Krónan, höftin og evran Gauti Kristmannsson skrifar 9. mars 2015 08:00 Brátt verða sjö ár liðin frá hruninu sem varð á Íslandi, sjö mögur ár að baki, kannski ekki síst fyrir „millistéttaraulana” sem borguðu af skuldum sínum áfram, báru skattahækkanir og niðurskurð án þess að mögla mikið nema á Facebook. Kannski vonar fólkið sem greitt hefur allan sinn sparnað í vaxtahít verðtryggingar okkar ónýta gjaldmiðils að fram undan séu betri sjö ár, ár sem réttlæti fórnirnar sem færðar voru á altari hinnar sjálfstæðu örmyntar. Sumir halda því fram að hún hafi „bjargað“ Íslendingum, forðað þeim frá atvinnuleysi einmitt vegna þess að gengið gat fallið, en þeir virðast gleyma því að atvinnuleysi rauk hér upp líka, mikill fólksflótti var og er frá landinu og að skuldir almennings, hvað sem öllum „leiðréttingum“ líður, ruku upp úr öllu valdi. Þeir virðast líka hafa gleymt því að hér þurfti að setja á gjaldeyrishöft fyrir rúmum sex árum, höft sem enn halda fast og stjórnmálamenn þora bersýnilega ekki að aflétta. Hvers vegna? Hagfræðingar segja að nú sé besti tíminn til að aflétta höftum en lítið er að gerast nema nefndastörf. Talað er um „útgönguskatt“, en það er engin aflétting, aðeins annað form á höftum. Kröfuhafar íslensku bankanna geta vel beðið það af sér á góðum vöxtum íslensku krónunnar sem eru margfalt hærri en annars staðar á Vesturlöndum og þótt víðar væri leitað. Verðtryggingin sér svo um sína ef „verðbólguskot“ verður. Hvað gerum við þá? Og það er einmitt það sem gerist ef höftunum verður aflétt í raun og veru. Allir vita að krónan er afar ótryggur gjaldmiðill og það væri beinlínis skylda íslenskra lífeyrissjóða að fjárfesta meira erlendis ef höftin færu. Það þarf ekki að spyrja um einkaaðila, hver þeirra tæki áhættuna á því að peningaeignir þeirra rýrnuðu umtalsvert einungis vegna þess að þær væru í íslenskum krónum? Auk þess gætu miklar sveiflur leitt til nýrra hafta og þá væri gott að eiga peninga í útlöndum, það hefur sýnt sig á undanförnum árum í gjaldeyrisútboðum Seðlabankans. Fyrir sex árum sótti Ísland um aðild að Evrópusambandinu. Þvert á það sem áróðurinn hamrar á var góður meirihluti fyrir því bæði meðal þings og þjóðar. Skoðanakönnun Capacent Gallup í febrúar 2009 sýndi að rúm 60% landsmanna voru hlynnt aðildarumsókn. Fyrir kosningar árið 2009 samþykkti Framsóknarflokkurinn að sótt skyldi um aðild að ESB, Samfylkingin var á því, Borgarahreyfingin einnig og vitað var að ýmsir þingmenn Sjálfstæðisflokksins voru hlynntir umsókn um aðild. Vinstri græn samþykktu svo í stjórnarsáttmála að styðja umsóknina sem lögð yrði síðan í þjóðaratkvæðagreiðslu. Allir höfðu fyrirvara um samþykki eftir því hvernig til tækist í samningaviðræðum, enda voru menn þá ekki farnir að ljúga því upp í opið geðið á almenningi að ekki væri um neitt að semja. Eitt mikilvægasta atriðið við aðild að ESB var að fá hlutdeild í gjaldmiðli sem stæði af sér ólgusjói hnattvæðingar og skilaði íslenskum almenningi og fyrirtækjum vaxtakjörum á borð við þau sem eru í nágrannalöndunum. Andstæðingar aðildar hrópuðu þá hátt að það tæki mörg ár að verða aðili að evrunni, skilyrðin væru slík. Sem er alveg rétt. En nú stöndum við hér tæpum sex árum seinna og bíðum þess eins að næsta verðbólguholskefla ríði yfir okkur og hvað gerum við þá? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gjaldeyrishöft Gauti Kristmannsson Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Brátt verða sjö ár liðin frá hruninu sem varð á Íslandi, sjö mögur ár að baki, kannski ekki síst fyrir „millistéttaraulana” sem borguðu af skuldum sínum áfram, báru skattahækkanir og niðurskurð án þess að mögla mikið nema á Facebook. Kannski vonar fólkið sem greitt hefur allan sinn sparnað í vaxtahít verðtryggingar okkar ónýta gjaldmiðils að fram undan séu betri sjö ár, ár sem réttlæti fórnirnar sem færðar voru á altari hinnar sjálfstæðu örmyntar. Sumir halda því fram að hún hafi „bjargað“ Íslendingum, forðað þeim frá atvinnuleysi einmitt vegna þess að gengið gat fallið, en þeir virðast gleyma því að atvinnuleysi rauk hér upp líka, mikill fólksflótti var og er frá landinu og að skuldir almennings, hvað sem öllum „leiðréttingum“ líður, ruku upp úr öllu valdi. Þeir virðast líka hafa gleymt því að hér þurfti að setja á gjaldeyrishöft fyrir rúmum sex árum, höft sem enn halda fast og stjórnmálamenn þora bersýnilega ekki að aflétta. Hvers vegna? Hagfræðingar segja að nú sé besti tíminn til að aflétta höftum en lítið er að gerast nema nefndastörf. Talað er um „útgönguskatt“, en það er engin aflétting, aðeins annað form á höftum. Kröfuhafar íslensku bankanna geta vel beðið það af sér á góðum vöxtum íslensku krónunnar sem eru margfalt hærri en annars staðar á Vesturlöndum og þótt víðar væri leitað. Verðtryggingin sér svo um sína ef „verðbólguskot“ verður. Hvað gerum við þá? Og það er einmitt það sem gerist ef höftunum verður aflétt í raun og veru. Allir vita að krónan er afar ótryggur gjaldmiðill og það væri beinlínis skylda íslenskra lífeyrissjóða að fjárfesta meira erlendis ef höftin færu. Það þarf ekki að spyrja um einkaaðila, hver þeirra tæki áhættuna á því að peningaeignir þeirra rýrnuðu umtalsvert einungis vegna þess að þær væru í íslenskum krónum? Auk þess gætu miklar sveiflur leitt til nýrra hafta og þá væri gott að eiga peninga í útlöndum, það hefur sýnt sig á undanförnum árum í gjaldeyrisútboðum Seðlabankans. Fyrir sex árum sótti Ísland um aðild að Evrópusambandinu. Þvert á það sem áróðurinn hamrar á var góður meirihluti fyrir því bæði meðal þings og þjóðar. Skoðanakönnun Capacent Gallup í febrúar 2009 sýndi að rúm 60% landsmanna voru hlynnt aðildarumsókn. Fyrir kosningar árið 2009 samþykkti Framsóknarflokkurinn að sótt skyldi um aðild að ESB, Samfylkingin var á því, Borgarahreyfingin einnig og vitað var að ýmsir þingmenn Sjálfstæðisflokksins voru hlynntir umsókn um aðild. Vinstri græn samþykktu svo í stjórnarsáttmála að styðja umsóknina sem lögð yrði síðan í þjóðaratkvæðagreiðslu. Allir höfðu fyrirvara um samþykki eftir því hvernig til tækist í samningaviðræðum, enda voru menn þá ekki farnir að ljúga því upp í opið geðið á almenningi að ekki væri um neitt að semja. Eitt mikilvægasta atriðið við aðild að ESB var að fá hlutdeild í gjaldmiðli sem stæði af sér ólgusjói hnattvæðingar og skilaði íslenskum almenningi og fyrirtækjum vaxtakjörum á borð við þau sem eru í nágrannalöndunum. Andstæðingar aðildar hrópuðu þá hátt að það tæki mörg ár að verða aðili að evrunni, skilyrðin væru slík. Sem er alveg rétt. En nú stöndum við hér tæpum sex árum seinna og bíðum þess eins að næsta verðbólguholskefla ríði yfir okkur og hvað gerum við þá?
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar