Er hagnaður til hægri? Valgerður Bjarnadóttir skrifar 12. mars 2015 07:00 Í mörg ár hefur mér fundist orðanotkunin um hægri og vinstri lítt skýra pólitískt umhverfi, hugtökin enda fyrst notuð til að lýsa afstöðu til stjórnmála eftir frönsku stjórnarbyltinguna fyrir bráðum kvart árþúsundi eða 250 árum. Heimurinn stendur ekki í stað, hann breytist, sem betur fer. Skoðanir okkar eru ólíkar um margt sem varla er hægt að flokka til hægri eða vinstri. Eru mannréttindi til vinstri? Er umhverfisvernd til vinstri? Er vilji til að hafa opið og gagnsætt þjóðfélag til vinstri? Er hagnaður til hægri? Er spilling til hægri? Eru svikin kosningaloforð til hægri? Stjórnmálaflokkur sem vill að allir séu eins, stjórnmálaflokkur sem ekki þolir blæbrigði skoðana, svoleiðis stjórnmálaflokkur verður aldrei stór. Þess vegna verða stjórnmálaflokkar nú fleiri og minni.Þrjú stór mál Stjórnmálaflokkar taka afleiðingum gerða sinna og ákvarðana. Því fundum við jafnaðarmenn sannarlega fyrir í síðustu kosningum. Við höfðum forystu í ríkisstjórn sem vann kraftaverk, en það voru erfið verk og í eðli sínu vanþakklát. Svo voru önnur verk sem til stóð að vinna en ekki tókst að klára. Ég ætla að nefna þrjú: Aðildarumsóknina að Evrópusambandinu, fiskveiðistjórnina og stjórnarskrármálið. Samningaviðræður við Evrópusambandið eru nú á ís en hægt er að hefja þær aftur með litlum fyrirvara, ef andstæðingum þeirra tekst ekki að eyðileggja þá fjögurra ára vinnu sem í þær voru lagðar. Evrópusambandið er ekki að fara neitt, þannig að það eru ekki hundrað í hættunni þótt það dragist í tvö ár eða svo að halda þeim áfram landi og þjóð til hagsbóta.Á móti samningaleið Ég var og er andsnúin þeirri leið í fiskveiðistjórnarmálum sem kölluð var samningaleiðin og var uppi á borðum á síðasta kjörtímabili. Sú leið hefði tryggt handhöfum kvótans hann til minnst fimmtán ára og auk þess yrðu til ýmsir pottar, sem gætu heitið: ívilnunarpottur, byggðapottur eða leigupottur. Pottasull er ávísun á pólitíska íhlutun. Úthlutun kvótans á að vera á markaðsforsendum. Útgerðin á að bjóða í kvótann og ákveða á þann veg veiðigjaldið sjálf. Nota á klassískar leiðir jafnaðarstefnunnar til að standa vörð um byggðirnar í landinu. Ekki hefur verið pólitískur vilji til að fara upp út úr því gamla hjólfari sem við erum í með ráðstöfun þessarar mikilvægustu auðlindar þjóðarinnar, því þarf að breyta.Stórmerkileg pólitísk tilraun Stjórnarskrármálið verður einhvern tímann talið ein merkilegasta pólitíska tilraun sem hér hefur verið gerð, það er ég viss um. Áhuga- og kunnáttumenn í útlöndum telja vissulega að svo hafi verið. Enn ein stjórnarskrárnefndin situr nú að störfum. Ákvæðin sem hún hefur til umfjöllunar eru: bindandi þjóðaratkvæðagreiðslur, þjóðareign á auðlindum, umhverfisvernd og framsal valdheimilda. Kannski tekst þessari nefnd það sem engri slíkri hefur tekist áður, að ná samkomulagi. Við eigum að freista þess að ná samkomulagi um þessi atriði og í kjölfarið knýja á um frekari endurskoðun. Þetta er sú leið sem málefnanefnd Samfylkingarinnar leggur fyrir Landsfundinn þann 20. mars. Í stjórnarskrármálinu var tekist á um völdin í landinu. Gamli tíminn í stjórnmálum, gamli tíminn á fjölmiðlunum og gamli tíminn í fræðasamfélaginu lagðist gegn nýjum tímum og nýjum vinnubrögðum. Á lokasprettinum kom í ljós að í mínum flokki hafði gamli tíminn líka sigur á hinum nýja. Við skuldum fólki að ljúka þeirri vinnu sem hafin var og fara að vilja þjóðarinnar sem birtist í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október 2012. Það tekur lengri tíma en við vonuðum. Í pólitík skiptir tvennt miklu máli: þrautseigja og að fara ekki á taugum. – Og hvað ætli það sé: til hægri eða vinstri? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Sjá meira
Í mörg ár hefur mér fundist orðanotkunin um hægri og vinstri lítt skýra pólitískt umhverfi, hugtökin enda fyrst notuð til að lýsa afstöðu til stjórnmála eftir frönsku stjórnarbyltinguna fyrir bráðum kvart árþúsundi eða 250 árum. Heimurinn stendur ekki í stað, hann breytist, sem betur fer. Skoðanir okkar eru ólíkar um margt sem varla er hægt að flokka til hægri eða vinstri. Eru mannréttindi til vinstri? Er umhverfisvernd til vinstri? Er vilji til að hafa opið og gagnsætt þjóðfélag til vinstri? Er hagnaður til hægri? Er spilling til hægri? Eru svikin kosningaloforð til hægri? Stjórnmálaflokkur sem vill að allir séu eins, stjórnmálaflokkur sem ekki þolir blæbrigði skoðana, svoleiðis stjórnmálaflokkur verður aldrei stór. Þess vegna verða stjórnmálaflokkar nú fleiri og minni.Þrjú stór mál Stjórnmálaflokkar taka afleiðingum gerða sinna og ákvarðana. Því fundum við jafnaðarmenn sannarlega fyrir í síðustu kosningum. Við höfðum forystu í ríkisstjórn sem vann kraftaverk, en það voru erfið verk og í eðli sínu vanþakklát. Svo voru önnur verk sem til stóð að vinna en ekki tókst að klára. Ég ætla að nefna þrjú: Aðildarumsóknina að Evrópusambandinu, fiskveiðistjórnina og stjórnarskrármálið. Samningaviðræður við Evrópusambandið eru nú á ís en hægt er að hefja þær aftur með litlum fyrirvara, ef andstæðingum þeirra tekst ekki að eyðileggja þá fjögurra ára vinnu sem í þær voru lagðar. Evrópusambandið er ekki að fara neitt, þannig að það eru ekki hundrað í hættunni þótt það dragist í tvö ár eða svo að halda þeim áfram landi og þjóð til hagsbóta.Á móti samningaleið Ég var og er andsnúin þeirri leið í fiskveiðistjórnarmálum sem kölluð var samningaleiðin og var uppi á borðum á síðasta kjörtímabili. Sú leið hefði tryggt handhöfum kvótans hann til minnst fimmtán ára og auk þess yrðu til ýmsir pottar, sem gætu heitið: ívilnunarpottur, byggðapottur eða leigupottur. Pottasull er ávísun á pólitíska íhlutun. Úthlutun kvótans á að vera á markaðsforsendum. Útgerðin á að bjóða í kvótann og ákveða á þann veg veiðigjaldið sjálf. Nota á klassískar leiðir jafnaðarstefnunnar til að standa vörð um byggðirnar í landinu. Ekki hefur verið pólitískur vilji til að fara upp út úr því gamla hjólfari sem við erum í með ráðstöfun þessarar mikilvægustu auðlindar þjóðarinnar, því þarf að breyta.Stórmerkileg pólitísk tilraun Stjórnarskrármálið verður einhvern tímann talið ein merkilegasta pólitíska tilraun sem hér hefur verið gerð, það er ég viss um. Áhuga- og kunnáttumenn í útlöndum telja vissulega að svo hafi verið. Enn ein stjórnarskrárnefndin situr nú að störfum. Ákvæðin sem hún hefur til umfjöllunar eru: bindandi þjóðaratkvæðagreiðslur, þjóðareign á auðlindum, umhverfisvernd og framsal valdheimilda. Kannski tekst þessari nefnd það sem engri slíkri hefur tekist áður, að ná samkomulagi. Við eigum að freista þess að ná samkomulagi um þessi atriði og í kjölfarið knýja á um frekari endurskoðun. Þetta er sú leið sem málefnanefnd Samfylkingarinnar leggur fyrir Landsfundinn þann 20. mars. Í stjórnarskrármálinu var tekist á um völdin í landinu. Gamli tíminn í stjórnmálum, gamli tíminn á fjölmiðlunum og gamli tíminn í fræðasamfélaginu lagðist gegn nýjum tímum og nýjum vinnubrögðum. Á lokasprettinum kom í ljós að í mínum flokki hafði gamli tíminn líka sigur á hinum nýja. Við skuldum fólki að ljúka þeirri vinnu sem hafin var og fara að vilja þjóðarinnar sem birtist í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október 2012. Það tekur lengri tíma en við vonuðum. Í pólitík skiptir tvennt miklu máli: þrautseigja og að fara ekki á taugum. – Og hvað ætli það sé: til hægri eða vinstri?
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun