Grundvallarspurningar um RÚV Stjórnarmaðurinn skrifar 11. mars 2015 10:15 Morgunblaðið fjallaði í vikubyrjun um málefni Ríkisútvarpsins og kvað leiðarahöfundur nokkuð fast að orði. Velti hann m.a. upp þeirri spurningu hvort ekki kæmi til greina að ríkið semdi við Bylgjuna um að gegna því öryggishlutverki sem hingað til hefur hvílt á herðum RÚV. Benti hann á þá staðreynd að Bylgjan hefur meiri hlustun en útvarpsrásir RÚV. Ritstjóri Morgunblaðsins veltir þarna upp grundvallarspurningu um RÚV. Það er ágætis tilbreyting, en umræðan hefur oftar en ekki litast af pólitík, sem verður til þess að tími vinnst ekki til að ræða grundvallaratriði um stöðu ríkisútvarps í nútímasamfélagi. Hvað öryggishlutverkið varðar þá telur stjórnarmaðurinn, líkt og ritstjóri Morgunblaðsins, að aðrar lausnir séu raunhæfar. Þannig mætti hugsa sér eins og hann gerir að ríkið semdi við einkareknu miðlana um að gegna þessu hlutverki, en einnig mætti skoða hvort ekki er hægt að leggja skyldur í þessum efnum á fjölmiðla við veitingu t.d. útvarpsleyfa. Síðast en ekki síst má spyrja hvort lögboða sé nokkuð þörf í þessum efnum, enda er ekki hægt að segja að einkareknu miðlarnir láti sitt eftir liggja þegar kemur að umfjöllun um náttúruhamfarir eða álíka viðburði. Undanfarin ár hefur umræða um RÚV oftar en ekki snúist um bága fjárhagsstöðu stofnunarinnar. Á sama tíma hefur verið ákall eftir auknu vægi innlendrar dagskrárgerðar hjá stofnuninni, á kostnað erlends skemmtiefnis. Fólk leyfir sér að horfa fram hjá þeirri staðreynd að framleiðsla á innlendu efni frá grunni er margfalt dýrari en innkaup á erlendu efni. Því er ljóst að RÚV getur ekki bæði haldið núverandi formi, þ.e.a.s. haldið úti öllum sínum miðlum, og um leið aukið stórkostlega vægi innlendrar framleiðslu. Kall eftir aukinni áherslu á innlenda dagskrárgerð er því um leið kall eftir breyttu hlutverki stofnunarinnar. Ríkisútvarpið er líka á auglýsingamarkaði, og étur þar mikilvægar tekjur fyrir einkarekin fjölmiðlafyrirtæki á markaðnum. Það er ekki hlutverk hins opinbera að leggja stein í götu einkaaðila. Stjórnarmaðurinn er ekki andstæðingur ríkisrekinna fjölmiðla. Þvert á móti telur hann þá í aðstöðu til að sinna umfjöllunarefnum sem annars er hætt við að falli milli skips og bryggju, má þar nefna heimildarmyndir um ýmis málefni og fréttatengda umfjöllun, sbr. BBC í Bretlandi. Íslendingar verða hins vegar að gera upp við sig hvernig ríkisútvarp þeir vilja. Það verður ekki bæði sleppt og haldið.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Morgunblaðið fjallaði í vikubyrjun um málefni Ríkisútvarpsins og kvað leiðarahöfundur nokkuð fast að orði. Velti hann m.a. upp þeirri spurningu hvort ekki kæmi til greina að ríkið semdi við Bylgjuna um að gegna því öryggishlutverki sem hingað til hefur hvílt á herðum RÚV. Benti hann á þá staðreynd að Bylgjan hefur meiri hlustun en útvarpsrásir RÚV. Ritstjóri Morgunblaðsins veltir þarna upp grundvallarspurningu um RÚV. Það er ágætis tilbreyting, en umræðan hefur oftar en ekki litast af pólitík, sem verður til þess að tími vinnst ekki til að ræða grundvallaratriði um stöðu ríkisútvarps í nútímasamfélagi. Hvað öryggishlutverkið varðar þá telur stjórnarmaðurinn, líkt og ritstjóri Morgunblaðsins, að aðrar lausnir séu raunhæfar. Þannig mætti hugsa sér eins og hann gerir að ríkið semdi við einkareknu miðlana um að gegna þessu hlutverki, en einnig mætti skoða hvort ekki er hægt að leggja skyldur í þessum efnum á fjölmiðla við veitingu t.d. útvarpsleyfa. Síðast en ekki síst má spyrja hvort lögboða sé nokkuð þörf í þessum efnum, enda er ekki hægt að segja að einkareknu miðlarnir láti sitt eftir liggja þegar kemur að umfjöllun um náttúruhamfarir eða álíka viðburði. Undanfarin ár hefur umræða um RÚV oftar en ekki snúist um bága fjárhagsstöðu stofnunarinnar. Á sama tíma hefur verið ákall eftir auknu vægi innlendrar dagskrárgerðar hjá stofnuninni, á kostnað erlends skemmtiefnis. Fólk leyfir sér að horfa fram hjá þeirri staðreynd að framleiðsla á innlendu efni frá grunni er margfalt dýrari en innkaup á erlendu efni. Því er ljóst að RÚV getur ekki bæði haldið núverandi formi, þ.e.a.s. haldið úti öllum sínum miðlum, og um leið aukið stórkostlega vægi innlendrar framleiðslu. Kall eftir aukinni áherslu á innlenda dagskrárgerð er því um leið kall eftir breyttu hlutverki stofnunarinnar. Ríkisútvarpið er líka á auglýsingamarkaði, og étur þar mikilvægar tekjur fyrir einkarekin fjölmiðlafyrirtæki á markaðnum. Það er ekki hlutverk hins opinbera að leggja stein í götu einkaaðila. Stjórnarmaðurinn er ekki andstæðingur ríkisrekinna fjölmiðla. Þvert á móti telur hann þá í aðstöðu til að sinna umfjöllunarefnum sem annars er hætt við að falli milli skips og bryggju, má þar nefna heimildarmyndir um ýmis málefni og fréttatengda umfjöllun, sbr. BBC í Bretlandi. Íslendingar verða hins vegar að gera upp við sig hvernig ríkisútvarp þeir vilja. Það verður ekki bæði sleppt og haldið.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent