Útlitið skiptir miklu máli Björn B. Björnsson skrifar 5. maí 2015 08:34 Nýlega undirritaði borgarstjórinn í Reykjavík samninga við bandarískt fasteignafélag um byggingu hótels við Hörpu. Athygli vekur að samningar eru undirritaðir án þess að fyrir liggi hvernig hótelið muni líta út. Samkvæmt fréttum er hönnun bygginganna í höndum arkitektastofu í Ameríku, sem er að flýta sér að teikna svo hægt verði að hefja framkvæmdir sem fyrst. Hér þarf að staldra við. Augljóst er að útlit þessara bygginga verður einkennandi fyrir miðborg Reykjavíkur og því skiptir það okkur öll miklu máli. Ekki síður samspil húsanna við umhverfi sitt, Hörpu, höfnina, Arnarhól og önnur hús sem rísa í nágrenninu á næstu árum. Fáum dögum eftir að greint var frá hótelbyggingunni, tilkynnti borgin um nýbyggingar á Austurhafnarsvæðinu svonefnda, á bílastæðunum austan Tollhússins, á móti Bæjarins bestu. Þar á að reisa 21.400 fermetra verslunar-, þjónustu- og íbúðarhúsnæði. Hér gefur borgin enn leyfi fyrir stórbyggingum í miðborginni án þess að hafa hugmynd um útlit húsanna sem þar munu rísa. Aðeins byggingarmagn og hæð húsa eru tiltekin í skilmálum. Allar þessar byggingar munu ráða miklu um útlit miðborgar Reykjavíkur um hundruð ára og því er illt að útlit þeirra sé alfarið í höndum aðila sem ekki hafa fyrst og fremst hagsmuni af því að útlit þeirra sé framúrskarandi. Þetta eru dýrar lóðir og skiljanlegt að framkvæmdaaðilar vilji halda hönnunarkostnaði í lágmarki. Það eru hins vegar beinir og brýnir hagsmunir Reykvíkinga að byggingar sem munu móta svo mjög umhverfi þeirra og ímynd séu í fremstu röð. Alþjóðleg samkeppni arkitekta er ein leið til að ná þessu markmiði. Þó kostnaður af slíku sé nokkur, er hann lítill þegar horft er á byggingarkostnað þessara mannvirkja - og hverfandi ef horft er til lengri tíma. Við eigum að hafa metnað til að gera Reykjavík að borg þar sem vönduð og spennandi hönnun er í fyrirrúmi. Fulltrúar okkar í borgarstjórn eru meðal annars kjörnir til að standa vörð um þann metnað. Hvort þau valda því hlutverki verður auðséð næstu aldirnar. Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn B. Björnsson Mest lesið Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson skrifar Skoðun RÚV, aðgerðasinnar og íslenskan okkar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvað er karlmennska? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Nýlega undirritaði borgarstjórinn í Reykjavík samninga við bandarískt fasteignafélag um byggingu hótels við Hörpu. Athygli vekur að samningar eru undirritaðir án þess að fyrir liggi hvernig hótelið muni líta út. Samkvæmt fréttum er hönnun bygginganna í höndum arkitektastofu í Ameríku, sem er að flýta sér að teikna svo hægt verði að hefja framkvæmdir sem fyrst. Hér þarf að staldra við. Augljóst er að útlit þessara bygginga verður einkennandi fyrir miðborg Reykjavíkur og því skiptir það okkur öll miklu máli. Ekki síður samspil húsanna við umhverfi sitt, Hörpu, höfnina, Arnarhól og önnur hús sem rísa í nágrenninu á næstu árum. Fáum dögum eftir að greint var frá hótelbyggingunni, tilkynnti borgin um nýbyggingar á Austurhafnarsvæðinu svonefnda, á bílastæðunum austan Tollhússins, á móti Bæjarins bestu. Þar á að reisa 21.400 fermetra verslunar-, þjónustu- og íbúðarhúsnæði. Hér gefur borgin enn leyfi fyrir stórbyggingum í miðborginni án þess að hafa hugmynd um útlit húsanna sem þar munu rísa. Aðeins byggingarmagn og hæð húsa eru tiltekin í skilmálum. Allar þessar byggingar munu ráða miklu um útlit miðborgar Reykjavíkur um hundruð ára og því er illt að útlit þeirra sé alfarið í höndum aðila sem ekki hafa fyrst og fremst hagsmuni af því að útlit þeirra sé framúrskarandi. Þetta eru dýrar lóðir og skiljanlegt að framkvæmdaaðilar vilji halda hönnunarkostnaði í lágmarki. Það eru hins vegar beinir og brýnir hagsmunir Reykvíkinga að byggingar sem munu móta svo mjög umhverfi þeirra og ímynd séu í fremstu röð. Alþjóðleg samkeppni arkitekta er ein leið til að ná þessu markmiði. Þó kostnaður af slíku sé nokkur, er hann lítill þegar horft er á byggingarkostnað þessara mannvirkja - og hverfandi ef horft er til lengri tíma. Við eigum að hafa metnað til að gera Reykjavík að borg þar sem vönduð og spennandi hönnun er í fyrirrúmi. Fulltrúar okkar í borgarstjórn eru meðal annars kjörnir til að standa vörð um þann metnað. Hvort þau valda því hlutverki verður auðséð næstu aldirnar. Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar
Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun