Stuttmyndin Heimanám í Cannes Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 8. apríl 2015 09:15 Birnir Jón og Elmar eru að vonum ánægðir með að stuttmynd þeirra verði sýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Vísir/Stefán Stuttmyndin Heimanám eftir þá Birni Jón Sigurðsson og Elmar Þórarinsson verður sýnd í sérstöku stuttmyndahorni á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi þann 13. til 24. maí næstkomandi. Birnir segir þá félagana hæstánægða og tíðindin hafa komið þeim talsvert á óvart. „Við fengum að vita þetta fyrir svona viku en maður trúði þessu eiginlega ekki og vildi ekki vera að segja frá strax og jinxa,“ segir hann glaður í bragði. Síðastliðinn mars vann Heimanám verðlaun sem besta stuttmyndin á alþjóðlegri kvikmyndahátíð á Tahítí og kom boðskort til Cannes í kjölfarið. „Þetta er rosalega góður stökkpallur einmitt til þess að komast inn á aðrar hátíðir eða gera mynd í fullri lengd,“ segir Birnir hress. Þeir hafa ekki ákveðið næsta verkefni en hafa ýmsar hugmyndir og standa nú í ströngu við það að senda Heimanám inn á aðrar kvikmyndahátíðir. „Þetta er svo skrítið af því að þetta er fyrsta stuttmyndin sem við gerum. Það er alveg klikkað að ná svona langtímamarkmiði strax,“ segir hann hress og bætir við: „Ég held að hjá öllum leikstjórum og kvikmyndagerðarfólki sé Cannes svona „ultimate“ tindur." Tengdar fréttir Sigruðu á tahítískri kvikmyndahátíð Birnir Jón Sigurðsson og Elmar Þórarinsson framleiddu stuttmynd í starfi sínu hjá skapandi sumarstörfum Kópavogsbæjar. 19. mars 2015 08:30 Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Stuttmyndin Heimanám eftir þá Birni Jón Sigurðsson og Elmar Þórarinsson verður sýnd í sérstöku stuttmyndahorni á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi þann 13. til 24. maí næstkomandi. Birnir segir þá félagana hæstánægða og tíðindin hafa komið þeim talsvert á óvart. „Við fengum að vita þetta fyrir svona viku en maður trúði þessu eiginlega ekki og vildi ekki vera að segja frá strax og jinxa,“ segir hann glaður í bragði. Síðastliðinn mars vann Heimanám verðlaun sem besta stuttmyndin á alþjóðlegri kvikmyndahátíð á Tahítí og kom boðskort til Cannes í kjölfarið. „Þetta er rosalega góður stökkpallur einmitt til þess að komast inn á aðrar hátíðir eða gera mynd í fullri lengd,“ segir Birnir hress. Þeir hafa ekki ákveðið næsta verkefni en hafa ýmsar hugmyndir og standa nú í ströngu við það að senda Heimanám inn á aðrar kvikmyndahátíðir. „Þetta er svo skrítið af því að þetta er fyrsta stuttmyndin sem við gerum. Það er alveg klikkað að ná svona langtímamarkmiði strax,“ segir hann hress og bætir við: „Ég held að hjá öllum leikstjórum og kvikmyndagerðarfólki sé Cannes svona „ultimate“ tindur."
Tengdar fréttir Sigruðu á tahítískri kvikmyndahátíð Birnir Jón Sigurðsson og Elmar Þórarinsson framleiddu stuttmynd í starfi sínu hjá skapandi sumarstörfum Kópavogsbæjar. 19. mars 2015 08:30 Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Sigruðu á tahítískri kvikmyndahátíð Birnir Jón Sigurðsson og Elmar Þórarinsson framleiddu stuttmynd í starfi sínu hjá skapandi sumarstörfum Kópavogsbæjar. 19. mars 2015 08:30