Aron: Það er frábært að fá Óla inn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. apríl 2015 08:15 Aron fer yfir málin með strákunum á æfingu landsliðsins í Laugardalshöll. Hann verður líklega án Alexanders Peterssonar í kvöld en hefur fengið Ólaf Stefánsson í þjálfarateymið. Vísir/Vilhelm „Fyrir utan Alexander Petersson þá eru allir í toppstandi og klárir í slaginn,“ segir Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari en hans menn spila mjög mikilvægan leik í kvöld gegn Serbum í undankeppni EM. Serbar hafa unnið báða sína leiki en Ísland er búið að vinna einn leik og tapa einum. Ísland tapaði óvænt í Svartfjallalandi og strákarnir gerðu sér erfiðara fyrir í riðlinum með því. Það er því ekkert svigrúm fyrir fleiri mistök. „Við erum að rifja upp það sem við höfum verið að gera og negla niður þá hluti sem við viljum gera í þessum leik. Stefnan er að ná hámarksframmistöðu í þessum leik,“ segir þjálfarinn en hann fékk aðeins tvo daga til að undirbúa liðið og á mánudag vantaði enn tvo leikmenn í hópinn.Vorum óútreiknanlegir Frammistaða landsliðsins á HM í Katar var undir þeirra væntingum. Ætla menn að svara fyrir sig í þessum leik? „Þetta snýst fyrst og fremst um að við viljum vinna leikinn. Við verðum að vinna þennan leik til að komast á EM í Póllandi. Við vitum allir að síðasta mót í Katar var mjög kaflaskipt hjá okkur. Við sýndum frábæran leik og vorum mjög slakir þess á milli. Við vorum svolítið óútreiknanlegir,“ segir Aron en hann óskar eftir góðum stuðningi áhorfenda gegn sterku liði Serba. „Þessi leikur er frábær áskorun fyrir okkar reynda lið. Við vöxum oftast við áskoranir og erum þá oftast bestir. Þetta er líka áskorun fyrir íslenskan handbolta því við þurfum tvö stig í þessum tveimur leikjum gegn Serbum. Við hlökkum til að takast á við þessa áskorun.“Rúnar að spila vel Eins og áður segir er Alexander Petersson meiddur og ólíklegt að hann geti spilað. Ef hann getur spilað þá verða það líklega fáar mínútur. „Við reynum allt til þess að fá hann í gang. Ásgeir Örn og Rúnar Kára stóðu sig mjög vel á EM í Danmörku. Rúnar er búinn að jafna sig af sínum meiðslum og hefur verið að spila mjög vel í Þýskalandi. Við þurfum að koma honum inn í spilið en hann lítur mjög vel út.“ Það var gerð breyting á þjálfarateyminu fyrir leikinn. Erlingur Richardsson er hættur og í hans stað er mættur Ólafur Stefánsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði og einn besti handboltamaður sögunnar. „Það er frábært að fá Óla inn. Hann er mikill liðsmaður og góður karakter. Óli hefur líka mikla þekkingu og reynslu þannig að það er virkilega jákvætt að fá hann inn. Óli þekkir strákana vel og við þekkjumst líka vel. Hann kemur með punkta sem nýtast vel.“ Samningur Arons við HSÍ rennur út í sumar og hefur ekki verið tekin nein ákvörðun með það hvort HSÍ býður honum áframhaldandi samning. Þjálfarinn reynir að hugsa sem minnst um það mál á meðan þetta verkefni er í gangi. „Auðvitað er ég með einhver mál í gangi enda hef ég lítinn áhuga á því að standa uppi atvinnulaus í sumar. Ég hef samt ákveðið að taka þessa viku á fullu og ég legg allt annað til hliðar á meðan.“ EM 2016 karla í handbolta Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Fleiri fréttir Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Sjá meira
„Fyrir utan Alexander Petersson þá eru allir í toppstandi og klárir í slaginn,“ segir Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari en hans menn spila mjög mikilvægan leik í kvöld gegn Serbum í undankeppni EM. Serbar hafa unnið báða sína leiki en Ísland er búið að vinna einn leik og tapa einum. Ísland tapaði óvænt í Svartfjallalandi og strákarnir gerðu sér erfiðara fyrir í riðlinum með því. Það er því ekkert svigrúm fyrir fleiri mistök. „Við erum að rifja upp það sem við höfum verið að gera og negla niður þá hluti sem við viljum gera í þessum leik. Stefnan er að ná hámarksframmistöðu í þessum leik,“ segir þjálfarinn en hann fékk aðeins tvo daga til að undirbúa liðið og á mánudag vantaði enn tvo leikmenn í hópinn.Vorum óútreiknanlegir Frammistaða landsliðsins á HM í Katar var undir þeirra væntingum. Ætla menn að svara fyrir sig í þessum leik? „Þetta snýst fyrst og fremst um að við viljum vinna leikinn. Við verðum að vinna þennan leik til að komast á EM í Póllandi. Við vitum allir að síðasta mót í Katar var mjög kaflaskipt hjá okkur. Við sýndum frábæran leik og vorum mjög slakir þess á milli. Við vorum svolítið óútreiknanlegir,“ segir Aron en hann óskar eftir góðum stuðningi áhorfenda gegn sterku liði Serba. „Þessi leikur er frábær áskorun fyrir okkar reynda lið. Við vöxum oftast við áskoranir og erum þá oftast bestir. Þetta er líka áskorun fyrir íslenskan handbolta því við þurfum tvö stig í þessum tveimur leikjum gegn Serbum. Við hlökkum til að takast á við þessa áskorun.“Rúnar að spila vel Eins og áður segir er Alexander Petersson meiddur og ólíklegt að hann geti spilað. Ef hann getur spilað þá verða það líklega fáar mínútur. „Við reynum allt til þess að fá hann í gang. Ásgeir Örn og Rúnar Kára stóðu sig mjög vel á EM í Danmörku. Rúnar er búinn að jafna sig af sínum meiðslum og hefur verið að spila mjög vel í Þýskalandi. Við þurfum að koma honum inn í spilið en hann lítur mjög vel út.“ Það var gerð breyting á þjálfarateyminu fyrir leikinn. Erlingur Richardsson er hættur og í hans stað er mættur Ólafur Stefánsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði og einn besti handboltamaður sögunnar. „Það er frábært að fá Óla inn. Hann er mikill liðsmaður og góður karakter. Óli hefur líka mikla þekkingu og reynslu þannig að það er virkilega jákvætt að fá hann inn. Óli þekkir strákana vel og við þekkjumst líka vel. Hann kemur með punkta sem nýtast vel.“ Samningur Arons við HSÍ rennur út í sumar og hefur ekki verið tekin nein ákvörðun með það hvort HSÍ býður honum áframhaldandi samning. Þjálfarinn reynir að hugsa sem minnst um það mál á meðan þetta verkefni er í gangi. „Auðvitað er ég með einhver mál í gangi enda hef ég lítinn áhuga á því að standa uppi atvinnulaus í sumar. Ég hef samt ákveðið að taka þessa viku á fullu og ég legg allt annað til hliðar á meðan.“
EM 2016 karla í handbolta Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Fleiri fréttir Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Sjá meira