Erum við tilbúin fyrir næstu iðnbyltingu? Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 18. mars 2015 07:00 Í síðustu viku héldu Samtök iðnaðarins sitt árlega Iðnþing undir yfirskriftinni „Erum við tilbúin fyrir næstu iðnbyltingu?“ Fólk úr íslensku atvinnulífi fjölmennti til að ræða margvísleg hagsmunamál iðnaðar en sérstöku kastljósi var beint að menntun, nýsköpun og framleiðni. Menntun er forsenda bættra lífskjara og vel menntuð þjóð leggur grunn að góðum efnahag. Á Iðnþingi beindum við sérstaklega sjónum okkar að iðnmenntun en undanfarin ár hefur þeim stöðugt fækkað sem velja iðnnám. Við höfum beint fólki í hefðbundið bóknám í stað þess að fagna fjölbreytileikanum og draga fram kosti alls náms. Iðnnám er raunverulegur valkostur sem býður upp á fjölbreytt og spennandi störf til framtíðar. Verk- og hugvit verða að fara saman. Hér gegnum við foreldrar mikilvægu hlutverki. Ég, eins og svo margir foreldrar, hélt að syni mínum þeirri hugmynd að bóknám væri til alls fyrst þótt hann sýndi ótvíræða hæfileika og mikinn áhuga á verklegum greinum. Hann fór að ráðum móður sinnar í fyrstu en saman ákváðum við svo að láta hugmyndir mínar um örugga framtíð lönd og leið og síðan þá hefur margt breyst til hins betra. Í dag á ég son sem hefur brennandi áhuga á námi sínu á iðnbraut. Hann er glaður, áhugasamur einstaklingur sem á framtíðina fyrir sér og hefur ekki síður góða tekjumöguleika en félagar hans sem ákváðu að leggja stund á hefðbundið bóknám. Nýsköpun styrkir framþróun. Þau samfélög sem skara fram úr eru þekkingarsamfélög sem ýta undir rannsóknir og þróun og efla menntun. Samfélög þar sem fólk er hvatt til að skapa og sjá tækifæri til breytinga. Í því felst nýsköpun. Íslensk fyrirtæki standa sig vel í alþjóðlegum samanburði og umhverfi nýsköpunar er á margan hátt gott en við getum og viljum gera betur. Til þess að verða leiðandi á sviði nýsköpunar þurfum við að hlúa sérstaklega vel að nýjum hugmyndum og gæta þess að hér séu kjöraðstæður fyrir fyrirtæki að vaxa og dafna. Aukin framleiðni er grunnur verðmætasköpunar. Það eru sameiginlegir hagsmunir okkar sem þjóðar að vinna að aukinni framleiðni sem hefur svo margföldunaráhrif inn í samfélagið í formi tekjuafgangs og verðmætasköpunar. Aukin afköst og hagræðing í rekstri hefur ekki einungis áhrif á eigendur fyrirtækja heldur einnig starfsmenn. Landsframleiðsla á hverja unna vinnustund er undir meðaltali OECD ríkja en við vegum það upp með löngum vinnutíma. Í þessu felst tækifæri fyrir atvinnurekendur og launþega til umbóta. Með menntun, nýsköpun og aukna framleiðni að leiðarljósi sköpum við gott umhverfi sem gerir Ísland aðlaðandi fyrir fólk og fyrirtæki. Ert þú tilbúin í slíka iðnbyltingu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku héldu Samtök iðnaðarins sitt árlega Iðnþing undir yfirskriftinni „Erum við tilbúin fyrir næstu iðnbyltingu?“ Fólk úr íslensku atvinnulífi fjölmennti til að ræða margvísleg hagsmunamál iðnaðar en sérstöku kastljósi var beint að menntun, nýsköpun og framleiðni. Menntun er forsenda bættra lífskjara og vel menntuð þjóð leggur grunn að góðum efnahag. Á Iðnþingi beindum við sérstaklega sjónum okkar að iðnmenntun en undanfarin ár hefur þeim stöðugt fækkað sem velja iðnnám. Við höfum beint fólki í hefðbundið bóknám í stað þess að fagna fjölbreytileikanum og draga fram kosti alls náms. Iðnnám er raunverulegur valkostur sem býður upp á fjölbreytt og spennandi störf til framtíðar. Verk- og hugvit verða að fara saman. Hér gegnum við foreldrar mikilvægu hlutverki. Ég, eins og svo margir foreldrar, hélt að syni mínum þeirri hugmynd að bóknám væri til alls fyrst þótt hann sýndi ótvíræða hæfileika og mikinn áhuga á verklegum greinum. Hann fór að ráðum móður sinnar í fyrstu en saman ákváðum við svo að láta hugmyndir mínar um örugga framtíð lönd og leið og síðan þá hefur margt breyst til hins betra. Í dag á ég son sem hefur brennandi áhuga á námi sínu á iðnbraut. Hann er glaður, áhugasamur einstaklingur sem á framtíðina fyrir sér og hefur ekki síður góða tekjumöguleika en félagar hans sem ákváðu að leggja stund á hefðbundið bóknám. Nýsköpun styrkir framþróun. Þau samfélög sem skara fram úr eru þekkingarsamfélög sem ýta undir rannsóknir og þróun og efla menntun. Samfélög þar sem fólk er hvatt til að skapa og sjá tækifæri til breytinga. Í því felst nýsköpun. Íslensk fyrirtæki standa sig vel í alþjóðlegum samanburði og umhverfi nýsköpunar er á margan hátt gott en við getum og viljum gera betur. Til þess að verða leiðandi á sviði nýsköpunar þurfum við að hlúa sérstaklega vel að nýjum hugmyndum og gæta þess að hér séu kjöraðstæður fyrir fyrirtæki að vaxa og dafna. Aukin framleiðni er grunnur verðmætasköpunar. Það eru sameiginlegir hagsmunir okkar sem þjóðar að vinna að aukinni framleiðni sem hefur svo margföldunaráhrif inn í samfélagið í formi tekjuafgangs og verðmætasköpunar. Aukin afköst og hagræðing í rekstri hefur ekki einungis áhrif á eigendur fyrirtækja heldur einnig starfsmenn. Landsframleiðsla á hverja unna vinnustund er undir meðaltali OECD ríkja en við vegum það upp með löngum vinnutíma. Í þessu felst tækifæri fyrir atvinnurekendur og launþega til umbóta. Með menntun, nýsköpun og aukna framleiðni að leiðarljósi sköpum við gott umhverfi sem gerir Ísland aðlaðandi fyrir fólk og fyrirtæki. Ert þú tilbúin í slíka iðnbyltingu?
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun