Konur sameinast um öruggari borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 31. mars 2015 07:00 Borgarstjórn minnist þess í dag að 100 ár eru síðan karlar ákváðu að leyfa fyrstu konunum að taka þátt í kosningum til Alþingis og að bjóða fram krafta sína á þeim vettvangi. Það þor og úthald sem konurnar höfðu sem börðust fyrir réttindum kynsystra sinna fyrir 100 árum er sannarlega allrar aðdáunar vert. Það er því við hæfi að þakka þeim fjölmörgu konum sem fóru á móti straumnum þá og síðustu hundrað árin og þeim körlum sem staðið hafa með þeim. Breytingin á íslensku samfélagi á liðinni öld er hreint út sagt stórkostleg. Ísland hefur verið í toppsætum lista sem meta jafnrétti í heiminum og konur hafa hér réttindi til jafns við karla þó tækifærin séu enn ekki jöfn og feðraveldið sé enn til staðar. Fyrir 100 árum börðust konur fyrir byggingu spítala þar sem þær höfðu heilbrigði þjóðarinnar að leiðarljósi. Konur í borgarstjórn í dag bera einnig heilbrigði þjóðarinnar fyrir brjósti en stærsta ógn við heilbrigði kvenna og barna er ofbeldi. Samkvæmt rannsóknum hefur allt að helmingur kvenna orði fyrir ofbeldi, um þriðjungur barna upplifir kynferðisofbeldi fyrir 18 ára aldur og 60% allra morða á Íslandi á liðnum árum má rekja til ofbeldis gegn konum. Ofbeldi er samfélagsmein sem verður að uppræta og því leggja konur allra flokka í borgarstjórn fram tillögu um stofnun ofbeldisvarnarnefndar sem er ætlað að tryggja að baráttan gegn ofbeldi verði viðvarandi viðfangsefni stjórnmálamanna og stofnana borgarinnar.Borgarstjórn hafi yfirsýn Það er mikilvægt að borgarstjórn hafi yfirsýn yfir stöðu mála í borginni, þá þjónustu sem hún veitir, hvaða forvörnum er beitt, hvaða þjónusta og forvarnir eru á vegum grasrótarsamtaka í borginni. Tryggja þarf samráð milli stofnana borgarinnar annars vegar og stofnana borgarinnar og grasrótarsamtaka hins vegar til þess að fyrirbyggja ofbeldi gegn konum og börnum sérstaklega en einnig efla forvarnir gegn ofbeldi almennt. Barátta gegn einelti, netofbeldi, hefndarklámi og fyrir almennu öryggi borgarbúa yrði þar einnig á dagskrá enda af nógu að taka, því miður. Margt gott er verið að gera í þessum málum í dag, víða á vettvangi Reykjavíkurborgar, en ég er sannfærð um að við getum gert enn betur. Reykjavík hefur tekið forystu í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum, algengustu og alvarlegustu ofbeldis- og heilbrigðisógn sem steðjar að íslensku samfélagi. Borgarstjórn hefur sett málið á dagskrá og vill gera allt sem stuðlað getur að friðsælli borg og auknu öryggi borgarbúa. Vonir standa til að ríkið geri hið sama og stofni þjóðarofbeldisvarnarráð eins og UNICEF hefur marglagt til og að við tökum öll höndum saman og tryggjum öryggi og heilbrigði landsmanna allra. Það mundi sannarlega vera í anda þeirra kvenna sem ruddu brautina fyrir 100 árum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Sjá meira
Borgarstjórn minnist þess í dag að 100 ár eru síðan karlar ákváðu að leyfa fyrstu konunum að taka þátt í kosningum til Alþingis og að bjóða fram krafta sína á þeim vettvangi. Það þor og úthald sem konurnar höfðu sem börðust fyrir réttindum kynsystra sinna fyrir 100 árum er sannarlega allrar aðdáunar vert. Það er því við hæfi að þakka þeim fjölmörgu konum sem fóru á móti straumnum þá og síðustu hundrað árin og þeim körlum sem staðið hafa með þeim. Breytingin á íslensku samfélagi á liðinni öld er hreint út sagt stórkostleg. Ísland hefur verið í toppsætum lista sem meta jafnrétti í heiminum og konur hafa hér réttindi til jafns við karla þó tækifærin séu enn ekki jöfn og feðraveldið sé enn til staðar. Fyrir 100 árum börðust konur fyrir byggingu spítala þar sem þær höfðu heilbrigði þjóðarinnar að leiðarljósi. Konur í borgarstjórn í dag bera einnig heilbrigði þjóðarinnar fyrir brjósti en stærsta ógn við heilbrigði kvenna og barna er ofbeldi. Samkvæmt rannsóknum hefur allt að helmingur kvenna orði fyrir ofbeldi, um þriðjungur barna upplifir kynferðisofbeldi fyrir 18 ára aldur og 60% allra morða á Íslandi á liðnum árum má rekja til ofbeldis gegn konum. Ofbeldi er samfélagsmein sem verður að uppræta og því leggja konur allra flokka í borgarstjórn fram tillögu um stofnun ofbeldisvarnarnefndar sem er ætlað að tryggja að baráttan gegn ofbeldi verði viðvarandi viðfangsefni stjórnmálamanna og stofnana borgarinnar.Borgarstjórn hafi yfirsýn Það er mikilvægt að borgarstjórn hafi yfirsýn yfir stöðu mála í borginni, þá þjónustu sem hún veitir, hvaða forvörnum er beitt, hvaða þjónusta og forvarnir eru á vegum grasrótarsamtaka í borginni. Tryggja þarf samráð milli stofnana borgarinnar annars vegar og stofnana borgarinnar og grasrótarsamtaka hins vegar til þess að fyrirbyggja ofbeldi gegn konum og börnum sérstaklega en einnig efla forvarnir gegn ofbeldi almennt. Barátta gegn einelti, netofbeldi, hefndarklámi og fyrir almennu öryggi borgarbúa yrði þar einnig á dagskrá enda af nógu að taka, því miður. Margt gott er verið að gera í þessum málum í dag, víða á vettvangi Reykjavíkurborgar, en ég er sannfærð um að við getum gert enn betur. Reykjavík hefur tekið forystu í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum, algengustu og alvarlegustu ofbeldis- og heilbrigðisógn sem steðjar að íslensku samfélagi. Borgarstjórn hefur sett málið á dagskrá og vill gera allt sem stuðlað getur að friðsælli borg og auknu öryggi borgarbúa. Vonir standa til að ríkið geri hið sama og stofni þjóðarofbeldisvarnarráð eins og UNICEF hefur marglagt til og að við tökum öll höndum saman og tryggjum öryggi og heilbrigði landsmanna allra. Það mundi sannarlega vera í anda þeirra kvenna sem ruddu brautina fyrir 100 árum.
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar