Hálendið er auðlind Elín Hirst skrifar 11. mars 2015 07:00 Ferðamannaiðnaðurinn á Íslandi er orðinn stærsti gjaldeyrisskapandi atvinnuvegur landsins. Um 80 prósent erlendra ferðamanna segjast koma til Íslands vegna einstæðrar náttúru landsins. Þar trónir efst ósnortið hálendið. Hálendi Íslands er því eitt og sér orðið ein af mikilvægustu tekjuskapandi auðlindum landsins, ásamt fiskistofnum og náttúrulegum orkugjöfum. Það segir sig sjálft að háspennumöstur og þjóðvegir passa illa inn í þessa hálendismynd og myndu rýra þá auðlind sem hálendið er. Hvað snertir virkjanir á hálendinu verðum við að vanda valið með tilliti til þeirra gríðarlegu hagsmuni sem eru í húfi. Möguleikarnir eru sem betur fer margir og fjölbreyttir og því ætti að vera hægt að komast að góðri niðurstöðu í þeim efnum án þess að því fylgi stöðugt römm pólitísk átök sem sundra þjóðinni. Slík átök eru sóun á tíma og orku sem annars gæti farið í skynsamlega umræðu. Stjórnvöldum á hverjum tíma ber skylda til að setja þessi mál í forgang í samræmi við mikilvægi þeirra. Því miður höfum við alls ekki staðið okkur sem skyldi, þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi haft forgöngu um að verja 400 milljónum króna til þessara mála í fyrra. Hvernig stendur á því að við horfum upp á vinsælustu ferðamannastaði drabbast smá saman niður vegna þess að uppbyggingu innviða og nauðsynlegu viðhaldi er ekki sinnt nógu vel? Auðvitað munu vinsældir Íslands sem ferðamannalands dvína hratt ef ekki verður tekið fast í taumana hér. Ég bið menn um að hafa í huga að fjármagnið til þessara verkefna verður að koma einhvers staðar frá. Frá ferðamönnum beint og rukkað inn á hverjum stað, með einum ferðamannapassa sem allir greiða, gistináttagjaldi, komugjöldum ferðamanna eða beint af skattfé sem í sjálfu sér má réttlæta í ljósi hversu tekjusköpunin er mikil í greininni. Virkjanakostir, vegir, raflínur og uppbygging innviða á ferðamannastöðum; öll eru þessi mál hjá Alþingi einmitt nú og ég hvet okkur sem þar starfa til að rísa undir okkar ábyrgð. Við megum lítinn tíma missa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Elín Hirst Mest lesið Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Ferðamannaiðnaðurinn á Íslandi er orðinn stærsti gjaldeyrisskapandi atvinnuvegur landsins. Um 80 prósent erlendra ferðamanna segjast koma til Íslands vegna einstæðrar náttúru landsins. Þar trónir efst ósnortið hálendið. Hálendi Íslands er því eitt og sér orðið ein af mikilvægustu tekjuskapandi auðlindum landsins, ásamt fiskistofnum og náttúrulegum orkugjöfum. Það segir sig sjálft að háspennumöstur og þjóðvegir passa illa inn í þessa hálendismynd og myndu rýra þá auðlind sem hálendið er. Hvað snertir virkjanir á hálendinu verðum við að vanda valið með tilliti til þeirra gríðarlegu hagsmuni sem eru í húfi. Möguleikarnir eru sem betur fer margir og fjölbreyttir og því ætti að vera hægt að komast að góðri niðurstöðu í þeim efnum án þess að því fylgi stöðugt römm pólitísk átök sem sundra þjóðinni. Slík átök eru sóun á tíma og orku sem annars gæti farið í skynsamlega umræðu. Stjórnvöldum á hverjum tíma ber skylda til að setja þessi mál í forgang í samræmi við mikilvægi þeirra. Því miður höfum við alls ekki staðið okkur sem skyldi, þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi haft forgöngu um að verja 400 milljónum króna til þessara mála í fyrra. Hvernig stendur á því að við horfum upp á vinsælustu ferðamannastaði drabbast smá saman niður vegna þess að uppbyggingu innviða og nauðsynlegu viðhaldi er ekki sinnt nógu vel? Auðvitað munu vinsældir Íslands sem ferðamannalands dvína hratt ef ekki verður tekið fast í taumana hér. Ég bið menn um að hafa í huga að fjármagnið til þessara verkefna verður að koma einhvers staðar frá. Frá ferðamönnum beint og rukkað inn á hverjum stað, með einum ferðamannapassa sem allir greiða, gistináttagjaldi, komugjöldum ferðamanna eða beint af skattfé sem í sjálfu sér má réttlæta í ljósi hversu tekjusköpunin er mikil í greininni. Virkjanakostir, vegir, raflínur og uppbygging innviða á ferðamannastöðum; öll eru þessi mál hjá Alþingi einmitt nú og ég hvet okkur sem þar starfa til að rísa undir okkar ábyrgð. Við megum lítinn tíma missa.
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar