Fyrrverandi olíumálaráðherrann Sigurjón M. Egilsson skrifar 23. mars 2015 06:45 Samfylkingin segir nú að það hafi verið mistök að vilja olíuvinnslu á Drekasvæðinu. „Herra forseti. Ég verð að viðurkenna að mér fellur miklu betur að vera kallaður hæstvirtur olíumálaráðherra því að það er titill sem ég mun að minnsta kosti af fremsta megni reyna að standa undir.“ Þannig talaði Össur Skarphéðinsson um sjálfan sig í ræðustól Alþingis á árinu 2008. Gangi hins vegar nýtilkominn vilji Samfylkingarinnar eftir þarf hvorki Össur, né nokkur annar, að standa undir starfsheitinu olíumálaráðherra. Þetta eru miklar breytingar á afstöðu Samfylkingarinnar. Össur sem oft kallaði sjálfan sig olíumálaráðherra fundaði með olíumálaráðherra Noregs fyrir aðeins tveimur árum: „Ég er mjög ánægður með fundi mína með norsku ráðherrunum í dag og í gær um hugsanlegt samstarf á sviði þjónustu við olíusvæðin sem ég tel að verði komin vel áleiðis fyrir 2025. Það yrði gríðarlegur búhnykkur fyrir Ísland ef hægt verður að ná sammæli um það við Norðmenn, og líka Grænlendinga, að byggja í framtíðinni upp þjónustu á Íslandi fyrir öll þau þrjú olíusvæði sem ég tel líklegt að verði þróuð norðan Íslands í framtíðinni. Fundurinn með Ola Borten Moe var sérstaklega gagnlegur af því hann skýrði mjög vel næstu skref Norðmanna gagnvart rannsóknum og þróun norska hluta Jan Mayen hryggjarins,“ sagði Össur þá. Nú hefur flokkurinn, þrátt fyrir væntingar formannsins fyrrverandi, kúvent í afstöðu sinni og ályktaði um olíuleitina: „Vinnsla jarðefnaeldsneytis á íslensku hafsvæði er í ósamræmi við hagsmuni Íslendinga í loftslagsmálum, skapar hættu á mengunarslysum og umhverfisógn í grennd við fiskimið okkar og verðmæta strandlengju, og mundi skaða ímynd Íslands sem miðstöðvar matvælaframleiðslu, náttúruparadísar ferðamanna og framsækins ríkis í orku- og umhverfisefnum. Samfylkingin telur að mistök hafi verið gerð þegar leit var hleypt af stað á Drekasvæðinu. Nú þarf að vinda ofan af þeirri leit og vinnsluáformum og lýsa því yfir að Íslendingar hyggist ekki nýta hugsanlega jarðefnaorkukosti í lögsögu sinni. Slík yfirlýsing verði hluti af framlagi Íslendinga til heildarsamkomulags um aðgerðir gegn loftslagsvá.“ Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sagði í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í gær það hafa verið mistök að samþykkja olíuleitina á sínum tíma. Hann sagði að nú þyrfti að vinda ofan af ferlinu og að yfirlýsingar Íslands um að nýta ekki olíuauðlindir yrðu hluti af þeim heildarskuldbindingum sem Ísland myndi undirgangast í alþjóðlegum samningum um loftslagsmál. Með samþykktinni færist Samfylkingin nærri Vinstri grænum sem hefur einn stjórnmálaflokka talað fyrir að við eigum ekki að leita eftir að vinna olíu af hafsbotni á Drekasvæðinu. Árni Páll áréttaði að við ættum frekar að leggja áherslu á að rafvæða samgöngurnar. Hvort sem það var í gríni eða alvöru sem Össur Skarphéðinsson skreytti sjálfan sig með titlinum olíumálaráðherra Íslands er ljóst að titillinn verður aldrei að veruleika, fái landsfundur Samfylkingarinnar nokkru um það ráðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Sigurjón M. Egilsson Olíuleit á Drekasvæði Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Við berum öll ábyrgð Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Samfylkingin segir nú að það hafi verið mistök að vilja olíuvinnslu á Drekasvæðinu. „Herra forseti. Ég verð að viðurkenna að mér fellur miklu betur að vera kallaður hæstvirtur olíumálaráðherra því að það er titill sem ég mun að minnsta kosti af fremsta megni reyna að standa undir.“ Þannig talaði Össur Skarphéðinsson um sjálfan sig í ræðustól Alþingis á árinu 2008. Gangi hins vegar nýtilkominn vilji Samfylkingarinnar eftir þarf hvorki Össur, né nokkur annar, að standa undir starfsheitinu olíumálaráðherra. Þetta eru miklar breytingar á afstöðu Samfylkingarinnar. Össur sem oft kallaði sjálfan sig olíumálaráðherra fundaði með olíumálaráðherra Noregs fyrir aðeins tveimur árum: „Ég er mjög ánægður með fundi mína með norsku ráðherrunum í dag og í gær um hugsanlegt samstarf á sviði þjónustu við olíusvæðin sem ég tel að verði komin vel áleiðis fyrir 2025. Það yrði gríðarlegur búhnykkur fyrir Ísland ef hægt verður að ná sammæli um það við Norðmenn, og líka Grænlendinga, að byggja í framtíðinni upp þjónustu á Íslandi fyrir öll þau þrjú olíusvæði sem ég tel líklegt að verði þróuð norðan Íslands í framtíðinni. Fundurinn með Ola Borten Moe var sérstaklega gagnlegur af því hann skýrði mjög vel næstu skref Norðmanna gagnvart rannsóknum og þróun norska hluta Jan Mayen hryggjarins,“ sagði Össur þá. Nú hefur flokkurinn, þrátt fyrir væntingar formannsins fyrrverandi, kúvent í afstöðu sinni og ályktaði um olíuleitina: „Vinnsla jarðefnaeldsneytis á íslensku hafsvæði er í ósamræmi við hagsmuni Íslendinga í loftslagsmálum, skapar hættu á mengunarslysum og umhverfisógn í grennd við fiskimið okkar og verðmæta strandlengju, og mundi skaða ímynd Íslands sem miðstöðvar matvælaframleiðslu, náttúruparadísar ferðamanna og framsækins ríkis í orku- og umhverfisefnum. Samfylkingin telur að mistök hafi verið gerð þegar leit var hleypt af stað á Drekasvæðinu. Nú þarf að vinda ofan af þeirri leit og vinnsluáformum og lýsa því yfir að Íslendingar hyggist ekki nýta hugsanlega jarðefnaorkukosti í lögsögu sinni. Slík yfirlýsing verði hluti af framlagi Íslendinga til heildarsamkomulags um aðgerðir gegn loftslagsvá.“ Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sagði í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í gær það hafa verið mistök að samþykkja olíuleitina á sínum tíma. Hann sagði að nú þyrfti að vinda ofan af ferlinu og að yfirlýsingar Íslands um að nýta ekki olíuauðlindir yrðu hluti af þeim heildarskuldbindingum sem Ísland myndi undirgangast í alþjóðlegum samningum um loftslagsmál. Með samþykktinni færist Samfylkingin nærri Vinstri grænum sem hefur einn stjórnmálaflokka talað fyrir að við eigum ekki að leita eftir að vinna olíu af hafsbotni á Drekasvæðinu. Árni Páll áréttaði að við ættum frekar að leggja áherslu á að rafvæða samgöngurnar. Hvort sem það var í gríni eða alvöru sem Össur Skarphéðinsson skreytti sjálfan sig með titlinum olíumálaráðherra Íslands er ljóst að titillinn verður aldrei að veruleika, fái landsfundur Samfylkingarinnar nokkru um það ráðið.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun