Glíma Íslands við hrunið! Steingrímur J. Sigfússon skrifar 12. mars 2015 07:00 Glöggt er gests augað segir gamalt máltæki. Á þeirri speki geta verið margar hliðar eins og fleiru. Sú hætta er augljós að gestinum hafi verið sýnd fegruð mynd af ástandinu á bænum, allt gert hreint í hólf og gólf fyrir komu hans og í hann borið það besta sem til var matarkyns. En — sé gesturinn vandanum vaxinn — lætur hann ekki villa um fyrir sér með slíkum brögðum. Tala nú ekki um ef tilgangur heimsóknarinnar er beinlínis sá að kanna ástand mála eins og það raunverulega er og vera á varðbergi gagnvart fegraðri mynd af hlutunum. Máltækið gamla kann einnig að hafa skírskotun til þess að oft þarf einhvern utanaðkomandi til að benda heimamönnum, þeim sem lengi hafa samsamað sig tilteknu ástandi, á það sem vel er gert og hitt sem betur mætti fara. Stundum er sagt, og jafnvel í háðslegum tóni, að sannleikurinn komi að utan. Það getur sannleikurinn einmitt átt til, óþægilegur sem hann kann að vera. Þannig kom sannleikurinn um hinar feysknu undirstöður „íslenska efnahagsundursins“ sumpart að utan árið 2006, t.d. í gerfi dansks bankamanns. En að utan kom vissulega líka innistæðulaus þvæla um íslensk efnahagsmál á sama tíma, sbr. lánshæfismat bankanna, allt fram á árið 2008.Gestur á vegum Sameinuðu þjóðanna Nýlega bar gest að garði á Íslandi á vegum hinna Sameinuðu þjóða. Nánar tiltekið heimsótti óháður sérfræðingur, Juan Pablo Bohoslavsky, landið á vegum Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. Tilgangur heimsóknarinnar var að gera úttekt á því hvernig Íslandi hefði tekist í glímu sinni við afleiðingar Hrunsins að uppfylla skyldur sínar á sviði mannréttindamála, einkum hvað varðaði efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi. Heimsókn sérfræðingsins stóð í viku og eins og fram kemur í skýrslunni um för hans hingað var rætt við fjölmarga aðila, hlustað á ólík sjónarmið og síðan byggt á margvíslegum gögnum. Niðurstöðurnar eru athyglisverðar. Hver og einn verður auðvitað að gera upp við sig hversu glöggt hann telur þetta tiltekna gestsauga. Hér var þó hvorki umboðslaus aðili á ferð né er hann þátttakandi í íslenskum stjórnmálum. Hér er ekki heldur um að ræða erindreka tiltekinna sérhagsmuna eða hugmyndafræði, nema það sé talið þjóna sérstakri hugmyndafræði að mannréttindi séu virt í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar. Almennt er vandséð annað en þessum tiltekna gesti hafi gengið það eitt til að komast sem næst sannleikanum um það sem var tilgangur heimsóknarinnar. Og tilgangurinn var, eins og áður sagði, að skoða frammistöðu Íslands í glímunni við afleiðingar Hrunsins frá þessum mannréttindasjónarhóli. Og nú skulum við gefa gestinum orðið:Góð einkunn og um leið þarfar ábendingar Almennt séð verður ekki kvartað undan þeirri einkunn sem hinn óháði mannréttindasérfræðingur gefur viðureign íslenskra stjórnvalda við afleiðingar Hrunsins, allt aftur til haustsins 2008. Í samandregnum niðurstöðum og víðar í textanum segir einfaldlega (í lauslegri þýðingu greinarhöfundar): „Ísland hefur glímt við efnahagsþrengingarnar með árangursríkari hætti en mörg önnur lönd.“ Engu að síður eru settar fram margar þarfar ábendingar, svo sem um að vera á varðbergi gegn hættu á langtímaatvinnuleysi meðal ungs fólks og innflytjenda, berjast gegn fátækt, horfa til stöðu leigjenda o.s.frv.„Á Íslandi dró úr ójöfnuði.“ Þegar kemur að því að svara spurningunni um hvort eitthvað megi læra af því hvernig íslensk stjórnvöld tókust á við efnahagserfiðleikana er ýmislegt dregið fram og þar er m.a. að finna eftirfarandi texta (aftur í lauslegri þýðingu greinarhöfundar) og gesturinn hefur síðasta orðið: „…ríkisstjórnin brást við fjármála- og efnahagsþrengingunum með því að hlífa hópum í viðkvæmri stöðu með auknum fjárframlögum til félagslegra stuðningsaðgerða, með því að auðvelda hlutastörf, með virkum vinnumarkaðsaðgerðum og auknum rétti til atvinnuleysisbóta. Í stað framhlaðinna niðurskurðaraðgerða sem hefðu getað dýpkað kreppuna var lögð áhersla á aðlögun í formi aukinnar tekjuöflunar með þrepaskiptum tekjuskatti, auðlegðarskatti og hærri sköttum á hagnað fyrirtækja. Þó nær allir færðu fórnir var byrðunum, þegar á heildina er litið, dreift á sanngjarnan hátt með því að standa vel vörð um hag hinna tekjulægstu á meðan þeir sem ríkari voru, og þar með síður líklegir til að missa lágmarks félagsleg og efnahagsleg réttindi, öxluðu þyngri byrðar. Á Íslandi dró úr ójöfnuði.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Glöggt er gests augað segir gamalt máltæki. Á þeirri speki geta verið margar hliðar eins og fleiru. Sú hætta er augljós að gestinum hafi verið sýnd fegruð mynd af ástandinu á bænum, allt gert hreint í hólf og gólf fyrir komu hans og í hann borið það besta sem til var matarkyns. En — sé gesturinn vandanum vaxinn — lætur hann ekki villa um fyrir sér með slíkum brögðum. Tala nú ekki um ef tilgangur heimsóknarinnar er beinlínis sá að kanna ástand mála eins og það raunverulega er og vera á varðbergi gagnvart fegraðri mynd af hlutunum. Máltækið gamla kann einnig að hafa skírskotun til þess að oft þarf einhvern utanaðkomandi til að benda heimamönnum, þeim sem lengi hafa samsamað sig tilteknu ástandi, á það sem vel er gert og hitt sem betur mætti fara. Stundum er sagt, og jafnvel í háðslegum tóni, að sannleikurinn komi að utan. Það getur sannleikurinn einmitt átt til, óþægilegur sem hann kann að vera. Þannig kom sannleikurinn um hinar feysknu undirstöður „íslenska efnahagsundursins“ sumpart að utan árið 2006, t.d. í gerfi dansks bankamanns. En að utan kom vissulega líka innistæðulaus þvæla um íslensk efnahagsmál á sama tíma, sbr. lánshæfismat bankanna, allt fram á árið 2008.Gestur á vegum Sameinuðu þjóðanna Nýlega bar gest að garði á Íslandi á vegum hinna Sameinuðu þjóða. Nánar tiltekið heimsótti óháður sérfræðingur, Juan Pablo Bohoslavsky, landið á vegum Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. Tilgangur heimsóknarinnar var að gera úttekt á því hvernig Íslandi hefði tekist í glímu sinni við afleiðingar Hrunsins að uppfylla skyldur sínar á sviði mannréttindamála, einkum hvað varðaði efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi. Heimsókn sérfræðingsins stóð í viku og eins og fram kemur í skýrslunni um för hans hingað var rætt við fjölmarga aðila, hlustað á ólík sjónarmið og síðan byggt á margvíslegum gögnum. Niðurstöðurnar eru athyglisverðar. Hver og einn verður auðvitað að gera upp við sig hversu glöggt hann telur þetta tiltekna gestsauga. Hér var þó hvorki umboðslaus aðili á ferð né er hann þátttakandi í íslenskum stjórnmálum. Hér er ekki heldur um að ræða erindreka tiltekinna sérhagsmuna eða hugmyndafræði, nema það sé talið þjóna sérstakri hugmyndafræði að mannréttindi séu virt í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar. Almennt er vandséð annað en þessum tiltekna gesti hafi gengið það eitt til að komast sem næst sannleikanum um það sem var tilgangur heimsóknarinnar. Og tilgangurinn var, eins og áður sagði, að skoða frammistöðu Íslands í glímunni við afleiðingar Hrunsins frá þessum mannréttindasjónarhóli. Og nú skulum við gefa gestinum orðið:Góð einkunn og um leið þarfar ábendingar Almennt séð verður ekki kvartað undan þeirri einkunn sem hinn óháði mannréttindasérfræðingur gefur viðureign íslenskra stjórnvalda við afleiðingar Hrunsins, allt aftur til haustsins 2008. Í samandregnum niðurstöðum og víðar í textanum segir einfaldlega (í lauslegri þýðingu greinarhöfundar): „Ísland hefur glímt við efnahagsþrengingarnar með árangursríkari hætti en mörg önnur lönd.“ Engu að síður eru settar fram margar þarfar ábendingar, svo sem um að vera á varðbergi gegn hættu á langtímaatvinnuleysi meðal ungs fólks og innflytjenda, berjast gegn fátækt, horfa til stöðu leigjenda o.s.frv.„Á Íslandi dró úr ójöfnuði.“ Þegar kemur að því að svara spurningunni um hvort eitthvað megi læra af því hvernig íslensk stjórnvöld tókust á við efnahagserfiðleikana er ýmislegt dregið fram og þar er m.a. að finna eftirfarandi texta (aftur í lauslegri þýðingu greinarhöfundar) og gesturinn hefur síðasta orðið: „…ríkisstjórnin brást við fjármála- og efnahagsþrengingunum með því að hlífa hópum í viðkvæmri stöðu með auknum fjárframlögum til félagslegra stuðningsaðgerða, með því að auðvelda hlutastörf, með virkum vinnumarkaðsaðgerðum og auknum rétti til atvinnuleysisbóta. Í stað framhlaðinna niðurskurðaraðgerða sem hefðu getað dýpkað kreppuna var lögð áhersla á aðlögun í formi aukinnar tekjuöflunar með þrepaskiptum tekjuskatti, auðlegðarskatti og hærri sköttum á hagnað fyrirtækja. Þó nær allir færðu fórnir var byrðunum, þegar á heildina er litið, dreift á sanngjarnan hátt með því að standa vel vörð um hag hinna tekjulægstu á meðan þeir sem ríkari voru, og þar með síður líklegir til að missa lágmarks félagsleg og efnahagsleg réttindi, öxluðu þyngri byrðar. Á Íslandi dró úr ójöfnuði.“
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun