Fjárráð gamla fólksins Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar 1. apríl 2015 10:57 Guðrún Einarsdóttir, rúmlega áttræð kona sem bíður þess að flytja á hjúkrunarheimili, lét til sín heyra á dögunum um fjárráð sín og vandaði stjórnvöldum ekki kveðjurnar. Það var þarft framtak sem þegar í stað vakti athygli og mörgum brá í brún. Er gömlu fólki ætlað að lifa á 50 þúsund krónum á mánuði? Svívirða! Það er svolítið erfitt að halda umræðunni áfram. Um leið og maður reynir að tala um öldrunarmál í öðrum dúr en „aumingja gamla fólkið“ dúrnum er maður búinn að stimpla sig illmenni. En ég ætla að reyna. Mér finnst flott hjá dugnaðarkonunni Guðrúnu Einarsdóttur að tala opinberlega um kjör sín og fleiri aldraðra. Ef fleiri gerðu það væri málum aldraðra betur komið, en þeir eru ekki sterkur þrýstihópur. En mér fannst vanta á að RÚV sem birti viðtal við Guðrúnu fylgdi því eftir með frekari upplýsingum. Smá tilraun til slíkrar umræðu: „Vasapeninga“-fyrirkomulagið er eitt, rauntekjur annað. Árið 1990 breyttu Danir þessu fyrirkomulagi hjá sér: lífeyris- og bótaþegar sem bjuggu á ýmiss konar stofnunum héldu sínum tekjum en borguðu fyrir sig. Það þýddi ekki endilega að þeir hefðu meira fé handa á milli, en það þýddi að þeir höfðu sín fjárráð sjálfir. Af einhverjum ástæðum varð aðalumræðuefnið í fjölmiðlum frænda okkar á þessum tíma hvort eðlilegt væri að íbúar hjúkrunarheimila keyptu vændisþjónustu og ef svo væri hvort starfsfólk ætti að milligangast þau viðskipti. En það er önnur saga, segir þó kannski eitthvað um áhugasvið fjölmiðla fyrr og nú.Breytinga þörf Það að bætur fólks gangi upp í fæði og húsnæði að verulegu leyti er auðvitað raunveruleiki flestra sem lifa á bótum eða lífeyri. Ef hjúkrunarheimili væru skilgreind sem búseta, leiguhúsnæði líkt og þjónustuíbúðir, væri vissulega ekkert óréttlátt við það þótt íbúar greiddu upp að einhverju vissu marki fyrir það. Upphæðirnar munu ætíð verða umdeildar svo sem upphæða er siður. En íslensk hjúkrunarheimili eru skilgreind sem sjúkrastofnanir. Það gildir um allar slíkar – líka sjúkrahúsin, að fólk sem þarf að dvelja þar sex mánuði eða lengur missir bætur, sé það bótaþegar. Allir sjúklingar sem ætla að snúa aftur heim lenda í úlfakreppu vegna þessa, og er breytinga vissulega þörf. Ég skil vel að Guðrúnu gangi illa að láta 50 þúsundin endast ef hún rekur jafnframt heimili. Jafnvel sem afgangur eftir að allar grunnþarfir eru greiddar eru þau fremur snautleg upphæð. En hvort sem maður er sammála eða ósammála þessu fyrirkomulagi – ég er til dæmis djúpt og innilega ósammála því – verður að hafa í huga að hugmyndin er að þetta sé afgangur þegar búið er að sjá fyrir helstu grunnþörfum: mat, húsnæði, þvottum, þjónustu, snyrtingu. Svona flókin rannsóknarblaðamennska er greinilega ofraun fyrir helsta fjölmiðil þjóðarinnar, því þetta kom hvergi fram. Afnám „vasapeninga“-fyrirkomulagsins hefur verið á döfinni í velferðarráðuneytinu í mörg ár, án þess þó að það hafi skilað sér í neinu handföstu. Einnig hefur verið til umræðu, bæði þar og víðar, að fara að skilgreina hjúkrunarheimili sem búsetu fólks fremur en sjúkrastofnanir eins og nú er gert. Um það er þó deilt og m.a. með þeim rökum að fólk á hjúkrunarheimilunum hér sé svo miklu veikara en annars staðar. Vissulega erum við stórust í mörgu, en ekki þessu. Munurinn er frekar í hina áttina: íbúar íslenskra hjúkrunarheimila eru minna veikir en víða gerist. Hjúkrunarheimilin þróuðust á sínum tíma út frá langlegudeildum sjúkrahúsa. Það leiddi til stofnanaumhverfis, með áherslu á líkamlega umönnun fremur en mannleg samskipti, á öryggi á kostnað frelsis, skipulag fremur en heimilislegt umhverfi. Allt er þetta á undanhaldi sem betur fer. Enginn á heima á sjúkrastofnun. Sjúkrastofnun verður aldrei heimili. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Guðrún Einarsdóttir, rúmlega áttræð kona sem bíður þess að flytja á hjúkrunarheimili, lét til sín heyra á dögunum um fjárráð sín og vandaði stjórnvöldum ekki kveðjurnar. Það var þarft framtak sem þegar í stað vakti athygli og mörgum brá í brún. Er gömlu fólki ætlað að lifa á 50 þúsund krónum á mánuði? Svívirða! Það er svolítið erfitt að halda umræðunni áfram. Um leið og maður reynir að tala um öldrunarmál í öðrum dúr en „aumingja gamla fólkið“ dúrnum er maður búinn að stimpla sig illmenni. En ég ætla að reyna. Mér finnst flott hjá dugnaðarkonunni Guðrúnu Einarsdóttur að tala opinberlega um kjör sín og fleiri aldraðra. Ef fleiri gerðu það væri málum aldraðra betur komið, en þeir eru ekki sterkur þrýstihópur. En mér fannst vanta á að RÚV sem birti viðtal við Guðrúnu fylgdi því eftir með frekari upplýsingum. Smá tilraun til slíkrar umræðu: „Vasapeninga“-fyrirkomulagið er eitt, rauntekjur annað. Árið 1990 breyttu Danir þessu fyrirkomulagi hjá sér: lífeyris- og bótaþegar sem bjuggu á ýmiss konar stofnunum héldu sínum tekjum en borguðu fyrir sig. Það þýddi ekki endilega að þeir hefðu meira fé handa á milli, en það þýddi að þeir höfðu sín fjárráð sjálfir. Af einhverjum ástæðum varð aðalumræðuefnið í fjölmiðlum frænda okkar á þessum tíma hvort eðlilegt væri að íbúar hjúkrunarheimila keyptu vændisþjónustu og ef svo væri hvort starfsfólk ætti að milligangast þau viðskipti. En það er önnur saga, segir þó kannski eitthvað um áhugasvið fjölmiðla fyrr og nú.Breytinga þörf Það að bætur fólks gangi upp í fæði og húsnæði að verulegu leyti er auðvitað raunveruleiki flestra sem lifa á bótum eða lífeyri. Ef hjúkrunarheimili væru skilgreind sem búseta, leiguhúsnæði líkt og þjónustuíbúðir, væri vissulega ekkert óréttlátt við það þótt íbúar greiddu upp að einhverju vissu marki fyrir það. Upphæðirnar munu ætíð verða umdeildar svo sem upphæða er siður. En íslensk hjúkrunarheimili eru skilgreind sem sjúkrastofnanir. Það gildir um allar slíkar – líka sjúkrahúsin, að fólk sem þarf að dvelja þar sex mánuði eða lengur missir bætur, sé það bótaþegar. Allir sjúklingar sem ætla að snúa aftur heim lenda í úlfakreppu vegna þessa, og er breytinga vissulega þörf. Ég skil vel að Guðrúnu gangi illa að láta 50 þúsundin endast ef hún rekur jafnframt heimili. Jafnvel sem afgangur eftir að allar grunnþarfir eru greiddar eru þau fremur snautleg upphæð. En hvort sem maður er sammála eða ósammála þessu fyrirkomulagi – ég er til dæmis djúpt og innilega ósammála því – verður að hafa í huga að hugmyndin er að þetta sé afgangur þegar búið er að sjá fyrir helstu grunnþörfum: mat, húsnæði, þvottum, þjónustu, snyrtingu. Svona flókin rannsóknarblaðamennska er greinilega ofraun fyrir helsta fjölmiðil þjóðarinnar, því þetta kom hvergi fram. Afnám „vasapeninga“-fyrirkomulagsins hefur verið á döfinni í velferðarráðuneytinu í mörg ár, án þess þó að það hafi skilað sér í neinu handföstu. Einnig hefur verið til umræðu, bæði þar og víðar, að fara að skilgreina hjúkrunarheimili sem búsetu fólks fremur en sjúkrastofnanir eins og nú er gert. Um það er þó deilt og m.a. með þeim rökum að fólk á hjúkrunarheimilunum hér sé svo miklu veikara en annars staðar. Vissulega erum við stórust í mörgu, en ekki þessu. Munurinn er frekar í hina áttina: íbúar íslenskra hjúkrunarheimila eru minna veikir en víða gerist. Hjúkrunarheimilin þróuðust á sínum tíma út frá langlegudeildum sjúkrahúsa. Það leiddi til stofnanaumhverfis, með áherslu á líkamlega umönnun fremur en mannleg samskipti, á öryggi á kostnað frelsis, skipulag fremur en heimilislegt umhverfi. Allt er þetta á undanhaldi sem betur fer. Enginn á heima á sjúkrastofnun. Sjúkrastofnun verður aldrei heimili.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun