það álitamál greinabálk sem birtist í þessu blaði árið 2012. Niðurstaða mín þá var að Ísland ætti áfram að stefna að aðild að ESB og er sú afstaða mín óbreytt. Fréttir gærdagsins byggðu á mistúlkun á orðum mínum, en náðu samt sem áður að valda ástæðulausum vangaveltum um hvort Samfylkingin hefði breytt um stefnu. Því fer fjarri. Það ætti ekki að vekja með fólki ótta eða óvissu að stjórnmálafólk efist. Efinn er nauðsynlegur. Frekar ætti að varast þá sem efast aldrei og endurskoða aldrei viðhorf sín og stefnu. Blind trú á töfralausnir hefur ekki reynst Íslendingum vel. Aðild að ESB er ekki trúaratriði, heldur praktísk nauðsyn út frá köldu mati á íslenskum hagsmunum. Hagsmunir geta breyst frá einum tíma til annars og ESB er í stöðugri þróun og ekkert óeðlilegt að leggja reglulega mat á hana. Aðild að ESB er nefnilega ekki markmið í sjálfri sér, heldur leið til að tryggja betur kjör almennings og öflugra atvinnulíf. Evrópusamruninn hefur skapað Íslandi gríðarlegan ávinning frá því að við urðum aðilar að EES. En veikleikar krónunnar hafa kallað yfir okkur verra fjármálaáfall en ella og læst okkur í viðjum gjaldeyrishafta. Fólk flýr land í vaxandi mæli og þeir sem fóru strax eftir hrun koma ekki heim. Fyrirtækin flýja land og þekkingarfyrirtæki vaxa í útlöndum. ESB glímir nú við ýmis flókin úrlausnarefni í kjölfar fjármálakreppu. Það gerum við líka. Samfylkingin vill halda í ávinninginn af Evrópusamrunanum og treysta hann í sessi með aðild að ESB. Ég á ekki von á öðru en að Samfylkingin ítreki þá afstöðu sína á Landsfundi 20.-21. mars nk.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar