Segir yfirlýsingar forsætisráðherra digurbarkalegar Sveinn Arnarson skrifar 11. apríl 2015 09:00 Sigmundur Davíð fór hörðum orðum um erlenda kröfuhafa í ræðu sinni. Sagði hann kröfuhafa með fjölda almannatengla að störfum við skýrslugerðir og sálgreiningu andstæðinga þeirra. Fréttablaðið/Ernir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fór ítarlega yfir afnám gjaldeyrishafta í ræðu sinni á flokksþingi Framsóknarflokksins í gær. Fór hann hörðum orðum um kröfuhafa föllnu bankanna og sagði þá skrifa skýrslur og greinargerðir um stjórnmálaástandið á Íslandi og halda skrá um blaðamenn og stjórnmálamenn. Um afnám gjaldeyrishafta sagði forsætisráðherra það vera mikilvægt að hleypa af stokkunum áætlun um afnám gjaldeyrishafta fyrir þinglok. Of langan tíma hefði tekið að afnema höftin og hundraða milljarða hagnaður myndi koma í ríkissjóð af framkvæmdinni. „Það er því ekki um annað að ræða en að hrinda í framkvæmd áætlun um losun hafta nú áður en þingið lýkur störfum. Sérstakur stöðugleikaskattur mun þá skila hundruðum milljarða króna og mun ásamt öðrum aðgerðum gera stjórnvöldum kleift að losa um höft án þess að efnahagslegum stöðugleika verði ógnað. Það er ekki hægt að una því lengur að íslenska hagkerfið sé í gíslingu óbreytts ástands og eignarhald á fjármálakerfi landsins í því horfi sem það er,“ sagði Sigmundur Davíð. Lagafrumvarp um afnám hafta mun þar af leiðandi koma inn í þingið með afbrigðum. Búið er að loka fyrir ný mál á Alþingi og einungis 20 þingdagar eru eftir samkvæmt starfsáætlun þingsins. Katrín Júlíusdóttir, formaður VG, segir undrum sæta að boðað frumvarp um afnám hafta skuli kynnt á flokksþingi Framsóknarflokksins. „Hann hefur neitað að tjá sig í allan vetur í þinginu um þessi mál og því þykir mér þetta furðuleg vinnubrögð. Þarna birtast hugmyndir sem ekki hafa verið útfærðar í samráði við aðra flokka eða hagsmunaaðila. Mér þykir þetta bjartsýni að ætla að keyra svona risastórt mál í gegnum þingið því það skiptir miklu máli að samstaða og sátt náist um málið,“ segir Katrín. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir skilyrði fyrir afnámi hafta fyrir hendi og mikilvægt að áætlun stjórnvalda um afnám raski ekki stöðugleika í efnahagslífinu. „Við höfum ekki séð neitt um áform stjórnvalda varðandi afnám hafta. Hins vegar höfum við sagt að þetta sé brýnt úrlausnarefni og nauðsynlegt að nota það efnahagslega svigrúm sem fyrir hendi er til að stíga skrefið að afnámi haftanna,“ segir Þorsteinn. „Nú eru kjöraðstæður fyrir afnámi gjaldeyrishafta.“ Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir leyndarhjúpinn yfir áætlun ríkisstjórnarinnar ekki vera henni til framdráttar og óskar eftir frekara samráði við stjórnarandstöðuna. „Enn einu sinni er framlag ríkisstjórnarinnar til afnáms hafta það eitt að setja fram digurbarkalegar yfirlýsingar byggðar á leyniáætlunum sem enginn hefur séð. Engin áætlun kemur fram sem þolir dagsins ljós. Forystumenn ríkisstjórnarinnar ráða greinilega ekki við að skapa samstöðu um þetta mikilvæga mál,“ segir Árni Páll. „Við vinnu við afnám hafta á að hafa hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. Ekki hagsmuni Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins eða útvalinna vildarvina.“ Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fór ítarlega yfir afnám gjaldeyrishafta í ræðu sinni á flokksþingi Framsóknarflokksins í gær. Fór hann hörðum orðum um kröfuhafa föllnu bankanna og sagði þá skrifa skýrslur og greinargerðir um stjórnmálaástandið á Íslandi og halda skrá um blaðamenn og stjórnmálamenn. Um afnám gjaldeyrishafta sagði forsætisráðherra það vera mikilvægt að hleypa af stokkunum áætlun um afnám gjaldeyrishafta fyrir þinglok. Of langan tíma hefði tekið að afnema höftin og hundraða milljarða hagnaður myndi koma í ríkissjóð af framkvæmdinni. „Það er því ekki um annað að ræða en að hrinda í framkvæmd áætlun um losun hafta nú áður en þingið lýkur störfum. Sérstakur stöðugleikaskattur mun þá skila hundruðum milljarða króna og mun ásamt öðrum aðgerðum gera stjórnvöldum kleift að losa um höft án þess að efnahagslegum stöðugleika verði ógnað. Það er ekki hægt að una því lengur að íslenska hagkerfið sé í gíslingu óbreytts ástands og eignarhald á fjármálakerfi landsins í því horfi sem það er,“ sagði Sigmundur Davíð. Lagafrumvarp um afnám hafta mun þar af leiðandi koma inn í þingið með afbrigðum. Búið er að loka fyrir ný mál á Alþingi og einungis 20 þingdagar eru eftir samkvæmt starfsáætlun þingsins. Katrín Júlíusdóttir, formaður VG, segir undrum sæta að boðað frumvarp um afnám hafta skuli kynnt á flokksþingi Framsóknarflokksins. „Hann hefur neitað að tjá sig í allan vetur í þinginu um þessi mál og því þykir mér þetta furðuleg vinnubrögð. Þarna birtast hugmyndir sem ekki hafa verið útfærðar í samráði við aðra flokka eða hagsmunaaðila. Mér þykir þetta bjartsýni að ætla að keyra svona risastórt mál í gegnum þingið því það skiptir miklu máli að samstaða og sátt náist um málið,“ segir Katrín. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir skilyrði fyrir afnámi hafta fyrir hendi og mikilvægt að áætlun stjórnvalda um afnám raski ekki stöðugleika í efnahagslífinu. „Við höfum ekki séð neitt um áform stjórnvalda varðandi afnám hafta. Hins vegar höfum við sagt að þetta sé brýnt úrlausnarefni og nauðsynlegt að nota það efnahagslega svigrúm sem fyrir hendi er til að stíga skrefið að afnámi haftanna,“ segir Þorsteinn. „Nú eru kjöraðstæður fyrir afnámi gjaldeyrishafta.“ Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir leyndarhjúpinn yfir áætlun ríkisstjórnarinnar ekki vera henni til framdráttar og óskar eftir frekara samráði við stjórnarandstöðuna. „Enn einu sinni er framlag ríkisstjórnarinnar til afnáms hafta það eitt að setja fram digurbarkalegar yfirlýsingar byggðar á leyniáætlunum sem enginn hefur séð. Engin áætlun kemur fram sem þolir dagsins ljós. Forystumenn ríkisstjórnarinnar ráða greinilega ekki við að skapa samstöðu um þetta mikilvæga mál,“ segir Árni Páll. „Við vinnu við afnám hafta á að hafa hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. Ekki hagsmuni Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins eða útvalinna vildarvina.“
Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira