Forseti þingsins telur ekki ástæðu til að meta hæfi Páls sveinn arnarsson skrifar 4. maí 2015 08:45 Frumvarp sjávarútvegsráðherra um stjórnun veiða á makríl er nú í meðförum atvinnuveganefndar. Miklir hagsmunir eru undir enda hafa makrílveiðar skilað hundruðum milljarða í gjaldeyristekjur. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, sér ekki ástæðu til að meta hæfi Páls Jóhanns Pálssonar. Nýtt frumvarp sjávarútvegsráðherra um kvótasetningu veiða á makríl sem gengur inn í lögsögu Íslands gerir ráð fyrir að fyrirtæki í eigu eiginkonu Páls Jóhanns, sem áður var í eigu þingmannsins, fái makrílkvóta að verðmæti tuga milljóna króna í sinn hlut. „Mér finnst ekki tímabært að skoða hæfi þingmannsins. Hann hefur sjálfur gefið það út að hann muni ekki greiða atkvæði um frumvarpið. Þingmenn vinna oft og tíðum að frumvörpum sem hafa áhrif á persónulega hagi þeirra, svo sem um skatta og uppbyggingu á sínum heimasvæðum. Enda gilda ekki sömu hæfisreglur um þingmenn og aðra embættismenn í stjórnsýslunni,“ segir Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis. Fyrirtækið Marver ehf., sem er að fullu í eigu eiginkonu Páls Jóhanns, fær úthlutað um 80 tonna kvóta ef frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar nær fram að ganga. Handfærabátur í eigu útgerðarinnar, Daðey GK, veiddi á síðasta ári um 170 tonn af makríl og hefur því veiðireynslu af makríl.Oddný HarðardóttirFrumvarpið er nú í meðförum atvinnuveganefndar og situr Páll Jóhann í nefndinni. Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir það að þingmaðurinn skuli ekki sjálfur stíga til hliðar í þessari umræðu. „Mér fyndist hann eiga að íhuga að segja sig frá umræðum í nefndinni. Það væri skynsamlegt af honum að gera það þótt ströng lagatúlkun segi að hann sé ekki vanhæfur. Þetta er spurning um hans eigin trúverðugleika sem og trúverðugleika Framsóknarflokksins.“ Oddný gagnrýnir einnig hvernig frumvarpið veiti útgerðum aðgang að auðlindinni á silfurfati og vill að þjóðin fái meira fyrir þessa auðlind. „Með frumvarpinu er stigið stórt skref í átt til einkavæðingar auðlindar þjóðarinnar. Þarna er verið að gefa útgerðum kvóta til mjög langs tíma og afar erfitt verður fyrir sitjandi stjórnvöld að segja upp þessum samningum. Fyrir mína parta er óásættanlegt að setja svona frumvarp á dagskrá með auðlindir þjóðarinnar á meðan við höfum ekki fest í sessi auðlindaákvæði í stjórnarskrá.“ Alþingi Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, sér ekki ástæðu til að meta hæfi Páls Jóhanns Pálssonar. Nýtt frumvarp sjávarútvegsráðherra um kvótasetningu veiða á makríl sem gengur inn í lögsögu Íslands gerir ráð fyrir að fyrirtæki í eigu eiginkonu Páls Jóhanns, sem áður var í eigu þingmannsins, fái makrílkvóta að verðmæti tuga milljóna króna í sinn hlut. „Mér finnst ekki tímabært að skoða hæfi þingmannsins. Hann hefur sjálfur gefið það út að hann muni ekki greiða atkvæði um frumvarpið. Þingmenn vinna oft og tíðum að frumvörpum sem hafa áhrif á persónulega hagi þeirra, svo sem um skatta og uppbyggingu á sínum heimasvæðum. Enda gilda ekki sömu hæfisreglur um þingmenn og aðra embættismenn í stjórnsýslunni,“ segir Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis. Fyrirtækið Marver ehf., sem er að fullu í eigu eiginkonu Páls Jóhanns, fær úthlutað um 80 tonna kvóta ef frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar nær fram að ganga. Handfærabátur í eigu útgerðarinnar, Daðey GK, veiddi á síðasta ári um 170 tonn af makríl og hefur því veiðireynslu af makríl.Oddný HarðardóttirFrumvarpið er nú í meðförum atvinnuveganefndar og situr Páll Jóhann í nefndinni. Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir það að þingmaðurinn skuli ekki sjálfur stíga til hliðar í þessari umræðu. „Mér fyndist hann eiga að íhuga að segja sig frá umræðum í nefndinni. Það væri skynsamlegt af honum að gera það þótt ströng lagatúlkun segi að hann sé ekki vanhæfur. Þetta er spurning um hans eigin trúverðugleika sem og trúverðugleika Framsóknarflokksins.“ Oddný gagnrýnir einnig hvernig frumvarpið veiti útgerðum aðgang að auðlindinni á silfurfati og vill að þjóðin fái meira fyrir þessa auðlind. „Með frumvarpinu er stigið stórt skref í átt til einkavæðingar auðlindar þjóðarinnar. Þarna er verið að gefa útgerðum kvóta til mjög langs tíma og afar erfitt verður fyrir sitjandi stjórnvöld að segja upp þessum samningum. Fyrir mína parta er óásættanlegt að setja svona frumvarp á dagskrá með auðlindir þjóðarinnar á meðan við höfum ekki fest í sessi auðlindaákvæði í stjórnarskrá.“
Alþingi Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Sjá meira