360 markalausar mínútur á Algarve Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. mars 2015 06:30 Fanndís Friðriksdóttir í leiknum á móti Japan. Vísir/Getty Íslenska landsliðið lauk leik á Algarve-mótinu í Portúgal í gær þegar liðið tapaði 2-0 fyrir heimsmeisturum Japans í leik um 9. sætið á mótinu. Staðan var markalaus í hálfleik en í þeim seinni tóku heimsmeistararnir yfir, skoruðu tvö mörk á ellefu mínútna kafla og tryggðu sér 9. sætið. „Við tökum heilan helling með okkur úr þessu móti, fullt af jákvæðum hlutum og svo eru líka nokkur áhyggjuefni,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari Íslands, í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn gegn Japan. Hann sagði japanska liðið hafa spilað frábæran fótbolta í seinni hálfleiknum.Það magnaðasta sem ég hef séð „Við spiluðum mjög góðan varnarleik í fyrri hálfleiknum þar sem þær fengu aðeins eitt færi. En í seinni hálfleik sýndu þær japönsku ótrúleg gæði og fannst mér vera þreyta í okkar liði. Við áttum mjög erfitt uppdráttar í seinni hálfleik og það var í raun eini hálfleikurinn á mótinu þar sem við áttum ekki möguleika. Þetta var eiginlega það magnaðasta sem ég hef séð í kvennafótbolta, hvernig þær spila,“ sagði Freyr um heimsmeistarana. Ísland fékk því aðeins eitt stig úr fjórum leikjum á mótinu, skoraði ekki mark og fékk á sig fimm. Ísland tapaði 2-0 fyrir Sviss, 1-0 fyrir Noregi og gerði markalaust jafntefli við Bandaríkin í lokaleik riðilsins á mánudaginn. Fyrir mótið gaf Freyr það út að íslenska liðið ætlaði að nota aðrar áherslur í varnarleiknum til að eiga fleiri ása uppi í erminni. Hann sagði að varnarleikurinn hefði að mestu leyti gengið vel á mótinu. „Við ætluðum að fá svör við því hvort við gætum blandað varnarafbrigðum saman, spila bæði lág- og hápressu almennilega í sama leiknum,“ sagði Freyr og bætti við að leikmenn íslenska liðsins hefðu verið mjög móttækilegir fyrir þessum áheyrslubreytingum. „Lágpressan gekk frábærlega og ég er hrikalega ánægður með það. Þær náðu þessu mjög fljótt og það fengu allar að spreyta sig í henni. Lágpressan var einn af jákvæðustu punktunum í mótinu,“ sagði landsliðsþjálfarinn.Föstu leikatriðin illa framkvæmd Sem áður sagði mistókst Íslandi að skora á mótinu og Freyr sagði markaleysið valda sér hugarangri: „Ég ekkert ánægður með að hafa ekki skorað og við sköpuðum okkur ekki nógu mörg opin færi. Við teljum okkur samt vita hvað það er sem þarf að laga. Og sem betur fer spilum við ekki á hverjum degi við liðin sem við spiluðum við á Algarve sem eru öll mjög sterk,“ sagði Freyr sem var ósáttur með slaka nýtingu Íslands á föstum leikatriðum á mótinu. „Ég var sérstaklega óánægður með föst leikatriði, en Ísland hefur í gegnum tíðina verið sterkt í þeim þætti leiksins. Við höfum alltaf verið ógnandi í föstum leikatriðum en við framkvæmdum þau mjög illa á mótinu.“ Freyr gaf mörgum leikmönnum tækifæri á Algarve en allir leikmenn liðsins fengu að minnsta kosti einn í byrjunarliði. Aðspurður hvort einhverjir leikmenn hafi heillað hann á mótinu nefndi Freyr Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur og Hólmfríði Magnúsdóttur.Hólmfríður á allt öðrum stað „Við erum að fá Gunnhildi Yrsu inn í feiknalega góðu formi. Hún hefur ekki spilað mikið með landsliðinu en er komin í mjög háan gæðaflokk,“ sagði Freyr og vék talinu að Hólmfríði. „Hún er komin á allt annan stað en hún var á fyrir ári. Hún átti mjög dapurt ár með félags- og landsliði í fyrra en er í hörkustandi núna og það er allt annað að sjá hana. Það er mikið fagnaðarefni fyrir okkur,“ sagði Freyr en næsta verkefni landsliðsins er vináttulandsleikur gegn Hollandi í Kórnum, laugardaginn 4. apríl. Rúmri viku síðar verður dregið í riðla í undankeppni EM 2017 í Hollandi.Sæti Íslands í Algarve-bikarnum:2. sæti 20113. sæti 20146. sæti 1996, 2009, 20127. sæti 2007, 19979. sæti 2007, 2010, 201310. sæti 2015Fæst mörk í leikjum í Algarve-bikarnum: 0 mörk - 2015 1 mark - 1997 3 mörk - 2012 4 mörk - 1996, 2009 5 mörk - 2013, 2014 6 mörk - 2010 7 mörk - 2011 11 mörk - 2007 12 mörk - 2008 Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Sjá meira
Íslenska landsliðið lauk leik á Algarve-mótinu í Portúgal í gær þegar liðið tapaði 2-0 fyrir heimsmeisturum Japans í leik um 9. sætið á mótinu. Staðan var markalaus í hálfleik en í þeim seinni tóku heimsmeistararnir yfir, skoruðu tvö mörk á ellefu mínútna kafla og tryggðu sér 9. sætið. „Við tökum heilan helling með okkur úr þessu móti, fullt af jákvæðum hlutum og svo eru líka nokkur áhyggjuefni,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari Íslands, í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn gegn Japan. Hann sagði japanska liðið hafa spilað frábæran fótbolta í seinni hálfleiknum.Það magnaðasta sem ég hef séð „Við spiluðum mjög góðan varnarleik í fyrri hálfleiknum þar sem þær fengu aðeins eitt færi. En í seinni hálfleik sýndu þær japönsku ótrúleg gæði og fannst mér vera þreyta í okkar liði. Við áttum mjög erfitt uppdráttar í seinni hálfleik og það var í raun eini hálfleikurinn á mótinu þar sem við áttum ekki möguleika. Þetta var eiginlega það magnaðasta sem ég hef séð í kvennafótbolta, hvernig þær spila,“ sagði Freyr um heimsmeistarana. Ísland fékk því aðeins eitt stig úr fjórum leikjum á mótinu, skoraði ekki mark og fékk á sig fimm. Ísland tapaði 2-0 fyrir Sviss, 1-0 fyrir Noregi og gerði markalaust jafntefli við Bandaríkin í lokaleik riðilsins á mánudaginn. Fyrir mótið gaf Freyr það út að íslenska liðið ætlaði að nota aðrar áherslur í varnarleiknum til að eiga fleiri ása uppi í erminni. Hann sagði að varnarleikurinn hefði að mestu leyti gengið vel á mótinu. „Við ætluðum að fá svör við því hvort við gætum blandað varnarafbrigðum saman, spila bæði lág- og hápressu almennilega í sama leiknum,“ sagði Freyr og bætti við að leikmenn íslenska liðsins hefðu verið mjög móttækilegir fyrir þessum áheyrslubreytingum. „Lágpressan gekk frábærlega og ég er hrikalega ánægður með það. Þær náðu þessu mjög fljótt og það fengu allar að spreyta sig í henni. Lágpressan var einn af jákvæðustu punktunum í mótinu,“ sagði landsliðsþjálfarinn.Föstu leikatriðin illa framkvæmd Sem áður sagði mistókst Íslandi að skora á mótinu og Freyr sagði markaleysið valda sér hugarangri: „Ég ekkert ánægður með að hafa ekki skorað og við sköpuðum okkur ekki nógu mörg opin færi. Við teljum okkur samt vita hvað það er sem þarf að laga. Og sem betur fer spilum við ekki á hverjum degi við liðin sem við spiluðum við á Algarve sem eru öll mjög sterk,“ sagði Freyr sem var ósáttur með slaka nýtingu Íslands á föstum leikatriðum á mótinu. „Ég var sérstaklega óánægður með föst leikatriði, en Ísland hefur í gegnum tíðina verið sterkt í þeim þætti leiksins. Við höfum alltaf verið ógnandi í föstum leikatriðum en við framkvæmdum þau mjög illa á mótinu.“ Freyr gaf mörgum leikmönnum tækifæri á Algarve en allir leikmenn liðsins fengu að minnsta kosti einn í byrjunarliði. Aðspurður hvort einhverjir leikmenn hafi heillað hann á mótinu nefndi Freyr Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur og Hólmfríði Magnúsdóttur.Hólmfríður á allt öðrum stað „Við erum að fá Gunnhildi Yrsu inn í feiknalega góðu formi. Hún hefur ekki spilað mikið með landsliðinu en er komin í mjög háan gæðaflokk,“ sagði Freyr og vék talinu að Hólmfríði. „Hún er komin á allt annan stað en hún var á fyrir ári. Hún átti mjög dapurt ár með félags- og landsliði í fyrra en er í hörkustandi núna og það er allt annað að sjá hana. Það er mikið fagnaðarefni fyrir okkur,“ sagði Freyr en næsta verkefni landsliðsins er vináttulandsleikur gegn Hollandi í Kórnum, laugardaginn 4. apríl. Rúmri viku síðar verður dregið í riðla í undankeppni EM 2017 í Hollandi.Sæti Íslands í Algarve-bikarnum:2. sæti 20113. sæti 20146. sæti 1996, 2009, 20127. sæti 2007, 19979. sæti 2007, 2010, 201310. sæti 2015Fæst mörk í leikjum í Algarve-bikarnum: 0 mörk - 2015 1 mark - 1997 3 mörk - 2012 4 mörk - 1996, 2009 5 mörk - 2013, 2014 6 mörk - 2010 7 mörk - 2011 11 mörk - 2007 12 mörk - 2008
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Sjá meira