Sigmundur telur byggingarnar mikilvægar Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 2. apríl 2015 12:00 Ríkisstjórnin afgreiddi þingsályktunartillögu forsætisráðherra um nýjar byggingar á mánudag en þingflokkur sjálfstæðismanna hefur ekki enn afgreitt hana þar sem hún er of dýr. Fréttablaðið/Vilhelm „Það er virkilega ánægjulegt að sjá að þetta fallega hús Guðjóns Samúelssonar muni loks rísa á þessum stað, þar sem það fellur vel inn í umhverfið og prýðir miðborgina,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra um tillögur sínar um viðbyggingu á Alþingisreitnum sem Fréttablaðið greindi frá í gær. Ríkisstjórnin hefur afgreitt þingsályktunartillögu forsætisráðherra um hvernig minnast skuli aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands árið 2018, en þar er meðal annars lagt til að byggt verði við Alþingishúsið eftir gömlum teikningum Guðjóns, auk þess sem Sigmundur vill reisa nýja Valhöll á Þingvöllum og ljúka við byggingu fyrir Stofnun Árna Magnússonar. Sigmundur segir það mun hagkvæmara að byggja nýtt hús svo hægt sé að hýsa alla starfsemi Alþingis á einum stað, en nú fari háar fjárhæðir í að leigja húsnæði í kringum Austurvöll sem hann segir einn dýrasta reit landsins. Ríkisstjórnin afgreiddi tillöguna á mánudag og var hún lögð fyrir þingflokka stjórnarflokkanna í kjölfarið. Hún hefur ekki enn verið afgreidd af þingflokki sjálfstæðismanna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins telja sjálfstæðismenn tillögurnar of dýrar í framkvæmd og enga þörf á þeim gífurlegu framkvæmdum sem í þeim felast. Sigmundur er samt sem áður ákveðinn að um sé að ræða mikilvægar framkvæmdir. „Ekki er síður síður mikilvægt að hús íslenskra fræða verði loks reist, þar sem þjóðin og ferðamenn geta meðal annars kynnst þjóðargersemunum, handritunum,“ segir Sigmundur. Samkvæmt upplýsingum úr forsætisráðuneytinu á Háskóli Íslands til peninga til að leggja á móti kostnaði ríkisins við bygginguna og talið að almenn samstaða sé um að klára það hús þegar möguleiki gæfist. Að auki hafi ríkið fengið tryggingabætur þegar Valhöll á Þingvöllum brann árið 2009 sem hægt væri að nýta til að hefja framkvæmdir þar. Húsið myndi nýtast við þjónustu við ferðamenn á svæðinu og auka virðissköpun. Þar á bæ eru menn því ósammála afstöðu þingflokks sjálfstæðismanna um of dýrar framkvæmdir. Alþingi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Nýtt Alþingishús eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar Forsætisráðherra hefur fengið afgreidda úr ríkisstjórn þingsályktunartillögu sem kveður á um nýja viðbyggingu við Alþingishúsið, byggingu yfir Stofnun Árna Magnússonar og byggingu nýrrar Valhallar á Þingvöllum. 1. apríl 2015 09:00 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Fleiri fréttir „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Sjá meira
„Það er virkilega ánægjulegt að sjá að þetta fallega hús Guðjóns Samúelssonar muni loks rísa á þessum stað, þar sem það fellur vel inn í umhverfið og prýðir miðborgina,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra um tillögur sínar um viðbyggingu á Alþingisreitnum sem Fréttablaðið greindi frá í gær. Ríkisstjórnin hefur afgreitt þingsályktunartillögu forsætisráðherra um hvernig minnast skuli aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands árið 2018, en þar er meðal annars lagt til að byggt verði við Alþingishúsið eftir gömlum teikningum Guðjóns, auk þess sem Sigmundur vill reisa nýja Valhöll á Þingvöllum og ljúka við byggingu fyrir Stofnun Árna Magnússonar. Sigmundur segir það mun hagkvæmara að byggja nýtt hús svo hægt sé að hýsa alla starfsemi Alþingis á einum stað, en nú fari háar fjárhæðir í að leigja húsnæði í kringum Austurvöll sem hann segir einn dýrasta reit landsins. Ríkisstjórnin afgreiddi tillöguna á mánudag og var hún lögð fyrir þingflokka stjórnarflokkanna í kjölfarið. Hún hefur ekki enn verið afgreidd af þingflokki sjálfstæðismanna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins telja sjálfstæðismenn tillögurnar of dýrar í framkvæmd og enga þörf á þeim gífurlegu framkvæmdum sem í þeim felast. Sigmundur er samt sem áður ákveðinn að um sé að ræða mikilvægar framkvæmdir. „Ekki er síður síður mikilvægt að hús íslenskra fræða verði loks reist, þar sem þjóðin og ferðamenn geta meðal annars kynnst þjóðargersemunum, handritunum,“ segir Sigmundur. Samkvæmt upplýsingum úr forsætisráðuneytinu á Háskóli Íslands til peninga til að leggja á móti kostnaði ríkisins við bygginguna og talið að almenn samstaða sé um að klára það hús þegar möguleiki gæfist. Að auki hafi ríkið fengið tryggingabætur þegar Valhöll á Þingvöllum brann árið 2009 sem hægt væri að nýta til að hefja framkvæmdir þar. Húsið myndi nýtast við þjónustu við ferðamenn á svæðinu og auka virðissköpun. Þar á bæ eru menn því ósammála afstöðu þingflokks sjálfstæðismanna um of dýrar framkvæmdir.
Alþingi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Nýtt Alþingishús eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar Forsætisráðherra hefur fengið afgreidda úr ríkisstjórn þingsályktunartillögu sem kveður á um nýja viðbyggingu við Alþingishúsið, byggingu yfir Stofnun Árna Magnússonar og byggingu nýrrar Valhallar á Þingvöllum. 1. apríl 2015 09:00 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Fleiri fréttir „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Sjá meira
Nýtt Alþingishús eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar Forsætisráðherra hefur fengið afgreidda úr ríkisstjórn þingsályktunartillögu sem kveður á um nýja viðbyggingu við Alþingishúsið, byggingu yfir Stofnun Árna Magnússonar og byggingu nýrrar Valhallar á Þingvöllum. 1. apríl 2015 09:00