Hvað getur ljósmóðir gert fyrir þig? Valgerður Lísa Sigurðardóttir skrifar 12. maí 2015 07:00 Ertu með jákvætt þungunarpróf? Áttu von á barni? Ertu með ógleði, grindarverki, sinadrátt, bakflæði, bjúg, svefntruflanir? Ertu hrædd? Kvíðirðu fyrir fæðingunni? Eru minnkaðar fósturhreyfingar? Ertu með samdrætti? Ertu hrædd um að það sé eitthvað að barninu? Ertu með hríðir? Varstu að missa vatnið? Finnurðu fyrir blendnum tilfinningum gagnvart því að verða móðir/faðir? Ertu nýbúin að eignast barn? Er nýfætt krílið alltaf svangt? Ertu hrædd um að þú mjólkir ekki nóg? Er komið að leghálssýnatöku hjá þér? Vantar þig ráðgjöf vegna getnaðarvarna? Allar spurningarnar hér að ofan og fleiri til eru hluti af daglegu starfi mínu. Ég er nefnilega ljósmóðir! Innan skamms verða liðin 20 ár frá því ég var svo heppin að komast inn í nám í ljósmóðurfræði við Háskóla Íslands. Þá hafði ég lokið BS-gráðu í hjúkrun og starfað sem hjúkrunarfræðingur í átta ár. Þannig hafði ég öðlast fjölþætta reynslu innan heilbrigðisgeirans sem ég taldi að myndi nýtast mér vel í ljósmóðurstarfinu. Það reyndist rétt vera – að öllu öðru leyti en þegar kom að launakjörum. Fyrra nám og reynsla skilaði sér hreint alls ekki í launaumslagið heldur lækkuðu launin mín þegar ég hóf störf sem ljósmóðir. Ótrúlegt en satt! Til að verða ljósmóðir þarf sex ára háskólanám, fyrst fjögur ár í hjúkrunarfræði og svo tvö ár í ljósmóðurfræði. Sérþekking ljósmæðra liggur í að hlúa að eðlilegu barneignarferli, veita fræðslu og upplýsingar og styðja foreldra í foreldrahlutverkinu um leið og þörfum þeirra og barnsins er mætt. Síðast en ekki síst er eitt af hlutverkum ljósmóður að greina frávik frá eðlilegu ferli, leita til annarra fagaðila þegar þörf er á og veita áframhaldandi stuðning þó eitthvað komi upp á. Margar ljósmæður hafa einnig lokið framhaldsnámi og í vaxandi mæli hafa ljósmæður sérhæft sig og öðlast sérfræðiviðurkenningu í ýmsum sérgreinum innan ljósmóðurfræðinnar. Má þar nefna fósturgreiningu, fæðingarhjálp, brjóstagjafaráðgjöf, umönnun áhættuhópa eins og mæðra með sykursýki, fíknivanda, flókin sálfélagsleg vandamál, tvíburameðgöngur og svo mætti lengi telja. Því þrátt fyrir að almennt sé litið á meðgöngu og fæðingu sem náttúruleg fyrirbæri þá hefur margt breyst með í áranna rás, t.d. hefur aukist að konur með flókinn heilsufarsvanda eignist börn. Þá hefur vaxandi offita þjóðarinnar leitt til þess að mun fleiri konur teljast til áhættuhópa á meðgöngu og í fæðingu en áður var. Allt þetta kallar á aukna sérþekkingu ljósmæðra og stunda nú allmargar ljósmæður vísindarannsóknir sem ætlað er að skila aukinni þekkingu inn í barneignarþjónustuna.Menntun metin til launa Ljósmæður hafa verið talsvert í umræðu fjölmiðla undanfarið vegna yfirstandandi verkfalls BHM-félaga. Það er dapurlegt til þess að hugsa að ljósmæður voru í sömu sporum fyrir sjö árum síðan en við samningaborðið á þeim tíma var þeim lofað leiðréttingu á launakjörum. Greinarhöfundur skrifaði grein vegna þessa sem birtist á mbl.is í júlí 2008 þar sem m.a. kom fram að verulegt misræmi var á launakjörum háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna. Síðan eru liðin sjö ár! Og enn brenna sömu málin á eins og kemur fram í viðtali við formann Ljósmæðrafélags Íslands á visir.is þann 7. maí sl! Ljósmæður eru enn í þeim sporum að heyja harða baráttu fyrir því að menntun þeirra sé metin til launa! Ljósmæður standa vaktina fyrir þig. Gildir þá einu hvort það eru virkir dagar eða stórhátíðir, dagar eða nætur – ljósmóðirin sinnir sínu starfi á heilsugæslustöðvum, fæðingarstofnunum og í heimahúsum á öllum tímum sólarhringsins og alla daga ársins! En hinni löngu vakt kjarabaráttu verður að fara að ljúka – ég vona að ég þurfi ekki að skrifa mikið oftar um misrétti í launakjörum! Er ekki komið nóg? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkfall 2016 Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Daði Pálmar Ragnarsson Bakþankar Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Ertu með jákvætt þungunarpróf? Áttu von á barni? Ertu með ógleði, grindarverki, sinadrátt, bakflæði, bjúg, svefntruflanir? Ertu hrædd? Kvíðirðu fyrir fæðingunni? Eru minnkaðar fósturhreyfingar? Ertu með samdrætti? Ertu hrædd um að það sé eitthvað að barninu? Ertu með hríðir? Varstu að missa vatnið? Finnurðu fyrir blendnum tilfinningum gagnvart því að verða móðir/faðir? Ertu nýbúin að eignast barn? Er nýfætt krílið alltaf svangt? Ertu hrædd um að þú mjólkir ekki nóg? Er komið að leghálssýnatöku hjá þér? Vantar þig ráðgjöf vegna getnaðarvarna? Allar spurningarnar hér að ofan og fleiri til eru hluti af daglegu starfi mínu. Ég er nefnilega ljósmóðir! Innan skamms verða liðin 20 ár frá því ég var svo heppin að komast inn í nám í ljósmóðurfræði við Háskóla Íslands. Þá hafði ég lokið BS-gráðu í hjúkrun og starfað sem hjúkrunarfræðingur í átta ár. Þannig hafði ég öðlast fjölþætta reynslu innan heilbrigðisgeirans sem ég taldi að myndi nýtast mér vel í ljósmóðurstarfinu. Það reyndist rétt vera – að öllu öðru leyti en þegar kom að launakjörum. Fyrra nám og reynsla skilaði sér hreint alls ekki í launaumslagið heldur lækkuðu launin mín þegar ég hóf störf sem ljósmóðir. Ótrúlegt en satt! Til að verða ljósmóðir þarf sex ára háskólanám, fyrst fjögur ár í hjúkrunarfræði og svo tvö ár í ljósmóðurfræði. Sérþekking ljósmæðra liggur í að hlúa að eðlilegu barneignarferli, veita fræðslu og upplýsingar og styðja foreldra í foreldrahlutverkinu um leið og þörfum þeirra og barnsins er mætt. Síðast en ekki síst er eitt af hlutverkum ljósmóður að greina frávik frá eðlilegu ferli, leita til annarra fagaðila þegar þörf er á og veita áframhaldandi stuðning þó eitthvað komi upp á. Margar ljósmæður hafa einnig lokið framhaldsnámi og í vaxandi mæli hafa ljósmæður sérhæft sig og öðlast sérfræðiviðurkenningu í ýmsum sérgreinum innan ljósmóðurfræðinnar. Má þar nefna fósturgreiningu, fæðingarhjálp, brjóstagjafaráðgjöf, umönnun áhættuhópa eins og mæðra með sykursýki, fíknivanda, flókin sálfélagsleg vandamál, tvíburameðgöngur og svo mætti lengi telja. Því þrátt fyrir að almennt sé litið á meðgöngu og fæðingu sem náttúruleg fyrirbæri þá hefur margt breyst með í áranna rás, t.d. hefur aukist að konur með flókinn heilsufarsvanda eignist börn. Þá hefur vaxandi offita þjóðarinnar leitt til þess að mun fleiri konur teljast til áhættuhópa á meðgöngu og í fæðingu en áður var. Allt þetta kallar á aukna sérþekkingu ljósmæðra og stunda nú allmargar ljósmæður vísindarannsóknir sem ætlað er að skila aukinni þekkingu inn í barneignarþjónustuna.Menntun metin til launa Ljósmæður hafa verið talsvert í umræðu fjölmiðla undanfarið vegna yfirstandandi verkfalls BHM-félaga. Það er dapurlegt til þess að hugsa að ljósmæður voru í sömu sporum fyrir sjö árum síðan en við samningaborðið á þeim tíma var þeim lofað leiðréttingu á launakjörum. Greinarhöfundur skrifaði grein vegna þessa sem birtist á mbl.is í júlí 2008 þar sem m.a. kom fram að verulegt misræmi var á launakjörum háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna. Síðan eru liðin sjö ár! Og enn brenna sömu málin á eins og kemur fram í viðtali við formann Ljósmæðrafélags Íslands á visir.is þann 7. maí sl! Ljósmæður eru enn í þeim sporum að heyja harða baráttu fyrir því að menntun þeirra sé metin til launa! Ljósmæður standa vaktina fyrir þig. Gildir þá einu hvort það eru virkir dagar eða stórhátíðir, dagar eða nætur – ljósmóðirin sinnir sínu starfi á heilsugæslustöðvum, fæðingarstofnunum og í heimahúsum á öllum tímum sólarhringsins og alla daga ársins! En hinni löngu vakt kjarabaráttu verður að fara að ljúka – ég vona að ég þurfi ekki að skrifa mikið oftar um misrétti í launakjörum! Er ekki komið nóg?
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun