Faglegar ráðningar skólastjóra Skúli Helgason og Líf Magneudóttir skrifar 9. apríl 2015 07:00 Skólastjórar eru faglegir leiðtogar skólastarfs samhliða því að stýra daglegum rekstri og fara með yfirstjórn skólastofnana. Það er því mikilvægt að fagleg sjónarmið með áherslu á skýrar hæfniskröfur stýri ráðningum skólastjóra leikskóla og grunnskóla. Þess vegna lagði meirihluti Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata í skóla- og frístundaráði Reykjavíkurborgar fram tillögu á dögunum um að ráðningar þeirra verði í framtíðinni á hendi stjórnanda fagskrifstofu en ekki pólitískt kjörinna fulltrúa eins og verið hefur. Með tillögunni, sem samþykkt var í ráðinu 1. apríl, er undirstrikað að skólastjórar í leik- og grunnskólum í Reykjavík skuli ætíð ráðnir á faglegum forsendum og að hlutverk kjörinna fulltrúa sé að móta leikreglur og hafa eftirlit með framkvæmdinni. Þá voru einnig samþykkt viðmið um verklag við ráðningaferli þeirra. Tillagan er í samræmi við ábendingar úttektarnefndar á stjórnkerfi og stjórnsýslu Reykjavíkurborgar frá 2013. Þar var gagnrýnt að ósamræmi væri í ráðningamálum hjá borginni sem auki hættu á að pólitísk sjónarmið fremur en fagleg ráði för við ráðningu starfsmanna. Ákvörðun skóla- og frístundaráðs frá 1. apríl dregur úr þessu misræmi því ráðningar skólastjóra hafa verið undantekning frá þeirri meginreglu að fagsvið borgarinnar sjái um ráðningu helstu stjórnenda undirstofnana. Ákvörðunin er einnig í samræmi við gildandi sveitarstjórnarlög sem gerir ráð fyrir því að sveitarstjórn ráði æðstu embættismenn sem síðan ráði aðra starfsmenn sveitarfélagsins, þar með talið skólastjóra. Nýlega var aukin aðkoma skóla-/ og foreldraráða að ráðningarferli skólastjórnenda þannig að foreldrar koma að mótun hæfnisskilyrða áður en gengið er frá auglýsingu um störf leik- og grunnskólastjóra. Meirihlutinn er opinn fyrir frekari aðkomu foreldra að ferlinu en leggur áherslu á að ráðning skólastjóra byggist ávallt á vel skilgreindum hæfniskröfum, menntun og starfsreynslu og vönduðu ráðningarferli þar sem áhersla er lögð á samanburðarmat fagmanna á hæfi umsækjenda. Það er mikilvægt að borgaryfirvöld bregðist við þeirri gagnrýni úttektarnefndarinnar að of mikill tími fagráða borgarinnar hafi farið í einstök framkvæmdamál á kostnað stefnumótunar og eftirlits sem er meginhlutverk ráðanna. Ákvörðun meirihluta skóla- og frístundaráðs gerir það og er í samræmi við þá stefnu hans að styðja við faglegt starf í leik- og grunnskólum borgarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Skólastjórar eru faglegir leiðtogar skólastarfs samhliða því að stýra daglegum rekstri og fara með yfirstjórn skólastofnana. Það er því mikilvægt að fagleg sjónarmið með áherslu á skýrar hæfniskröfur stýri ráðningum skólastjóra leikskóla og grunnskóla. Þess vegna lagði meirihluti Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata í skóla- og frístundaráði Reykjavíkurborgar fram tillögu á dögunum um að ráðningar þeirra verði í framtíðinni á hendi stjórnanda fagskrifstofu en ekki pólitískt kjörinna fulltrúa eins og verið hefur. Með tillögunni, sem samþykkt var í ráðinu 1. apríl, er undirstrikað að skólastjórar í leik- og grunnskólum í Reykjavík skuli ætíð ráðnir á faglegum forsendum og að hlutverk kjörinna fulltrúa sé að móta leikreglur og hafa eftirlit með framkvæmdinni. Þá voru einnig samþykkt viðmið um verklag við ráðningaferli þeirra. Tillagan er í samræmi við ábendingar úttektarnefndar á stjórnkerfi og stjórnsýslu Reykjavíkurborgar frá 2013. Þar var gagnrýnt að ósamræmi væri í ráðningamálum hjá borginni sem auki hættu á að pólitísk sjónarmið fremur en fagleg ráði för við ráðningu starfsmanna. Ákvörðun skóla- og frístundaráðs frá 1. apríl dregur úr þessu misræmi því ráðningar skólastjóra hafa verið undantekning frá þeirri meginreglu að fagsvið borgarinnar sjái um ráðningu helstu stjórnenda undirstofnana. Ákvörðunin er einnig í samræmi við gildandi sveitarstjórnarlög sem gerir ráð fyrir því að sveitarstjórn ráði æðstu embættismenn sem síðan ráði aðra starfsmenn sveitarfélagsins, þar með talið skólastjóra. Nýlega var aukin aðkoma skóla-/ og foreldraráða að ráðningarferli skólastjórnenda þannig að foreldrar koma að mótun hæfnisskilyrða áður en gengið er frá auglýsingu um störf leik- og grunnskólastjóra. Meirihlutinn er opinn fyrir frekari aðkomu foreldra að ferlinu en leggur áherslu á að ráðning skólastjóra byggist ávallt á vel skilgreindum hæfniskröfum, menntun og starfsreynslu og vönduðu ráðningarferli þar sem áhersla er lögð á samanburðarmat fagmanna á hæfi umsækjenda. Það er mikilvægt að borgaryfirvöld bregðist við þeirri gagnrýni úttektarnefndarinnar að of mikill tími fagráða borgarinnar hafi farið í einstök framkvæmdamál á kostnað stefnumótunar og eftirlits sem er meginhlutverk ráðanna. Ákvörðun meirihluta skóla- og frístundaráðs gerir það og er í samræmi við þá stefnu hans að styðja við faglegt starf í leik- og grunnskólum borgarinnar.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar