Lýsing á leik Einar Hugi Bjarnason skrifar 12. mars 2015 07:00 Í grein sem ég ritaði í Fréttablaðið þann 4. apríl 2014 lýsti ég þeirri skoðun minni að útreikningsaðferðin sem Lýsing beitir við uppgjör ólögmætra gengislána félagsins væri röng og í andstöðu við dómafordæmi Hæstaréttar. Í greininni benti ég á að þessi afstaða Lýsingar leiddi til tjóns fyrir viðsemjendur félagsins þannig að þeir væru nauðbeygðir til að sækja rétt sinn fyrir dómstólum. Upplýsingafulltrúi Lýsingar tók til varna fyrir hönd vinnuveitanda síns og ritaði svargrein í blaðið þann 15. apríl 2014. Í grein hans er fullyrt að undirritaður hafi farið með staðlausa stafi og að endurútreikningur Lýsingar væri í samræmi við dómafordæmi Hæstaréttar. Þessu var haldið fram þrátt fyrir að önnur fjármálafyrirtæki á Íslandi og eftirlitsaðilar væru sammála um þá aðferð sem bæri að leggja til grundvallar.Íslandsmet í málsóknum? Í ljós hefur komið að allt það sem fram kom í áðurnefndri blaðagrein minni hefur raungerst. Þannig hafa hundruð einstaklinga og fyrirtækja stefnt Lýsingu til endurheimtu ofgreiðslna af ólögmætum gengistryggðum lánssamningum og bíða þessi mál nú úrlausnar hjá héraðsdómi. Þá hefur því verið endanlega slegið föstu í dómaframkvæmd Hæstaréttar að Lýsingu ber við endurútreikning ólögmætra gengislána fyrirtækisins að beita þeirri útreikningsaðferð sem ég benti á í grein minni og birtist fyrst í dómi Hæstaréttar frá 18. október 2012 í máli nr. 464/2012 (svonefnt Borgarbyggðarmál). Þessi skilningur var staðfestur, þannig að ekki verður um villst, í dómi Hæstaréttar 6. nóvember 2014 í máli nr. 110/2014, þar sem útreikningsaðferð Lýsingar var hafnað og niðurstaðan sú að eignaleigufyrirtækið var dæmt til að greiða stóru verktakafyrirtæki rúmar 65 m.kr. auk dráttarvaxta vegna ofgreiðslna af 32 gengistryggðum kaupleigusamningum. Í ljósi niðurstöðu þessa dóms áttu margir von á því að Lýsing hæfist handa við að leiðrétta fyrri endurútreikninga sína og þeir bjartsýnustu gerðu jafnvel ráð fyrir að fram kæmi afsökunarbeiðni frá félaginu. Hvorugt gerðist heldur þráaðist fyrirtækið enn við og bar því við, án frekari rökstuðnings, að skýra þyrfti ýmsa hluti varðandi uppgjör gengislána félagsins.Dómarnir frá því á fimmtudag Síðastliðinn fimmtudag féllu tveir dómar í Hæstarétti í málum nr. 625 og 626/2014 þar sem ágreiningsefnið var uppgjör tveggja bílasamninga. Lýsing tapaði báðum málunum og var dæmt til greiðslu málskostnaðar. Þessir dómar staðfesta enn á ný að við endurútreikning lánanna bar Lýsingu að beita uppgjörsaðferðinni í Borgarbyggðarmálinu.Viðbrögð Lýsingar Dómarnir frá síðastliðnum fimmtudegi hafa víðtækt fordæmisgildi og er dagljóst að í þeim felst að Lýsing þarf að birta viðsemjendum sínum nýja endurútreikninga þar sem hinir fyrri eru leiðréttir. Félaginu er hins vegar engin vorkunn enda hefur legið fyrir frá því í október 2012, þegar dómur í Borgarbyggðarmálinu var kveðinn upp, að aðferðin sem Lýsing beitti var röng. Lýsing birti í vikunni fremur óljósa tilkynningu í tilefni af nefndum dómum Hæstaréttar þar sem m.a. kemur fram að dómarnir skýri réttarstöðuna og að Lýsing telji að að svo komnu máli megi sætta ýmis ágreiningsmál. Þetta eru vissulega ánægjuleg tíðindi þó að gagnrýnisvert sé að hver og einn lántaki þurfi að sækja sérstaklega um leiðréttingu fyrri endurútreikninga öfugt við þá framkvæmd sem viðgengist hefur hjá öðrum fjármálafyrirtækjum. Að mínu mati væri mun eðlilegra og samrýmdist fremur góðum viðskiptaháttum fjármálafyrirtækis að Lýsing hlutaðist til um leiðréttingar fyrri endurútreikninga að eigin frumkvæði. Tíminn mun leiða í ljós raunverulegt innihald tilkynningar Lýsingar og hvort félagið muni í raun leiðrétta meginþorra ólögmætra gengislána félagsins. Ef það verður ekki gert má leiða að því sterkar líkur að enn fleiri viðsemjendur félagsins muni sjá sig knúna til að höfða mál á hendur félaginu. Lýsing yrði þá ekki aðeins handhafi Íslandsmets í málsóknum á hendur fjármálafyrirtæki heldur yrði að líkindum einnig Norðurlandameistari. Lýsing á leik núna! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Hugi Bjarnason Mest lesið Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Herra, má ég fá meiri graut? Magnús Þór Jónsson Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í grein sem ég ritaði í Fréttablaðið þann 4. apríl 2014 lýsti ég þeirri skoðun minni að útreikningsaðferðin sem Lýsing beitir við uppgjör ólögmætra gengislána félagsins væri röng og í andstöðu við dómafordæmi Hæstaréttar. Í greininni benti ég á að þessi afstaða Lýsingar leiddi til tjóns fyrir viðsemjendur félagsins þannig að þeir væru nauðbeygðir til að sækja rétt sinn fyrir dómstólum. Upplýsingafulltrúi Lýsingar tók til varna fyrir hönd vinnuveitanda síns og ritaði svargrein í blaðið þann 15. apríl 2014. Í grein hans er fullyrt að undirritaður hafi farið með staðlausa stafi og að endurútreikningur Lýsingar væri í samræmi við dómafordæmi Hæstaréttar. Þessu var haldið fram þrátt fyrir að önnur fjármálafyrirtæki á Íslandi og eftirlitsaðilar væru sammála um þá aðferð sem bæri að leggja til grundvallar.Íslandsmet í málsóknum? Í ljós hefur komið að allt það sem fram kom í áðurnefndri blaðagrein minni hefur raungerst. Þannig hafa hundruð einstaklinga og fyrirtækja stefnt Lýsingu til endurheimtu ofgreiðslna af ólögmætum gengistryggðum lánssamningum og bíða þessi mál nú úrlausnar hjá héraðsdómi. Þá hefur því verið endanlega slegið föstu í dómaframkvæmd Hæstaréttar að Lýsingu ber við endurútreikning ólögmætra gengislána fyrirtækisins að beita þeirri útreikningsaðferð sem ég benti á í grein minni og birtist fyrst í dómi Hæstaréttar frá 18. október 2012 í máli nr. 464/2012 (svonefnt Borgarbyggðarmál). Þessi skilningur var staðfestur, þannig að ekki verður um villst, í dómi Hæstaréttar 6. nóvember 2014 í máli nr. 110/2014, þar sem útreikningsaðferð Lýsingar var hafnað og niðurstaðan sú að eignaleigufyrirtækið var dæmt til að greiða stóru verktakafyrirtæki rúmar 65 m.kr. auk dráttarvaxta vegna ofgreiðslna af 32 gengistryggðum kaupleigusamningum. Í ljósi niðurstöðu þessa dóms áttu margir von á því að Lýsing hæfist handa við að leiðrétta fyrri endurútreikninga sína og þeir bjartsýnustu gerðu jafnvel ráð fyrir að fram kæmi afsökunarbeiðni frá félaginu. Hvorugt gerðist heldur þráaðist fyrirtækið enn við og bar því við, án frekari rökstuðnings, að skýra þyrfti ýmsa hluti varðandi uppgjör gengislána félagsins.Dómarnir frá því á fimmtudag Síðastliðinn fimmtudag féllu tveir dómar í Hæstarétti í málum nr. 625 og 626/2014 þar sem ágreiningsefnið var uppgjör tveggja bílasamninga. Lýsing tapaði báðum málunum og var dæmt til greiðslu málskostnaðar. Þessir dómar staðfesta enn á ný að við endurútreikning lánanna bar Lýsingu að beita uppgjörsaðferðinni í Borgarbyggðarmálinu.Viðbrögð Lýsingar Dómarnir frá síðastliðnum fimmtudegi hafa víðtækt fordæmisgildi og er dagljóst að í þeim felst að Lýsing þarf að birta viðsemjendum sínum nýja endurútreikninga þar sem hinir fyrri eru leiðréttir. Félaginu er hins vegar engin vorkunn enda hefur legið fyrir frá því í október 2012, þegar dómur í Borgarbyggðarmálinu var kveðinn upp, að aðferðin sem Lýsing beitti var röng. Lýsing birti í vikunni fremur óljósa tilkynningu í tilefni af nefndum dómum Hæstaréttar þar sem m.a. kemur fram að dómarnir skýri réttarstöðuna og að Lýsing telji að að svo komnu máli megi sætta ýmis ágreiningsmál. Þetta eru vissulega ánægjuleg tíðindi þó að gagnrýnisvert sé að hver og einn lántaki þurfi að sækja sérstaklega um leiðréttingu fyrri endurútreikninga öfugt við þá framkvæmd sem viðgengist hefur hjá öðrum fjármálafyrirtækjum. Að mínu mati væri mun eðlilegra og samrýmdist fremur góðum viðskiptaháttum fjármálafyrirtækis að Lýsing hlutaðist til um leiðréttingar fyrri endurútreikninga að eigin frumkvæði. Tíminn mun leiða í ljós raunverulegt innihald tilkynningar Lýsingar og hvort félagið muni í raun leiðrétta meginþorra ólögmætra gengislána félagsins. Ef það verður ekki gert má leiða að því sterkar líkur að enn fleiri viðsemjendur félagsins muni sjá sig knúna til að höfða mál á hendur félaginu. Lýsing yrði þá ekki aðeins handhafi Íslandsmets í málsóknum á hendur fjármálafyrirtæki heldur yrði að líkindum einnig Norðurlandameistari. Lýsing á leik núna!
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun