Stuttmyndin Heimanám í Cannes Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 8. apríl 2015 09:15 Birnir Jón og Elmar eru að vonum ánægðir með að stuttmynd þeirra verði sýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Vísir/Stefán Stuttmyndin Heimanám eftir þá Birni Jón Sigurðsson og Elmar Þórarinsson verður sýnd í sérstöku stuttmyndahorni á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi þann 13. til 24. maí næstkomandi. Birnir segir þá félagana hæstánægða og tíðindin hafa komið þeim talsvert á óvart. „Við fengum að vita þetta fyrir svona viku en maður trúði þessu eiginlega ekki og vildi ekki vera að segja frá strax og jinxa,“ segir hann glaður í bragði. Síðastliðinn mars vann Heimanám verðlaun sem besta stuttmyndin á alþjóðlegri kvikmyndahátíð á Tahítí og kom boðskort til Cannes í kjölfarið. „Þetta er rosalega góður stökkpallur einmitt til þess að komast inn á aðrar hátíðir eða gera mynd í fullri lengd,“ segir Birnir hress. Þeir hafa ekki ákveðið næsta verkefni en hafa ýmsar hugmyndir og standa nú í ströngu við það að senda Heimanám inn á aðrar kvikmyndahátíðir. „Þetta er svo skrítið af því að þetta er fyrsta stuttmyndin sem við gerum. Það er alveg klikkað að ná svona langtímamarkmiði strax,“ segir hann hress og bætir við: „Ég held að hjá öllum leikstjórum og kvikmyndagerðarfólki sé Cannes svona „ultimate“ tindur." Tengdar fréttir Sigruðu á tahítískri kvikmyndahátíð Birnir Jón Sigurðsson og Elmar Þórarinsson framleiddu stuttmynd í starfi sínu hjá skapandi sumarstörfum Kópavogsbæjar. 19. mars 2015 08:30 Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Stuttmyndin Heimanám eftir þá Birni Jón Sigurðsson og Elmar Þórarinsson verður sýnd í sérstöku stuttmyndahorni á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi þann 13. til 24. maí næstkomandi. Birnir segir þá félagana hæstánægða og tíðindin hafa komið þeim talsvert á óvart. „Við fengum að vita þetta fyrir svona viku en maður trúði þessu eiginlega ekki og vildi ekki vera að segja frá strax og jinxa,“ segir hann glaður í bragði. Síðastliðinn mars vann Heimanám verðlaun sem besta stuttmyndin á alþjóðlegri kvikmyndahátíð á Tahítí og kom boðskort til Cannes í kjölfarið. „Þetta er rosalega góður stökkpallur einmitt til þess að komast inn á aðrar hátíðir eða gera mynd í fullri lengd,“ segir Birnir hress. Þeir hafa ekki ákveðið næsta verkefni en hafa ýmsar hugmyndir og standa nú í ströngu við það að senda Heimanám inn á aðrar kvikmyndahátíðir. „Þetta er svo skrítið af því að þetta er fyrsta stuttmyndin sem við gerum. Það er alveg klikkað að ná svona langtímamarkmiði strax,“ segir hann hress og bætir við: „Ég held að hjá öllum leikstjórum og kvikmyndagerðarfólki sé Cannes svona „ultimate“ tindur."
Tengdar fréttir Sigruðu á tahítískri kvikmyndahátíð Birnir Jón Sigurðsson og Elmar Þórarinsson framleiddu stuttmynd í starfi sínu hjá skapandi sumarstörfum Kópavogsbæjar. 19. mars 2015 08:30 Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Sigruðu á tahítískri kvikmyndahátíð Birnir Jón Sigurðsson og Elmar Þórarinsson framleiddu stuttmynd í starfi sínu hjá skapandi sumarstörfum Kópavogsbæjar. 19. mars 2015 08:30