Lífeyrir aldraðra hækki í 300 þúsund kr. á mánuði Björgvin Guðmundsson skrifar 8. apríl 2015 07:00 Verkalýðshreyfingin býr sig nú undir hörð átök í kjaramálum. Fyrstu verkföllin hafa verið boðuð. Kjarasamningar eru lausir og flest verkalýðsfélög hafa sett fram kröfur sínar um kjarabætur. Starfsgreinasambandið fer fram á, að laun hækki á þremur árum í 300 þúsund krónur á mánuði. Þetta er sú lágmarksupphæð, sem launþegar og allur almenningur þurfa sér til framfærslu.Lægra en meðaltalsútgjöld Þetta er lægra en neyslukönnun Hagstofunnar segir að séu meðaltalsútgjöld einstaklinga til neyslu í landinu, en þau nema 321 þúsund krónum á mánuði án skatta. Félag eldri borgara í Reykjavík hefur sett fram þá kröfu að lífeyrir aldraðra hækki í áföngum í samræmi við neyslukönnun Hagstofunnar og verði 321 þúsund krónur á mánuði.ASÍ styðji kröfu lífeyrisþega Nú þegar Starfsgreinasambandið hefur sett fram kröfu um 300 þúsund króna laun á mánuði er eðlilegt, að aldraðir og öryrkjar setji fram hliðstæða kröfu, þ.e. að laun (lífeyrir) lífeyrisþega hækki í sömu upphæð og kaup launþega. Landssamband eldri borgara hefur áður sett fram slíka kröfu og leitað stuðnings ASÍ við þá kröfugerð. Eldri borgarar vænta þess, að verkalýðshreyfingin taki kröfur lífeyrisþega upp í viðræðum við ríkisstjórnina í tengslum við væntanlega kjaradeilu. ASÍ þarf að setja fram þá kröfu, að lífeyrir aldraðra og öryrkja hækki í nákvæmlega sömu upphæð og laun verkafólks munu hækka í. Það er eðlileg og réttmæt krafa og það er eðlilegt að verkalýðshreyfingin styðji aldraða og öryrkja í þessu efni.Hækki í takt við laun Í lögum segir, að við ákvörðun lífeyris aldraðra og öryrkja skuli taka mið af launaþróun en að lífeyrir skuli aldrei hækka minna en vísitala neysluverðs. Þetta lagaákvæði hefur verið þverbrotið. Lífeyrir aldraðra hefur hvergi nærri hækkað eins mikið og lægstu laun. Aldraðir og öryrkjar hafa orðið eftir í launaþróuninni.Lífeyrir iðulega verið frystur Lífeyrir aldraðra og öryrkja hefur iðulega verið frystur á sama tíma og lægstu laun hafa hækkað. Þetta er kallað kjaragliðnun og aldraðir krefjast þess, að hún verði strax leiðrétt vegna krepputímans og lífeyrir hækkaður um 20% áður en yfirstandandi kjaradeila leysist. Síðan þarf að gæta þess við lausn kjaradeilunnar og framvegis, að lífeyrir hækki ávallt jafnmikið og lægstu laun.Krefjast leiðréttingar strax Kaupmáttur launa verkafólks jókst um 5,8% árið 2014. Lífeyrir aldraðra og öryrkja hækkaði hins vegar aðeins um 3% um síðustu áramót. Hér hefur því enn átt sér stað kjaragliðnun. Eldri borgarar krefjast þess, að þetta verði strax leiðrétt og lífeyrir aldraðra hækkaður strax vegna þessarar kjaragliðnunar. Nóg er ranglætið fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Verkalýðshreyfingin býr sig nú undir hörð átök í kjaramálum. Fyrstu verkföllin hafa verið boðuð. Kjarasamningar eru lausir og flest verkalýðsfélög hafa sett fram kröfur sínar um kjarabætur. Starfsgreinasambandið fer fram á, að laun hækki á þremur árum í 300 þúsund krónur á mánuði. Þetta er sú lágmarksupphæð, sem launþegar og allur almenningur þurfa sér til framfærslu.Lægra en meðaltalsútgjöld Þetta er lægra en neyslukönnun Hagstofunnar segir að séu meðaltalsútgjöld einstaklinga til neyslu í landinu, en þau nema 321 þúsund krónum á mánuði án skatta. Félag eldri borgara í Reykjavík hefur sett fram þá kröfu að lífeyrir aldraðra hækki í áföngum í samræmi við neyslukönnun Hagstofunnar og verði 321 þúsund krónur á mánuði.ASÍ styðji kröfu lífeyrisþega Nú þegar Starfsgreinasambandið hefur sett fram kröfu um 300 þúsund króna laun á mánuði er eðlilegt, að aldraðir og öryrkjar setji fram hliðstæða kröfu, þ.e. að laun (lífeyrir) lífeyrisþega hækki í sömu upphæð og kaup launþega. Landssamband eldri borgara hefur áður sett fram slíka kröfu og leitað stuðnings ASÍ við þá kröfugerð. Eldri borgarar vænta þess, að verkalýðshreyfingin taki kröfur lífeyrisþega upp í viðræðum við ríkisstjórnina í tengslum við væntanlega kjaradeilu. ASÍ þarf að setja fram þá kröfu, að lífeyrir aldraðra og öryrkja hækki í nákvæmlega sömu upphæð og laun verkafólks munu hækka í. Það er eðlileg og réttmæt krafa og það er eðlilegt að verkalýðshreyfingin styðji aldraða og öryrkja í þessu efni.Hækki í takt við laun Í lögum segir, að við ákvörðun lífeyris aldraðra og öryrkja skuli taka mið af launaþróun en að lífeyrir skuli aldrei hækka minna en vísitala neysluverðs. Þetta lagaákvæði hefur verið þverbrotið. Lífeyrir aldraðra hefur hvergi nærri hækkað eins mikið og lægstu laun. Aldraðir og öryrkjar hafa orðið eftir í launaþróuninni.Lífeyrir iðulega verið frystur Lífeyrir aldraðra og öryrkja hefur iðulega verið frystur á sama tíma og lægstu laun hafa hækkað. Þetta er kallað kjaragliðnun og aldraðir krefjast þess, að hún verði strax leiðrétt vegna krepputímans og lífeyrir hækkaður um 20% áður en yfirstandandi kjaradeila leysist. Síðan þarf að gæta þess við lausn kjaradeilunnar og framvegis, að lífeyrir hækki ávallt jafnmikið og lægstu laun.Krefjast leiðréttingar strax Kaupmáttur launa verkafólks jókst um 5,8% árið 2014. Lífeyrir aldraðra og öryrkja hækkaði hins vegar aðeins um 3% um síðustu áramót. Hér hefur því enn átt sér stað kjaragliðnun. Eldri borgarar krefjast þess, að þetta verði strax leiðrétt og lífeyrir aldraðra hækkaður strax vegna þessarar kjaragliðnunar. Nóg er ranglætið fyrir.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun