Ekki svarað fjögurra ára gamalli kvörtun sveinn arnarsson skrifar 12. mars 2015 07:15 Eignarhaldsfélag Seðlabanka Íslands seldi öðrum fjárfestum Sjóvár fyrir um 1,6 milljarði minna en Ursus vildi kaupa félagið á. Að mati Heiðars Más hafa skattgreiðendur orðið af þeirri upphæð. Umboðsmaður Alþingis hefur enn ekki svarað kvörtun Heiðars Más Guðjónssonar fjárfestis, sem hann sendi embættinu árið 2010. „Hann hefur lofað því vel á þriðja ár að svar komi í næstu viku svo ég veit ekki hvað ég á að halda lengur,“ segir Heiðar Már. Heiðar Már kvartaði til umboðsmanns Alþingis í nóvembermánuði árið 2010 sökum þess að eignarhaldsfélag Seðlabanka Íslands hefði ekki staðið nægilega vel að málum varðandi sölu ríkisins á Sjóvá. Ursus, félag í eigu Heiðars Más, hefði boðið tæplega ellefu milljarða króna í félagið en að hans sögn hefði honum verið ýtt út úr söluferlinu. Síðar var Sjóvá selt öðrum aðilum fyrir lægri upphæð en Ursus bauð. „Þetta mál snýr að sölu á eigum ríkisins. Þar buðum við tæpa ellefu milljarða króna. Félagið er síðan selt fyrir um 9,3 milljarða. Tjón skattgreiðenda er því mikið. Eins og hlutirnir hafa þróast er mitt tjón um þrír milljarðar króna,“ segir Heiðar Már.Tryggvi GunnarssonTryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir rétt að málið hafi dregist en von sé á að svar berist fljótlega. „Þegar málið kemur hingað inn á borð er því ekki lokið af hálfu stjórnvalda en það er skilyrði þess að umboðsmaður geti fjallað um kvörtun. Það var síðan niðurstaða ríkissaksóknara árið 2012 að rannsókn hinna meintu brota skyldi hætt og þá var ekki tilefni til þess að umboðsmaður skoðaði þau atvik. Hins vegar vörpuðu atvik sem fram komu í þessari kvörtun ljósi á ýmis almenn atriði svo sem um birtingu á reglum Seðlabankans á sínum tíma og fyrirkomulag ákveðinna atriða í starfi bankans og í lögum um þessi mál. Það hefur legið fyrir um nokkurn tíma að þessu máli yrði lokið af minni hálfu sem frumkvæðismáli um þessi almennu atriði. Ég hafði vonast til þess að þessu máli væri lokið nú en annir við afgreiðslu á kvörtunum hafa leitt til þess að það hefur ekki tekist,“ segir Tryggvi.Heiðar Már GuðjónssonUmboðsmaður Alþingis hefur ítrekað tjáð Alþingi að auka þurfi fjárveitingar til embættisins ef stofnunin eigi að geta sinnt öllum þeim verkefnum sem hún á að sinna. Í júní á síðasta ári benti Heiðar Már á að enn hefði ekkert svar borist frá umboðsmanni. „Ég inni hann eftir svörum opinberlega síðastliðið sumar. Þá var lofað bót og betrun. Síðan hefur ekkert gerst og ég bíð áfram. Þessi kvörtun mín snýr að íslenskri stjórnsýslu. Svo virðist sem einstakir embættismenn hafi hugsanlega látið persónulega skoðun á mönnum ráða ferðinni frekar en hvað lögin segja,“ segir Heiðar Már. Alþingi Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis hefur enn ekki svarað kvörtun Heiðars Más Guðjónssonar fjárfestis, sem hann sendi embættinu árið 2010. „Hann hefur lofað því vel á þriðja ár að svar komi í næstu viku svo ég veit ekki hvað ég á að halda lengur,“ segir Heiðar Már. Heiðar Már kvartaði til umboðsmanns Alþingis í nóvembermánuði árið 2010 sökum þess að eignarhaldsfélag Seðlabanka Íslands hefði ekki staðið nægilega vel að málum varðandi sölu ríkisins á Sjóvá. Ursus, félag í eigu Heiðars Más, hefði boðið tæplega ellefu milljarða króna í félagið en að hans sögn hefði honum verið ýtt út úr söluferlinu. Síðar var Sjóvá selt öðrum aðilum fyrir lægri upphæð en Ursus bauð. „Þetta mál snýr að sölu á eigum ríkisins. Þar buðum við tæpa ellefu milljarða króna. Félagið er síðan selt fyrir um 9,3 milljarða. Tjón skattgreiðenda er því mikið. Eins og hlutirnir hafa þróast er mitt tjón um þrír milljarðar króna,“ segir Heiðar Már.Tryggvi GunnarssonTryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir rétt að málið hafi dregist en von sé á að svar berist fljótlega. „Þegar málið kemur hingað inn á borð er því ekki lokið af hálfu stjórnvalda en það er skilyrði þess að umboðsmaður geti fjallað um kvörtun. Það var síðan niðurstaða ríkissaksóknara árið 2012 að rannsókn hinna meintu brota skyldi hætt og þá var ekki tilefni til þess að umboðsmaður skoðaði þau atvik. Hins vegar vörpuðu atvik sem fram komu í þessari kvörtun ljósi á ýmis almenn atriði svo sem um birtingu á reglum Seðlabankans á sínum tíma og fyrirkomulag ákveðinna atriða í starfi bankans og í lögum um þessi mál. Það hefur legið fyrir um nokkurn tíma að þessu máli yrði lokið af minni hálfu sem frumkvæðismáli um þessi almennu atriði. Ég hafði vonast til þess að þessu máli væri lokið nú en annir við afgreiðslu á kvörtunum hafa leitt til þess að það hefur ekki tekist,“ segir Tryggvi.Heiðar Már GuðjónssonUmboðsmaður Alþingis hefur ítrekað tjáð Alþingi að auka þurfi fjárveitingar til embættisins ef stofnunin eigi að geta sinnt öllum þeim verkefnum sem hún á að sinna. Í júní á síðasta ári benti Heiðar Már á að enn hefði ekkert svar borist frá umboðsmanni. „Ég inni hann eftir svörum opinberlega síðastliðið sumar. Þá var lofað bót og betrun. Síðan hefur ekkert gerst og ég bíð áfram. Þessi kvörtun mín snýr að íslenskri stjórnsýslu. Svo virðist sem einstakir embættismenn hafi hugsanlega látið persónulega skoðun á mönnum ráða ferðinni frekar en hvað lögin segja,“ segir Heiðar Már.
Alþingi Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira